Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Dómsmálaráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna - 30.6.2023

Image00003_1688128892120
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á fimmtudag á móti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki í nýju flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.
 
 

Landhelgisgæslan æfði með bandaríska sjóhernum - 27.6.2023

Droppaefing-a-Hunafloa-5-

Landhelgisgæslan og bandaríski sjóherinn æfðu saman leit og björgun á Húnaflóa í gær. Áhafnir TF-SIFJAR og varðskipsins Freyju tóku þátt í æfingunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar og áhöfn P8 flugvélar fyrir hönd sjóhersins.

Freyja flutti rusl frá Hornströndum - 26.6.2023

Image00003_1687785820940

Harðduglegur 20 manna hópur sjálfboðaliða safnaði rusli í 24 ,,saltpoka“ á Bolungarvík á Ströndum um helgina.

Samkomulag um fiskveiðieftirlit undirritað - 23.6.2023

Fiskistofa

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Ögmundur Haukur Knútsson, Fiskistofustjóri, undirrituðu þann 22. júní sl. samkomulag um samvinnu og samstarf í tengslum við fiskveiðieftirlit. 

Áhöfnin á TF-SIF aðstoðaði þyrlusveit í útkalli og fann báta sem sáust ekki lengur í kerfum Landhelgisgæslunnar - 22.6.2023

20230621_184712

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, þyrlusveit LHG auk varðstjóra í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í vikunni.

Guðríður í viðtali við sænska ríkisútvarpið - 22.6.2023

Gudridur-i-vidtali

Sænska ríkisútvarpið heimsótti Landhelgisgæsluna á dögunum í þeim tilgangi að afla upplýsinga fyrir umfjöllun um stöðu íslands innan Atlantshafsbandalagsins og hvernig eftirliti umhverfis landið er háttað.

Hafís 9 sjómílur frá Hornströndum - 22.6.2023

20230621_150646

Í fluginu kom í ljós að töluverð færsla er á ísnum sem sést vel þegar bornar voru saman gervitunglamyndir sem bárust í hádeginu í gær annars vegar og um klukkan sjö í gærkvöld hins vegar, auk upplýsinga sem komu fram í fluginu.

Landhelgisgæslan gaf í dag út nýtt sjókort af Vestfjörðum - 21.6.2023

20230621_131235_resized

Landhelgisgæslan gaf í dag út nýtt sjókort af Vestfjörðum sem nær yfir haf- og strandsvæðið frá Bjargtöngum að Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi. Kortið er númer 45 og ber heitið Bjargtangar – Stigahlíð.

Áhöfn Freyju æfði notkun á slökkvidælum skipsins - 20.6.2023

Image00002_1687260703588

Um borð í varðskipinu Freyju er öflugur slökkvibúnaður sem er afar mikilvægur ef eldur kemur upp um borð í skipum. Þessi afkastamikli búnaður er reglulega prófaður og áhöfn Freyju þjálfuð í notkun hans. 

Sendiherra Möltu heimsótti Landhelgisgæsluna - 20.6.2023

Sendiherra-Moltu-Audunn-F.-Kristinsson-og-GEorg-Larusson

Jesmond Cutajar, sendiherra Möltu gagnvart Íslandi, heimsótti Landhelgisgæsluna í Skógarhlíð í vikunni. Cutajar fékk kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar og skoðaði sig um í stjórnstöðinni í Skógarhlíð. 

Skipstjóri fiskibáts sendi frá sér neyðarkall vegna leka - 19.6.2023

YD9A0962

Skipstjóri fiskibáts sendi frá sér neyðarkall eftir að leki kom að bátnum sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar á tíunda tímanum í morgun. Fiskibátar í grenndinni voru snöggir á staðinn og björgunarskipið á Patreksfirði dró bátinn til hafnar.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju vinnur að viðhaldi á vitum - 16.6.2023

348360391_172016532222454_7185111057094509385_n

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur undanfarið unnið að viðhaldi vita umhverfis landið í samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.

Æft með Björgunarfélagi Vestmannaeyja - 12.6.2023

DSC_9076

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og Björgunarfélag Vestmannaeyja héldu sameiginlega æfingu í Eyjum á laugardag. Fjórir liðsmenn björgunarfélagsins voru sóttir á flugvöllinn í Vestmannaeyjum og var flogið út í Elliðaey þar sem björgunarsveitarmönnunum var slakað úr þyrlunni í lykkju.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti farþega skemmtiferðaskips - 9.6.2023

20230608_154131

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi um miðjan dag í gær vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi sem statt var suður af Vík í Mýrdal.

Þyrlusveit í þrjú útköll á undanförnum sólarhring - 7.6.2023

_S4I8076-Copy

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur á undanförnum sólarhring annast þrjú útköll, þar af tvö út á sjó.

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa - 6.6.2023

IMG_0574-2-

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í gærkvöld. Einn var um borð í bátnum. Hann hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og taldi ekki yfirvofandi hættu á ferðum en hæglætisveður var á svæðinu þegar báturinn strandaði.

Síða 1 af 2