Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Freyja og Francisca komnar til hafnar - 29.11.2021

Image00010_1638186480500

Varðskipið Freyja kom með flutningaskipið Franciscu til hafnar á Akureyri í gærkvöld. Þetta fyrsta verkefni varðskipsins gekk afar vel og voru skipin komin til hafnar fyrr en gert hafði verið ráð fyrir.

Fyrsta verkefni Freyju - 26.11.2021

Image00035

Varðskipið Freyja er nú með flutningaskipið Francisca í togi áleiðis til Akureyrar. Þetta er fyrsta verkefni varðskipsins Freyju sem hélt í sína fyrstu eftirlitsferð fyrr í vikunni en skipið kom til landsins þann 6. nóvember. Bilun kom upp í flutningaskipinu og var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju sem mun draga skipið til Akureyrar. Skipin lögðu af stað frá Straumsvík um klukkan sjö í kvöld og er áætlað að þau verði komin til Akureyrar á aðfaranótt mánudags.

Nýir þjálfarar útskrifaðir - 25.11.2021

Thjalfarar

Á dögunum luku fjórir hásetar á varðskipum Landhelgisgæslunnar þjálfaranámskeiði í víkingaþreki hjá íþróttafélaginu Mjölni. Þetta eru þeir Bergþór Lund, Gísli Freyr Njálsson, Jón Kristján Jónsson og Valur Heiðar Einarsson. Námskeiðið fór fram undir styrkri handleiðslu Böðvars Tandra Reynissonar, yfirþjálfa og íþróttastjóra Mjölnis.

Fyrsta ferð Freyju - 23.11.2021

Freyja-Reykjavik

Varðskipið Freyja lagði af stað í sína fyrstu eftirlitsferð um Íslandsmið í kvöld. Undanfarna daga hefur áhöfn skipsins, tæknifólk og aðrir sérfræðingar verið í óða önn að undirbúa skipið fyrir löggæslu-, eftirlits- og björgunarstörf. 

Týr kominn til Reykjavíkur eftir síðasta túrinn - 15.11.2021

Tyr-og-Freyja

Varðskipið Týr kom úr sinni síðustu eftirlitsferð fyrir Landhelgisgæslu Íslands í morgun þegar skipið lagðist að bryggju við Faxagarð í Reykjavík. Týr hefur leikið afar stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar undanfarna áratugi.

Freyja kemur til Reykjavíkur - 8.11.2021

_O0A5650

Varðskipið Freyja leggst að Faxagarði í Reykjavík um klukkan 16 í dag. Næstu daga verður tölvukerfi sett upp í Freyju sem og annar búnaður sem tilheyrir störfum Landhelgisgæslunnar. Auk þess verður björgunarbúnaður fluttur af varðskipinu Tý yfir í Freyju. 

Freyja komin til landsins - 8.11.2021

_O0A5842

Varðskipið Freyja lagðist að bryggju á Siglufirði á öðrum tímanum í dag eftir fimm daga siglingu frá Rotterdam. Fjölmargir lögðu leið sína á Hafnarbryggjuna á Siglufirði til að berja skipið augum þegar það kom til hafnar í fylgd varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Varðskipið Freyja kemur til Siglufjarðar í dag og áhöfnin skimuð af þyrlusveit - 6.11.2021

IMG_9767

Fyrsta æfing þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og áhafnarinnar á varðskipinu Freyju fór fram í gær þegar skipið var austur af landinu. Áhöfnin tók á móti sigmanni og lækni þyrlunnar á þilfari skipsins sem framkvæmdu PCR-próf á áhöfninni fyrir komuna til Siglufjarðar. Samspil þyrlusveitar og áhafnar Freyju gekk hratt og vel fyrir sig.

Íslenski fáninn dreginn að húni á Freyju - 1.11.2021

Image00010_1635793809821

Einar H. Valsson, skipherra, dró íslenska fánann að húni á varðskipinu Freyju í fyrsta sinn í morgun að viðstaddri áhöfn skipsins. Í kjölfarið dró Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður, stafnfánann upp. Þá var bráðabirgðamerkingu komið upp með nafni skipsins þar sem ekki tókst að koma varanlegu merkingunum til Rotterdam í tæka tíð.