Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sigurður Þ. Árnason látinn - 31.10.2023

3-Sigurdur-Th.-Arnason-skipherra

Sig­urður Þorkell Árna­son, fyrr­ver­andi skip­herra hjá Land­helg­is­gæsl­unni er látinn, 95 ára að aldri.

Mikill viðbúnaður var vegna neyðarsendis frá flugvél í Fljótavík - 31.10.2023

TF-GRO

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni, björgunarsveitum og lögreglu vegna neyðarboðs sem kom frá eins hreyfils flugvél í Fljótavík á þriðja tímanum í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk neyðarboð frá vélinni klukkan 14:39. 

Viðbúnaður vegna leka í vélarúmi fiskiskips - 28.10.2023

TF-GRO-i-fallegu-solarljosi

Síðdegis í gær hafði fiskiskip sem var að veiðum í Húnaflóa samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að talsverður leki væri í vélarúmi skipsins. Skipið sigldi að lokum fyrir eigin vélarafli til hafnar.

Landhelgigsæslan prófar lausn sem byggir á gervigreind - 26.10.2023

Image00001_1698333408292

Landhelgisgæslan hefur undanfarin tvö ár tekið þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Markmiðið með verkefninu er að auka stöðuvitund og árvekni á sjó en verkefnið er fjármagnað af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon 2020. Að því starfa 20 samstarfsaðilar frá 12 Evrópulöndum.

Bleika slaufan áberandi hjá Landhelgisgæslunni - 20.10.2023

Reynir-og-Georg

Bleiki dagurinn er í dag og starfsfólk Landhelgisgæslunnar íklætt bleiku gæddi sér á bleikum eftirréttum í tilefni dagsins.

Bandaríkjamenn annast loftýmisgæslu - 19.10.2023

_S4I6957

Von er á bandarískri flugsveit til landsins á morgun til að sinna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Flugsveitin kemur til landsins frá Þýskalandi, með fjórar F-16 herþotur og 120 liðsmenn.

Öldumælidufl lagt út við Straumnes - 16.10.2023

Oldumaelidufl

Áhöfnin á varðskipinu Freyju lagði út öldumælidufl við Straumnes á dögunum. Vel gekk að koma duflinu á sinn stað. Þegar verkinu var lokið heyrðist vel í því auk þess sem það sendi upplýsingar inn á vef Vegagerðarinnar.

Þyrlusveit hífði dekk og forseta - 11.10.2023

Gudni-Th-Johannesson-i-thyrlu-Landhelgisgaeslunnar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í björgunaræfingu með áhöfninni á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við Bessastaði í dag. Sigmaður þyrlunnar seig niður til forsetans sem var staddur í fjörunni yst á nesinu, klæddi forsetann í björgunarlykkju og hífði hann að því búnu um borð í þyrluna.

Landhelgisgæslan hvetur til að hugað verði að skipum og bátum í höfnum - 9.10.2023

Oldulikan

Landhelgisgæslan vekur athygli á að stormspá er í gildi fyrir mið og djúp í kringum landið. Gert er ráð fyrir að vindur snúist til mjög hvassrar norðlægrar áttar seint í kvöld og í nótt og gera öldulíkön ráð fyrir mikilli ölduhæð norðan við landið á morgun og fram á aðfaranótt miðvikudags.

Freyja og Gná fylgdu Stellu til hafnar - 3.10.2023

IMG_1727

Landhelgisgæsla Íslands óskar björgunarsveitinni Sæbjörgu innilega til hamingju með björgunarbátinn Stellu sem vígður var við hátíðlega athöfn á höfninni á Flateyri um helgina.