Fréttayfirlit: mars 2009

Þyrla LHG flytur slasaða á sjúkrahús eftir björgun SL í Skessuhorni

Björgunarsveitarfólk Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fluttu konu sem slasaðist í Skessuhorni á börum niður þverhníft bjarg að snjóbíl sem síðan flutti hana að stað þar sem hægt var að síga niður og flytja um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA. Klukkan 21:54 í kvöld var hin slasaða komin um borð í þyrluna og var þá haldið á Borgarspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 22:09.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag. Fór þyrlan í loftið um hálftíma síðar með undanfara Slysavarnarfélagsins Landsbjargar af höfuðborgarsvæðinu.

Skipherra Gorch Fock heimsækir Landhelgisgæsluna

GF-visit2_ICG

Skólaskipið Gorch Fock lagði að Miðbakka kl. 10:00 í morgun. Liður í heimsókn skipsins er að heilsa upp á stofnanir, s.s. hafnar- og borgarstjóra, lögreglustjóra, Landhelgisgæsluna og Varnarmálastofnun.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum um hádegisbil og átti með þeim stuttan fund áður en haldið var til hádegisverðar um borð í skipið.

Gorch Fock við akkeri út á ytri höfninni

Þýska skólaskipið Gorch Foch liggur nú við akkeri út á ytri GorchF_ytri_hofnhöfninni í Reykjavík en skipið kemur að Miðbakka kl 10:00 í fyrramálið.

Meðan skipið liggur við bryggju í Reykjavík mun áhöfn og liðsforingjaefni m.a. heimsækja  Landhelgisgæsluna, hafnarstjóra, borgarstjóra, lögreglustjóra og  forstjóra Varnarmálastofnunar.

 

Um helgina verður skipið opið almenningi milli kl. 14:00-17:00.

Fjöldi erlendra skipa í íslenskum höfnum árið 2008

Samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunni Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sigldu alls 1484 erlend skip til íslenskra hafna árið 2008.

Skólaskipið Gorch Fock kemur til Reykjavíkur á fimmtudag

GorchFock_2006
Þýska skólaskipið Gorch Fock er væntanlegt til Reykjavíkur nk. fimmtudag 26. mars kl. 10:00, mun skipið liggja við Miðbakka meðan á dvöl þess stendur. Um borð verður um 60 manna áhöfn og 145 liðsforingjaefni. Gorch Fock er 90 m langt, 3gja mastra seglskip sem nokkrum sinnum hefur komið til Reykjavíkur síðan það var tekið í notkun 1958.

TF-GNÁ sækir slasaðan vélsleðamann í Axarfjörð

Gná - móttökuathöfn í flugskýli 7.6.07
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:03 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss við Sandfell í Axarfirði. TF-GNÁ fór í loftið kl. 14:38 en kl. 15:10 var beiðnin afturkölluð þar sem læknir á slysstað mat sjúklinga svo að vel væri hægt að flytja þá til Kópaskers. Beiðni um þyrlu barst aftur kl.15:38 þar sem björgunarsveitarmönnum og lækni leist ekki á að flytja manninn af slysstað í 1,5 klst og síðan í 2 klst til Akureyrar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar finnur Aldísi Westergren

TF-EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR fann Aldísi Westergren í Langavatni, rétt fyrir ofan Grafarvog fyrir hádegi í morgun. Lögreglan í Reykjavík óskaði eftir aðstoð þyrlunnar en einnig tóku þátt í leitinni Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þyrlan fór í loftið rétt fyrir klukkan tíu í morgun og hóf leitina við Reynisvatn.

Færði þyrlan sig að því loknu að Langavatni þar sem Aldís fannst fljótlega og var svæðisstjórn samstundis gert viðvart. Lenti þyrlan á staðnum og leiðbeindi áhöfn þyrlunnar köfurum frá björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík með staðsetningu.

Þyrla LHG tekur þátt í leit að Aldísi Westergren

Þyrla LHG mun aðstoða við leit að Aldísi Westergren, 37 ára konu sem ekkert hefur spurst til síðan 24. febrúar sl. Hún sást síðast við heimili sitt í Gvendargeisla í Grafarholti í Reykjavík. Leitað verður á svæðinu í kring um heimili Aldísar, Reynisvatn og Langavatn.

Varnarmálaráðherra Danmerkur ræðir öryggismál við forstjóra Landhelgisgæslunnar

Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, átti í morgun fund með Georgi Lárussyni, forstjóra Landhelgisgælunnar þar sem öryggismál á Norður-Atlantshafi voru rædd. Gade sér mikil tækifæri í nánari samvinnu við Landhelgisgæsluna, ekki síst með tilliti til opnunar siglingaleiða á Norður-Íshafi. Þá viðraði varnarmálaráðherrann þann möguleika að Landhelgisgæslan taki þátt í eftirliti á hafinu við Grænland og Færeyjar þegar Landhelgisgæslan tekur nýja Dash-8 flugvél í notkun.

