Fréttayfirlit: 2019 (Síða 5)

TF-GRO kölluð út vegna flugvélar sem hlekktist á

TF-GRO-Svefneyjar

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna lítillar flugvélar sem hlekktist á í lendingu á Svefneyjum. Tveir voru um borð. Þeir eru komnir út úr vélinni og eru óslasaðir

Kafarar frá Landhelgisgæslunni kallaðir út til leitar

IMG_2202

Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn. Þeir bætast í hóp kafara frá björgunarsveitum og lögreglu sem leitað hafa í vatninu í dag. 

TF-LIF tók þátt í slökkvistörfum

Mosabruni-Laekjarvellir

Síðdegis á laugardag óskaði slökkviliðsstjórinn í Grindavík eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logaði í djúpum mosa austan Djúpavatns við Lækjarvelli. Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var send til að aðstoða við slökkvistarf og hefta útbreiðslu eldsins.

TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann

TF-LIF_8586_1200-Baldur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann á Eyjafjallajökul í hádeginu í dag. Þyrlan var nálægt vettvangi þegar beiðni um aðstoð barst vegna umferðarslyss við Skógafoss.

Annasamur dagur hjá Landhelgisgæslunni

Img_1272_1564253306662

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, varðskipsmenn á Þór og þyrlusveit LHG hafa haft í nógu að snúast það sem af er degi. Þyrlusveitin hefur farið í fjögur útköll og varðskipið Þór var kallað út vegna ferðamanna í vanda í Fljótavík.

Æft í Ísafjarðardjúpi

Image-17.png-2

Reglulega eru haldnar sameiginlegar æfingar með varðskips- og þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar. Slík æfing var haldin í Ísafjarðardjúpi síðdegis í gær en þar var varðskipið Þór á siglingu.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju

Image002_1563522091735

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu allt að 110 liðsmenn Bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fimm F16 orrustuþotur.

Veikur maður sóttur í farþegaskip

IMG_5449-2-

Varðskipið Týr sótti í nótt veikan mann um borð í farþegaskip norðaustur af Horni. Skömmu fyrir miðnætti hafði skipið samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir að eldri maður með mögulega heilablæðingu væri sóttur um borð í skipið og komið undir læknishendur í landi.

TF-GRO komin til landsins

IMG_1278

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin til landsins en hún lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þyrlan er önnur tveggja leiguþyrla sem Landhelgisgæslan tekur í notkun af gerðinni Airbus H225.

Þrjú loftför kölluð út vegna slasaðs skipverja

TF-LIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar auk þyrlanna Lífar og Eirar voru kallaðar út vegna slasaðs skipverja á togskipi. Útkallið var umfangsmikið enda var skipið statt djúpt NA af Langanesi.

TF-EIR sótti slasaðann mann

65304644_10157491908587384_3787726994007916544_n

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna slasaðs manns við Hornbjargsvita í Látravík. TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:24 og sótti manninn. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um 14:00 og var maðurinn fluttur þaðan með sjúkrabíl.

Vitatúr Týs

Hrolfssker

Varðskipið Týr kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag eftir sérlega vel heppnaða tveggja vikna ferð umverfis Ísland. Í ferðinni var unnið að eftirliti á ljósvitum og ljósduflum á 44 stöðum víðs vegar um landið í samvinnu við siglingasvið Vegagerðarinnar. 

Slökkvistörf æfð úr lofti

IMG_1897

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega slökkvistörf úr lofti með svokallaðri slökkviskjólu. Áhöfnin á TF-LIF hélt á slíka æfingu í dag við fisflugvöllinn á Hólmsheiði. Alls var fötunni sleppt átta sinnum en hún getur rúmað um 2000 lítra af vatni, sem var sótt í Langavatn að þessu sinni. Landhelgisgæslan fékk skjóluna fyrir rétt rúmum tólf árum, í kjölfar eldanna á Mýrum árið 2006. Skjólan er þó komin til ára sinna en þrátt fyrir það stóð hún fyrir sínu á æfingunni í dag sem heppnaðist afar vel. Vilbergur Flóvent Sverrisson sendi Landhelgisgæslunni nokkur myndskeið af æfingunni og gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni.

Fóru rúmlega 50 ferðir með 15 tonn af búnaði og gröfu á gúmmíbát

IMG_E9307
Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú í hringferð um landið þar sem ástand er athugað og almennu viðhaldi sinnt á vitum landsins. Ferðin er í samstarfi við siglingasvið Vegagerðarinnar en ástand hátt í 50 vita er kannað að þessu sinni. Um 15-19 tonn af smíðaefni, lögnum og öðrum búnaði voru tekin með við brottför frá Reykjavík sem flytja átti að fjörunni við Hornbjargsvita ásamt gröfu. Þar standa yfir framkvæmdir við vitavarðarhús sem Ferðafélag Íslands rekur.

Tillaga að deiliskipulagi

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Vélarvana í Hvalfirði

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:18 frá vélarvana gúmmíbáti í Hvalfirði. Björgunarsveitin á Akranesi var þegar í stað kölluð út ásamt björgunarbátnum Margréti. Sömuleiðis var óskað eftir aðstoð frá áhöfn Eldingar II en hún brást hratt og örugglega við og hélt á staðinn. Áhöfn Eldingar fann bátinn en björgunarsveitin frá Akranesi náði að losa hann af grynningu. Elding II dregur nú gúmmíbátinn til Reykjavíkur. Tveir voru um borð og sakaði þá ekki.

Síða 5 af 7