Fréttayfirlit: 2012 (Síða 5)

Togvíraklippunum fyrst beitt fyrir 40 árum síðan - merk tímamót í sögu landhelginnar

Klippurnar2

Í dag eru 40 ár liðin síðan hinum þekktu togvíraklippum var fyrst beitt en þær voru helsta vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum árin 1972 og 1975. Var þar á ferð varðskipið Ægir með Guðmund Kjærnested skipherra í brúnni, norður af Horni.

Áhöfn skútunnar bjargað um borð í færeyska varðskipið Brimil

Brimil_batur

Þær fregnir bárust Landhelgisgæslunni upp úr kl. 19:00 að danska varðskipinu Brimil tókst að bjarga um borð áhöfn pólsku skútunnar RZESZOWIAK sem sendi út neyðarkall rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Aðgerðin reyndi mjög á hæfni þyrluáhafnar

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:08 í gærkvöldi frá 1-1-2 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að maður féll í Jökulsá í Lóni. Takmarkaðar upplýsingar fengust frá staðnum aðrar en að fólk í hestaferð var að fara yfir ána og féll þá einn úr hópnum af baki og hvarf sjónum samferðamanna. Fimm manns voru í sjálfheldu á eyri úti í ánni.

Kiwanisklúbburinn Eldfell afhendir Landhelgisgæslunni veglegan styrk

MEldingafhendingIMG_3886

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti í morgun viðtöku, um borð í varðskipinu Þór,  ávísun á 2,7 milljónir króna frá félögum Kiwanisklúbbsins Eldfells. Þessi veglegi styrkur er afrakstur söfnunarátaks Eldfells  og var markmið þess að búa sjúkraklefa varðskipsins Þórs sambærilegum tækjum og eru um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Fjörutíu ár liðin frá útfærslu lögsögunnar í 50 sml

Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur.  Á þeim tíma voru Íslendingar komnir með nýtt vopn gegn landhelgisbrjótum, svokallaðar togvíraklippur sem skorið gátu botnvörpur aftan úr breskum togurum með tilheyrandi tilkostnaði fyrir útgerðina.

Skipt um áhöfn hjá portúgölsku flugsveitinni

Flugsveit portúgalska flughersins hefur nú í tvær vikur annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Um helgina verður skipt um áhöfn Portúgala hér á landi og má því gera ráð fyrir aðflugsæfingum inn á varaflugvellina, þ.e. Akureyri og Egilsstaði næstkomandi mánudag og þriðjudag.

Baldur notaður við sameiginlegt eftirlit LHG og Fiskistofu

Baldur2012_myndBjornHaukur

Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sameiginlegt  fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. 

Yfirmur portúgölsku flugsveitarinnar í heimsókn

PortGroupIMG_4830

Yfirmaður herafla Portúgals, General Luís Araújo  kom í gær, ásamt fylgdarliði til landsins og átti fund með fulltrúum utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands. Í heimsókninni heimsótti General Araújo einnig portúgölsku flugsveitina sem nú annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland

Fiskibátur fékk á sig brotsjó

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst kl. 07:11 í morgun tilkynning frá fiskibát sem fékk á sig brotsjó skammt NA - frá Gjögrum í Eyjafirði. Ekki urðu meiðsl á fólki en að sögn skipverja brotnuðu gluggar og siglingatækin blotnuðu. Nærstaddur bátur kom þeim til aðstoðar. Varðskipið Þór var á svæðinu og til taks ef þörf hefði verið á.

Varðskipið Þór heimsótti Grímsey í dag

ÞOR Arni Saeberg

Varðskipið Þór heimsótti Grímsey síðdegis í dag og var eyjarskeggjum boðið að skoða skipið. Sóttu léttabátar varðskipsins gestina og voru samtals 48 gestir á öllum aldri ferjaðir um borð í sex ferðum og var yngsta barnið aðeins átta mánaða gamalt.

Norska varðskipið KV Harstad æfði með Þór á Eyjafirði

_33A6285

Norska varðskipið KV Harstad  var nýverið við æfingar með varðskipinu Þór á Eyjafirði þar sem áhafnir skipanna æfðu aðstoð við önnur skip, þ.a.m. slökkvistörf og leit að fólki um borð. Eru æfingar sem þessar mjög mikilvægar fyrir áhafnir varðskipanna og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla aðila að hafa æft samhæfingu, stjórnun, verklag og vinnubrögð á björgunarvettvangi.

Þyrla kölluð út til leitar í nágrenni Hafnar

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag kl. 17:26 að beiðni lögreglunnar á Höfn vegna franskrar ferðakonu sem hafði fallið í klettum og slasast á höfði. Ekki var vituð nákvæm staðsetning hennar en talið var að hún væri í nágrenni Geitfells. Fór TF-LÍF í loftið kl. 18:09.

Flugvél snúið til Keflavíkurflugvallar vegna sprengjuhótunar

SkyliLHG831

Landhelgisgæslunni barst kl. 05:40 í morgun tilkynning um að flugvél hefði verið snúið til Keflavíkur vegna sprengjuhótunar. Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs, lofthelgis- og öryggismálasviðs auk þyrluáhafnar komu að aðgerðinni sem var stjórnað af lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli. 

Ljós-innsetning um borð í v/s Týr  á Menningarnótt

Tyr_a

Á Menningarnótt mun UNSTABLE / Marcos Zotes og Gerður Sveinsdóttir leiða gesti um varðskipið Týr þar sem upplifuð verður  ljós-innsetningin (www.unstablespace.com).

Sjúklingur sóttur í skemmtiferðaskip úti fyrir Langanesi

SkemmtifskipSjukraflug

Landhelgisgæslunni barst í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi sem staðsett er úti fyrir Langanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út þyrlu sem fór í loftið kl. 21:30. Áætlað er að komið verði að skipinu um kl. 23:50.

Reyndi að villa á sér heimildir fyrir varðskipsmönnum

ÞOR_ICG_Mai2012

Varðskipið Þór stóð nýverið rækjubát að meintum ólöglegum togveiðum í Kolluál undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi. Við nánari eftirlit varðskipsmanna kom í ljós að lögskráður áhafnarmeðlimur var ekki staddur um borð og reyndi óþekktur áhafnarmeðlimur að villa á sér heimildir.

Síða 5 af 7