Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur sinnir sjómælingum við Vestfirði - 30.6.2014

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hefur frá byrjun maí mánaðar verið við sjómælingar og ýmis önnur verkefni við Vestfirði og á Breiðafirði. Skipið hefur verið við mælingar fyrir nýtt sjókort sem er í vinnslu og mun það ná frá Bjargtöngum og norður í Ísafjarðardjúp. Reiknað er með að þessar mælingar standi fram í ágúst. 

Landhelgisgæslan við fiskveiðieftirlit með Fiskistofu - 20.6.2014

Leiftur2

Eins og tíðkast hefur undanfarin ár sinna Landhelgisgæslan og Fiskistofa sameiginlega fiskveiðieftirliti á grunnslóð. Fyrirkomulag eftirlitsins hefur komið vel út en það fer fram með harðbotna slöngubátnum Leiftri.  Er nú verið við eftirlit norður af Siglufirði.

Yngri kynslóðin kynnir sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 18.6.2014

Mikið er um að leikskólar, grunnskólar og tómstundanámskeið heimsæki Landhelgisgæsluna á þessum árstíma. Varðskipið Þór og flugdeildin fengu nýverið heimsóknir frá Útilífsskóla skátafélagsins Svana á Álftanesi, Leikskólanum Hamravöllum og Leikskólanum Vinagarði. Einnig komu nokkrir nemar frá 10. bekk grunnskóla í starfskynningar.

Samhæfingarstöð virkjuð og þyrla kölluð út þegar flugvél missti afl  - 16.6.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:14 tilkynning frá flugstjórn Isavia um Cessna flugvél, með einn mann um borð, sem missti afl á öðrum hreyfli, þegar hún var staðsett NV af Þórisvatni á leið til Egilsstaða. Ákveðið var að virkja Samhæfingarstöð í Skógarhlíð auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Bandarísk flugsveit hefur viðdvöl á Íslandi - 13.6.2014

Flugsveit bandaríska sjóhersins hefur viðdvöl á Íslandi næstu daga vegna æfinga og eftirlitsverkefna í framhaldi af reglubundinni loftrýmisgæsluvakt bandaríska flughersins. Gert er ráð fyrir að þrjár P-3 eftirlitsvélar ásamt áhöfnum og starfsliði, alls 100 manns, verði á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Varðskipið Ægir skiptir út ljósduflum - 13.6.2014

IMGP7011

Áhöfn varðskipsins Ægis vinnur nú að því að skipta út fimm ljósduflum sem komin eru til ára sinna. Ljósduflin, ásamt tilheyrandi búnaði, voru sótt í höfnina í Kópavogi og verður tveimur duflum komið fyrir í Hvalfirði, einu undan Akranesi og tveimur í Breiðafirði. Tveir starfsmenn frá siglingasviði Vegagerðarinnar taka þátt í verkefninu.

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur fór til aðstoðar bát sem var vélarvana - 12.6.2014

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 14:28 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá fiskibát sem fékk í skrúfuna og var vélarvana 18 sjómílur vestur af Akranesi. Ekki voru aðrir bátar að veiðum á svæðinu en Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar var skammt norðaustur af bátnum og hélt hann samstundis á staðinn. 

Þyrla LHG tekur áfram þátt í leit í Fljótshlíð - þurfti að hverfa frá vegna útkalls - 12.6.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun í dag taka þátt í áframhaldandi leit í Fljótshlíð að konu sem saknað hefur verið frá því á laugardag. Í gær leitaði þyrlan frá Bleiksmýrargili og niður að Markarfljótsbrú. Flognar voru nokkrar ferðir og var einnig lent við gilið og það skoðað ofan frá. Nauðsynlegt varð að hætta leit með þyrlu kl. 13:25 eftir að alvarlegt slys varð í Þjórsárdal. Var þyrlan komin á slysstað tæpum 20 mínútum eftir að útkall barst.

Þrjú þyrluútköll á fimm klukkustundum - 8.6.2014

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var nýlent eftir annað útkall dagsins þegar þriðja útkallið barst um kl. 21:00. Fisflugvél hafði brotlent við Hafnfjarðarey á Löngufjörum á Snæfellsnesi. Þar sem áhöfnin var nýlent leið ekki langur tíma þar til farið var að nýju í loftið, eða kl. 21:06. Flogið var beint á slysstað og lent kl. 21:30. 

Þyrla LHG kölluð út í tvígang - 7.6.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur úr öðru útkalli dagsins og er áætlað að hún lendi við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:20 með göngumann sem örmagnaðist á leið sinni niður af Hvannadalshnjúk. Björgunarfélagið á Höfn og Björgunarsveitin Kári í Öræfum voru einnig kallaðar út.  Þyrlan kom á slysstað rétt fyrir klukkan 19:00. 

Eldur kom upp í bát vestan við Straumnes - 6.6.2014

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:05 beiðni um tafarlausa aðstoð vegna elds um borð í fiskibát með þrjá menn um borð sem var staðsettur rétt vestan við Straumnes. Tveir menn voru þegar komnir upp á brúarþak bátsins. Bátar á svæðinu voru beðnir um aðstoð auk þess sem kallað var út allt tiltækt björgunarlið Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Ísafirði og Bolungarvík.   Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN var við umferðareftirlit við suðurströndina og var hún beðin um að fljúga strax á staðinn.

Árlegur fundur Landhelgisgæslunnar um leit og björgun sjófarenda og loftfara  - 6.6.2014

Í gær var haldinn um borð í varðskipinu Þór árlegur fundur Landhelgisgæslunnar (LHG) með viðbragðsaðilum sem hlutverk hafa við leit og björgun sjófarenda og loftfara. Á fundinum var fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2013 og hvaða lærdóm megi af þeim draga. 

Ægir sinnir eftirliti á íslenska hafsvæðinu - 5.6.2014

IMGP7011

Varðskipið Ægir er nú við eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Með í för eru vísindamenn sem munu vera við botnsýnatöku og er í ferðinni gert er ráð fyrir að skipið muni sinna vinnu við ljósdufl ásamt almennum eftirlits- og löggæslustörfum. Meðalaldur áhafnar varðskipsins er með því lægra sem hefur sést á síðastliðnum árum.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt - 2.6.2014

Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðarhöldum Sjómannadagsins með ýmsum hætti. Þyrlur voru sýnilegar víða um land og starfsmenn hennar stóðu voru stóðu heiðursvörð við minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði þegar lagðir voru blómsveigar að minnisvarðanum. Einnig voru starfsmenn LHG viðstaddir messu á Hrafnistu.