Fréttayfirlit: 2023 (Síða 5)

Hafís 9 sjómílur frá Hornströndum

20230621_150646

Í fluginu kom í ljós að töluverð færsla er á ísnum sem sést vel þegar bornar voru saman gervitunglamyndir sem bárust í hádeginu í gær annars vegar og um klukkan sjö í gærkvöld hins vegar, auk upplýsinga sem komu fram í fluginu.

Landhelgisgæslan gaf í dag út nýtt sjókort af Vestfjörðum

20230621_131235_resized

Landhelgisgæslan gaf í dag út nýtt sjókort af Vestfjörðum sem nær yfir haf- og strandsvæðið frá Bjargtöngum að Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi. Kortið er númer 45 og ber heitið Bjargtangar – Stigahlíð.

Áhöfn Freyju æfði notkun á slökkvidælum skipsins

Image00002_1687260703588

Um borð í varðskipinu Freyju er öflugur slökkvibúnaður sem er afar mikilvægur ef eldur kemur upp um borð í skipum. Þessi afkastamikli búnaður er reglulega prófaður og áhöfn Freyju þjálfuð í notkun hans. 

Sendiherra Möltu heimsótti Landhelgisgæsluna

Sendiherra-Moltu-Audunn-F.-Kristinsson-og-GEorg-Larusson

Jesmond Cutajar, sendiherra Möltu gagnvart Íslandi, heimsótti Landhelgisgæsluna í Skógarhlíð í vikunni. Cutajar fékk kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og skoðaði sig um í stjórnstöðinni í Skógarhlíð. 

Skipstjóri fiskibáts sendi frá sér neyðarkall vegna leka

YD9A0962

Skipstjóri fiskibáts sendi frá sér neyðarkall eftir að leki kom að bátnum sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar á tíunda tímanum í morgun. Fiskibátar í grenndinni voru snöggir á staðinn og björgunarskipið á Patreksfirði dró bátinn til hafnar.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju vinnur að viðhaldi á vitum

348360391_172016532222454_7185111057094509385_n

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur undanfarið unnið að viðhaldi vita umhverfis landið í samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.

Æft með Björgunarfélagi Vestmannaeyja

DSC_9076

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og Björgunarfélag Vestmannaeyja héldu sameiginlega æfingu í Eyjum á laugardag. Fjórir liðsmenn björgunarfélagsins voru sóttir á flugvöllinn í Vestmannaeyjum og var flogið út í Elliðaey þar sem björgunarsveitarmönnunum var slakað úr þyrlunni í lykkju.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti farþega skemmtiferðaskips

20230608_154131

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi um miðjan dag í gær vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var suður af Vík í Mýrdal.

Þyrlusveit í þrjú útköll á undanförnum sólarhring

_S4I8076-Copy

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur á undanförnum sólarhring annast þrjú útköll, þar af tvö út á sjó.

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa

IMG_0574-2-

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í gærkvöld. Einn var um borð í bátnum. Hann hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og taldi ekki yfirvofandi hættu á ferðum en hæglætisveður var á svæðinu þegar báturinn strandaði.

Sjómannadagurinn 2023

Fridrik-Hoskuldsson_1685961243131

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í gær. Fjölmenni lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur þar sem gestum bauðst að sigla með varðskipinu Freyju. Hátt í 1500 manns nýttu sér tækifærið og sigldu með varðskipnu frá Reykjavík.  

Áhöfn Freyju tók tvo báta í tog

Freyja-utkall

Áhöfnin á varðskipinu Freyju aðstoðaði skipstjóra tveggja fiskibáta sem lentu í vandræðum þegar þeir voru á veiðum úti fyrir Rifi um hádegisbil í gær.

Baldur mælir við Strandir í sumar

20230525_155459_resized

Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur nú hafið árlegt úthald við dýptarmælingar vegna sjókortagerðar. Í sumar verður Baldur við mælingar við Strandir.

Landhelgisgæslan aðstoðar lögreglu við öryggisgæslu vegna leiðtogafundarins

TF-SIF-take-off

Dagurinn hefur verið eftirminnilegur og annasamur hjá Landhelgisgæslunni sem aðstoðar lögreglu við öryggisgæslu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fer í Reykjavík.

Bretar annast loftrýmisgæslu meðan á leiðtogafundinum stendur

LHG_1257

Í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík dagana 16.-17. maí sinnir flugsveit breska flughersins loftrýmisgæslu við Ísland. 

TF-SIF kölluð fyrr heim til landsins vegna leiðtogafundar

TF-SIF-Lendir

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu en vélin var kölluð fyrr til landsins úr verkefnum sínum fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu, vegna leiðtogafundarins í næstu viku.

Síða 5 af 7