Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Lóa bangsi tók þátt í eftirliti þyrlusveitar - 26.1.2024

422590712_907167624056837_8789580072497308534_n

Sex ára dóttir eins þyrluflugstjórans okkar stóð frammi fyrir erfiðu vali í gær.

Í skólanum var bangsastund og hún þurfti að velja á milli bangsanna Manna og Lóu um hvort þeirra fengi að fara með henni. Hún gat ómögulega gert upp á milli þeirra . 

Þyrlusveit flutti raflínur yfir hraun - 22.1.2024

_GSF1169-Copy

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og starfsfólk Landsnets fluttu rafmagnslínu yfir hraunbreiðuna með þyrlu LHG við Grindavík í gær. Verkefnið gekk sérlega vel og í kjölfarið tók við tengivinna við hjá HS Veitum og Landsneti.

Viðbragð vegna hamfara í Grindavík - 14.1.2024

_90A8538-Enhanced-NR

Óskað var eftir því að áhöfnin á varðskipinu Þór héldi í átt til Grindavíkur snemma í morgun þegar jarðhræringarnar norður af Grindavík hófust. Dróni varðskipsins hefur meðal annars verið notaður til að meta aðstæður í bænum og í nágrenni hans og komið upplýsingum til samhæfingarmiðstöðvar almannavarna í Skógarhlíð.

Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland næstu vikur - 12.1.2024

Torbjorn-Kjosvold

Flugsveit frá norska flughernum er væntanleg til landsins á mánudaginn til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland næstu vikurnar. Þetta verður í áttunda sinn sem Norðmenn leggja verkefninu lið, en norski flugherinn hafði síðast viðveru hérlendis í janúar og febrúar á síðasta ári.

Æfa björgun úr þyrlu í vatni - 11.1.2024

HUET_1704985674115

Allar þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar verða að gangast með reglulegu millibili undir svokallaða HUET-þjálfun og á það jafnt við um flugmenn, sigmenn, spilmenn og lækna. Markmiðið er að allir um borð séu undir það búnir að geta komist úr þyrlu sem þarf að lenda í sjó eða á vatni.

Metfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar 2023 - 8.1.2024

YD9A1016

Flugdeild Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2023. Alls var flugdeildin kölluð 314 sinnum út í fyrra, bæði á þyrlum og flugvél sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022.

Sólroði lýsti upp himininn - 8.1.2024

Freyja-solris

Útsýnið sem blasti við áhöfninni á varðskipinu Freyju var með fallegasta móti á norðausturhorninu þegar birta tók af degi. Varðskipið og áhöfn þess er við eftirlitsstörf umhverfis landið.

Annríki í stjórnstöð árið 2023 - 2.1.2024

Image00009_1704193726816

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa í nægu að snúast á vaktinni. Árið 2023 voru 58214 mál á hendi stjórnstöðvarinnar vegna lögbundinna verkefna á sviði leitar, björgunar, eftirlits og löggæslu.