Fréttayfirlit: 2022 (Síða 3)

Áhöfnin á TF-GNA sótti veikan skipverja

TF-GNA-1_1628172909512

Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fyrir hádegi í dag vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem statt var um 80 sjómílur norður af Grímsey. 

Olíumengun frá fiskiskipi reyndist vera sprungið hvalshræ

Beitir-med-hvalshraeid-a-perunni-2

Nýverið barst Landhelgisgæslunni gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, sem gaf til kynna að olía væri að koma frá fjölveiðiskipinu Beiti TFES sem var að veiðum djúpt austur af landinu. Landhelgisgæslan fær gervitunglamyndir reglulega sendar bæði til að greina mengun og skipaumferð í efnahagslögsögunni.

Freyja máluð í Noregi

306724236_450367490455840_619561573320256730_n

Varðskipið Freyja er búið að fá kærkomna yfirhalningu í Noregi og er glæsilegt í litum Landhelgisgæslunnar. Skipið leggur af stað frá Noregi á miðvikudag og er væntanlegt til landsins um helgina.

Þyrludróni gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar

Dronaeftirlit-8-

Undanfarna mánuði hefur þyrludróni verið gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar. Um tilraunaverkefni er að ræða í samstarfi við Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA. Tilgangurinn með verkefninu er að kanna hvort og hvernig tæki sem þetta gagnist Landhelgisgæslunni við leit, björgun og eftirlit á hafinu.

Grjót flutt í Grímsey

Vardskipid-Thor-2022

Áhöfnin á varðskipinu Þór flutti í morgun 16 bretti af grjótskífum í landi á Grímsey. Alls er um 11 tonn af grjóti að ræða sem notað verður vegna byggingar á nýrri kirkju í eynni.

Áhöfnin á TF-SIF farin til eftirlits í Evrópu

TF-SIF_1662387036247

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hélt af landi brott í hádeginu og mun næstu vikur annast landamæraeftirlit við Ermasund á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu. 

Hálf öld frá 50 mílna útfærslunni

36-F-99-keyrir-fyrir-AEGIR-II

Í dag er hálf öld liðin frá því að íslensk stjórnvöld færðu fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur. Með útfærslunni hófst annað þorskastríðið og togvíraklippunum var beitt í fyrsta sinn með góðum árangri.

Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikill æfingu á Svalbarða

301309311_1083722632537647_9002082768575373632_n

Í vikunni hefur umfangsmikil björgunaræfing farið fram um borð í farþegaskipinu MV Quest undan ströndum Longyearbyen á Svalbarða. Æfingin er hluti af samstarfsverkefninu ARCSAR sem Landhelgisgæslan tekur þátt í ásamt öðrum björgunaraðilum, háskólum og einkafyrirtækjum.


Þyrlusveit kölluð út vegna fiskibáts sem rak upp í berg

20220826_094137

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall laust eftir klukkan níu í morgun. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smábátahöfninni í Reykjanesbæ. 

Eldur kom upp í togbáti

TF-EIR-a-flugi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í gærkvöld eftir að eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem staddur var úti fyrir Patreksfirði.

Freyja máluð í Noregi

Kviin-er-22-metra-breid-en-Freyja-20

Varðskipið Freyja er nú komið í slipp í Stavanger í Noregi þar sem það verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar.

Ægir og Týr kvödd með viðhöfn

_90A2862

Söguleg tímamót urðu hjá Landhelgisgæslu Íslands í gær þegar formlega var gengið frá sölu varðskipanna Týs og Ægis og þau afhent nýjum eiganda. Afsal vegna sölu skipanna var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og að undirritun lokinni fór fram virðuleg kveðjuathöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn. 

Tvær þyrlur kallaðar út vegna veikinda og neyðarblyss

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0141

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á ellefta tímanum í gær, annars vegar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi úti fyrir Eyjafirði og hins vegar vegna neyðarblyss sem sást yfir Blátindi í Vestmannaeyjum.

Danir annast loftýmisgæslu við Ísland

Danir-loftrymisgaesla

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar danska flughersins. Þetta er í fimmta sinn sem Danir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi, síðast árið 2018.

Brýr fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0030_snyrt

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, tók í gær þátt í afar skemmtilegu samfélagsverkefni á Austurlandi þegar brúarbitar, göngubrú og vatnstankar voru flutt með þyrlunni.

5 tonn af rusli flutt með Þór

Image_67204353

Um helgina tók áhöfnin varðskipinu Þór þátt árlega hreinsunarverkefni samtakanna Hreinni Hornstrandir.

Síða 3 af 7