Unnið að nánara samstarfi LHG og bandarísku strandgæslunnar

EEZ_Ice_SRR_2008

Aukið samstarf Landhelgisgæslunnar og bandarísku strandgæslunnar ásamt mikilvægi þess, var rætt á fundi Georgs Kr. Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Dale Gable aðmíráls hjá bandarísku strandgæslunni í liðinni viku. Einnig fóru aðilar bandarísku strandgæslunnar um borð í varðskip LHG og fengu kynningu á starfsemi stjórnstöðvar.

Samkvæmt yfirlýsingu þjóðanna munu strandgæslan og Landhelgisgæslan styrkja samstarf sitt enn frekar, svo sem við leit og björgun, stjórn á siglingum, mengunareftirlit á hafinu og almenna öryggisgæslu. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiginlegri þjálfun og menntun starfsmanna eftir því sem nauðsynlegt er til að treysta samstarfið sem best.

Þakka björgun á Grænlandsjökli

Stjórnstöð LHG fékk um helgina tvær skoskar stúlkur í heimsókn. Var önnur þeirra í hópi sem bjargað var þann 9. Júní 2007 af þyrlu LHG, TF-LÍF. Vildu stúlkurnar koma innilegu þakklæti til áhafnarinnar.

Saga björgunarinnar er sú að þann 9. júní 2007 hafði breska strandgæslan í Clyde á Skotlandi samband við stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands. Höfðu menn áhyggjur af hópi kvenna sem dvalið hafði við ísklifuræfingar á Grænlandsjökli.

Sameiginleg björgunaræfing Íslendinga og Dana

TYRslokkvibun
Tvískipt björgunaræfing áhafna varðskips Landhelgisgæslunnar og danska varðskipsins Hvidbjörnen fór fram í vikunni. Fyrri hluti æfingarinnar fólst í að eldur að kom upp í varðskipi LHG og leituðu reykkafarar danska varðskipsins um borð og fundu fjóra „slasaða“ sem voru undirbúnir fyrir flutning frá skipinu.

Dómsmálaráðherra hífð upp í þyrlu LHG

EIR
Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir kynnti sér í dag starfsemi Landhelgisgæslunnar ásamt Þorsteini Geirssyni ráðuneytisstjóra, Skúla Þór Gunnsteinssyni lögfræðingi, Jóni Magnússyni skrifstofustjóra auk Elísabetu Jónasdóttur upplýsingafulltrúa. Snæddur var hádegisverður í varðskipi Landhelgisgæslunnar, fór hópurinn að því loknu í springerbát sem flutti þau að æfingu sem stóð yfir með þyrlu LHG TF-EIR og Slysavarnarskóla sjómanna. Gerðist dómsmálaráðherra og fylgdarlið sjálfboðaliðar í æfingunni og voru hífð um borð í þyrluna sem síðan flutti þau á Reykjavíkurflugvöll.

Lykilhlutverk Gæslunnar í samvinnu strandgæslna og sjóherja

Gagnkvæmt traust, trúverðugleiki, samvinna og mikilvægi upplýsingamiðlunar var sameiginleg niðurstaða ráðstefnu strandgæslna og sjóherja tuttugu þjóða á Norður Atlantshafi sem lauk á Hótel Sögu í gær og Landhelgisgæslan annaðist og skipulagði. Rússland, Bandaríkin og Kanada eiga aðild að samtökunum auk sautján Evrópuþjóða.

Formennska samtakanna er í höndum Georgs Kr. Lárussonar forstjóra Landhelgisgæslunnar og hefur Ísland þar með lykilhlutverki að gegna við að móta starfsemi samtakanna, stuðla að samræmingu milli aðila eftir því sem við á og koma á kerfi til upplýsingaskipta sem tengist heimasíðu samtakanna.

Tundurdufli eytt austan við Þorlákshöfn

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í Thorl_hofn_tunddufl1
gær bresku tundurdufli sem fannst sokkið í sand austan við Þorlákshöfn. Lögreglan á Selfossi tilkynnti duflið til stjórnstöðvar LHG á sunnudagskvöld. Eftir myndum að dæma var talið nokkuð öruggt að duflið væri tómt. Við nánari athugun kom í ljós að enn voru leifar af sprengiefni í duflinu og var það grafið upp og því eytt.

Varðskip færast nær Vestfjörðum vegna hættu á snjóflóðum

Þar sem hættuástandi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu hafa varðskip Landhelgisgæslunnar og danskt varðskip í nágrenni við landið, flutt sig nær Vestfjörðum en áætlað er að áhafnir skipanna æfi saman á morgun. Hitt íslenska varðskipið er einnig í viðbragðsstöðu.
Síða 1 af 2