Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Tekinn við meintar ólöglegar veiðar á Faxaflóa - 30.4.2011

Landhelgisgæslan tók í dag hrefnubát að meintum ólöglegum veiðum á Faxaflóa. Báturinn var að veiðum á svæði sem honum er óheimilt að veiða á. Bátnum var vísað til Hafnarfjarðar þar sem mál hans verður tekið fyrir af viðkomandi lögreglustjóra.

Rússar og Spánverjar við veiðar - 29.4.2011

Sif_eftirlitsbunaður

Við eftirlitsflug Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar í dag var komið að sex rússneskum og einum spænskum togara að veiðum á Reykjaneshrygg á úthafskarfaveiðisvæði en samkvæmt reglum Norðaustur Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar-NEAFC,  mega úthafskarfaveiðar ekki hefjast fyrr en 10 maí.

TF-SIF í eftirliti um SV-mið og djúp - 28.4.2011

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug um um SV-mið og djúp þar sem flogið af norður um með miðlínu milli Íslands og Grænlands, þaðan til austurs og inn Eyjafjörð. Samtals voru átta erlend skip komin til veiða á Reykjaneshrygg

Útkall þyrlu eftir óhapp í Reykjadal - 26.4.2011

TFLIF_2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:35 í gær eftir að óhapp varð í Reykjadal, upp af Hveragerði. Björgunarsveitin í Hveragerði var á leið á staðinn en þar sem löng gönguleið var frá slysstað, var ákveðið að óska eftir bráðaflutningi með þyrlu. Þyrluáhöfn var stödd á flugvelli og fór þyrlan í loftið kl. kl. 18:49

Bátur hætt kominn norður af Ströndum - 19.4.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 00:28 í nótt, á rás 16, aðstoðarbeiðni frá fiskibátnum Kópanesi sem var vélarvana, með tvo menn um borð norður af Ströndum. Var báturinn um  6-7 sml. frá landi en nokkuð hvasst var á staðnum.

Þyrla LHG í útkall á Brjánslæk - 15.4.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:37 í gær beiðni  í gegnum Neyðarlínuna, þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, vegna manns sem fékk hjartastopp á Brjánslæk við Breiðafjörð. Svo vel vildi til að nærstaddir kunnu skyndihjálp.

Yfirlit aðgerðarsviðs LHG fyrir mars - 14.4.2011

Tyr_a

Samkvæmt yfirliti mars mánaðar frá aðgerðarsviði Landhelgisgæslunnar fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar í sex útköll, sjö gæsluflug og eitt hafísflug á tímabilinu. Fjögur útköll voru afturkölluð. Samtals fluttu þyrlur LHG fimm einstaklinga á sjúkrahús.TF-LÍF fór í 500 tíma skoðun sem áætlað að ljúki um miðjan aprílmánuð. Í mánuðinum hafði aðgerðarsvið  afskipti af smærri skipum og bátum vegna lögskráningarmála, haffæris og lögskráningar áhafna.

Þyrla þýska herskipsins Berlin á bakvakt - 13.4.2011

Berlin_13042011

Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verður á bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í kurteisisheimsókn í Reykjavík ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.. Við komuna til Reykjavíkur í fyrramálið eru fyrirhugaðar æfingar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um helgina er almenningi boðið að skoða skipin.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir mann sem slasaðist á Kili - 11.4.2011

GNA3_BaldurSveins
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 10:20 í morgun eftir að maður varð undir snjóhengju á Kili, rétt sunnan við Hvítárvatn. TF-GNA fór í loftið kl. 10:54. Þyrlulæknir var í sambandi við sjúkrabifreið sem kominn var að Sandá á Kili og beið björgunarsveitar sem ferjaði manninn á staðinn.

Fjölgar í hópi kafara Landhelgisgæslunnar - 10.4.2011

JSWatchCrasy_vether_og_kofun_019

Tveir kafarar bættust nýverið í hóp kafara Landhelgisgæslunnar sem hafa réttindi til að stunda leitar- og björgunarköfun. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar afhenti Jóhanni Eyfeld, varðstjóra og Andra M. Johnsen, háseta B-réttindaskírteini kafara að loknu níu vikna þjálfunarferli.

Útkall þyrlu vegna bílslyss við Kirkjubæjarklaustur - 7.4.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl.16:36 beiðni um þyrlu Landhelgisgæslunnar frá 112  vegna alvarlegs bílslyss rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur. Fór TF-GNA í loftið kl. 17:05 og flaug með ströndinni þar sem mikill vindur og sandfok var á söndunum fyrir austan.

Fjórir bátar óskuðu eftir aðstoð - 7.4.2011

Um 400 bátar voru á sjó sl. þriðjudag sem er talsverð fjölgun frá því sem verið hefur enda ágætt veður og nýttu margir tækifærið til að fara til veiða. Voru bátarnir í misgóðu ástandi sem kom í ljós þegar fjórar aðstoðarbeiðnir bárust til Landhelgisgæslunnar

Reykköfunaræfing með SHS um borð í v/s ÆGIR - 1.4.2011

Fyrir skömmu var haldin reykköfunaræfing um borð í varðskipinu TÝR með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). SHS sér um þjálfun á reykköfururm fyrir nemendur Brunamálaskólans og var ákveðið að setja upp verkefni um borð í varðskipinu, eins og um brennandi skip, úti á rúmsjó, væri að ræða.