Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Síðasta flug Jakobs Ólafssonar - 27.11.2023

Jakob-3

Jakob Ólafsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk farsælum ferli þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á flugvellinum í Catania nú síðdegis. Um þessar mundir er TF-SIF og áhöfn hennar við störf á Ítalíu fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins og því var síðasta flug Jakobs farið þaðan. Jakob hefur verið flugmaður hjá Landhelgisgæslunni frá árinu 1987.

Upprifjun á umfjöllun ÍSOR frá 2020 - 16.11.2023

399653017_915057000413446_601372464890411981_n

Í ljósi atburðanna við Grindavík undanfarna daga og vikur er ástæða til að rifja upp umfjöllun ÍSOR frá því í upphafi umbrotahrinunnar í febrúar 2020. Goshrinan, sem nefnd hefur verið Reykjaneseldar, gekk yfir á árabilinu 1210-1240, það er fyrir um 800 árum.

Freyja komin í stað Þórs og er til taks úti fyrir Grindavík - 15.11.2023

Freyja-Grindavik

Áhöfnin á varðskipinu Freyju annast nú eftirlit úti fyrir Grindavík og er þar til taks ef á þarf að halda. Freyja kom á svæðið síðdegis í gær og leysti varðskipið Þór af hólmi sem hefur verið þar í viðbragðsstöðu síðan á föstudagskvöld.

Fjörutíu ár liðin frá því að TF-RAN fórst - 9.11.2023

Jens-Sigurdarson-Helgi-Rafnsson-Johann-Eyfeld-Johannes-Johannesson-TF-RAN-Jokulfirdir-2

Í dag eru fjörutíu ár liðin síðan TF-RAN, þyrla Landhelgisgæslunnar, fórst í Jökulfjörðum með allri áhöfn. Slysið varð skömmu eftir flugtak þyrlunnar frá varðskipinu Óðni undan Kvíum á Jökulfjörðum að kvöldi 8. nóvember 1983.

Sex útköll þyrlusveitarinnar um helgina - 5.11.2023

Tunfiskskipid

Helgin hefur verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt sex útköllum um helgina, þar af voru tvö þeirra sjúkraflutningar á sjó.

Æfing Þórs og Brimils í Færeyjum - 1.11.2023

Thor-og-Brimil

Áhafnir varðskipanna Þórs og Brimils héldu sameiginlega æfingu í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Einn hluti æfingarinnar gekk út á að taka Brimil á síðu Þórs og færa það að bryggju.