Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áramótaannáll LHG 2017 - 29.12.2017

Árið 2017 var merkilegt fyrir ýmissa hluta sakir og verkefnin sem starfsfólk Landhelgisgæslunnar fékkst við vægast sagt margvísleg. Annáll Landhelgisgæslunnar ber þetta með sér en í honum er stiklað á stóru í starfseminni á því herrans ári 2017. 

Vélarvana bátur nærri Rifi - 28.12.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun beiðni um aðstoð frá báti með bilaða vél skammt frá Rifi. Bátur sem var í grenndinni kom fljótt á vettvang og tók hann í tog uns bátur og skip björgunarsveitarinnar á staðnum tók við. Þyrla var kölluð út en aðstoð hennar var svo afturkölluð. 

Öll loftför LHG kölluð út - 28.12.2017

Thyrlur-Klaustur

Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar og flugvélin TF-SIF voru kölluð út vegna alvarlegs rútuslys sem varð rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur í gærmorgun. Afar sjaldgæft er að öll loftför stofnunarinnar séu kölluð út með þessum hætti. 

Bátur strandaði á Breiðafirði - 28.12.2017

Farþegabátur steytti á skeri skammt austan Stykkishólm síðdegis í gær. Öllum um borð var bjargað heilu og höldnu í farþegaskipið Særúnu. Þyrlan TF-LIF hélt vestur en aðstoð hennar var svo afturkölluð. 

LHG óskar ykkur gleðilegra jóla - 28.12.2017

Landhelgisgæsla Íslands og starfsfólk hennar óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Rólegt var á Íslandsmiðum yfir hátíðarnar. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var aðeins eitt íslenskt skip á sjó á tólfta tímanum á aðfangadag. Flugvélin TF-SIF kom heim í hádeginu á aðfangadag úr verkefnum fyrir Frontex í Miðjarðarhafi.

Leitarköfun á stysta degi ársins - 22.12.2017

Hafið í kringum Ísland er bæði dimmt og kalt og alveg sérstaklega á þessum árstíma þegar sólargangurinn er hvað stystur og hitastigið lægst. Þrír kafarar í köfunarsveit Landhelgisgæslunnar nýttu þessar óblíðu aðstæður til æfinga í gær, á vetrarsólstöðum. 

Slasaður sjómaður sóttur til Eyja - 20.12.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í nótt slasaðan sjómann frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Maðurinn slasaðist um borð í skipi sem var að veiðum suður af landinu. Stormur kom í veg fyrir að hægt væri að senda sjúkraflugvél til Eyja.

Þröstur Sigtryggsson jarðsunginn - 20.12.2017

Þröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslu Íslands, var jarðsunginn í gær. Hann andaðist þann 9. desember síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu, 88 ára að aldri. Samstarfsfélagar Þrastar hjá Landhelgisgæslunni voru líkmenn í útförinni sem gerð var frá Grafarvogskirkju.

Viðey RE-50 á heimleið - 11.12.2017

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar kom um helgina auga á sérstaklega glæsilegt skip á siglingu á austanverðu Miðjarðarhafi sem ástæða þótti til að kanna nánar. Um var að ræða nýjasta skipið í íslenska fiskiskipaflotanum, Viðey RE-50, á heimleið úr skipasmíðastöð í Tyrklandi.

Samgöngumálastjóri ESB sigldi með Óðni - 5.12.2017

Aðgerðabátur Landhelgisgæslunnar, Óðinn, heldur áfram að vekja athygli en fyrir helgi brá samgöngumálastjóri ESB sér í siglingu með honum. Rafnar ehf. smíðaði bátinn en hönnun hans þykir byltingarkennd. 

Standa rétt! Stíga fram! - 4.12.2017

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar rifjaði upp þjónustusiði, reglur um einkennisfatnað, siðareglur og sitthvað fleira á endurmenntunarnámskeiðum sem haldin voru fyrir skemmstu.