Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áhöfn Baldurs losaði dauðan hval sem festist í botnföstu tógi á Stakksfirði - 26.1.2023

20230125_143350_resized

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði dauðan hval á Stakksfirði í gær sem flækst hafði í kræklingaræktunarbúnaði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um hvalinn fyrr í vikunni. Hræið var orðið uppblásið og gat valdið hættu fyrir sjófarendur því það var í miðri siglingaleið milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar.

,,Andi Reykjavíkur“ lenti í Keflavík - 25.1.2023

Spirit-of-Reykjavik-kemur-til-landsins

P-8 leitarflugvél konunglega breska flughersins sem ber heitið Spirit of Reykjavík lenti á Keflavíkurflugvelli á dögunum. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli tóku vel á móti áhöfn vélarinnar sem æfði meðal annars með bandaríska sjóhernum auk þess sem hún fundaði með fulltrúum Landhelgisgæslunnar.

Forsetinn fór með Freyju í útkall - 24.1.2023

Gudni-Th.-Johannesson-um-bord-i-Freyju-og-fylgist-med-utkalli.-Fridrik-Hoskuldsson-skipherra

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var um borð í varðskipinu Freyju sem kallað var út vegna togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar sem varð aflvana út af Straumnesi. Til stóð að forsetinn og áhöfn varðskipsins yrðu viðstödd minningarathöfn vegna krapaflóðanna sem féllu á Patreksfjörð fyrir fjörutíu árum en þurftu að halda í útkallið áður en þangað var komið.

Athygli vakin á stækkandi straumi með nýju tungli - 20.1.2023

Sjavarfallatoflur-mynd

Landhelgisgæslan vekur athygli á að nú er stækkandi straumur með nýju tungli á morgun, laugardag, og verður stórstreymt á mánudaginn.

Norðmenn annast loftrýmisgæslu - 13.1.2023

F-35-KEFLAVIK2

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar norska flughersins. Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi en norski flugherinn var síðast hér á landi árið 2021.

Æft við góðar aðstæður - 12.1.2023

Image00006_1673522519855
Í janúar hafa verið góðar aðstæður til æfinga fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.
Hér má sjá Andra Jóhannesson, flugmann, og Daða Örn Heimisson, flugvirkja og spilmann, að störfum um borð í TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Viðbúnaður vegna flutningaskips sem varð aflvana - 9.1.2023

YD9A0949

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um aflvana flutningaskip á fimmta tímanum í morgun. Áhöfnin á varðskipinu Þór og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Sömuleiðis voru nálæg skip beðin um að halda á staðinn til aðstoðar sem og dráttarbáturinn Magni úr Reykjavík. 

10 fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar - 3.1.2023

TF-SIF-a-hofn

Alls voru tíu fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar vegna tveggja umferðarslysa í dag.Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á þriðja tímanum vegna umferðarslyss sem varð á Suðurlandsvegi við Öldulón. 

Metfjöldi útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar - 2.1.2023

_S4I7268_1672664291014

Flugdeild Landhelgisgæslunnar sinnti 299 útköllum árið 2022 og hafa þau aldrei verið fleiri. Af útköllunum 299 voru 156 þeirra vegna sjúkraflutninga og 115 vegna leitar eða björgunar. Um þriðjungur útkallanna voru farin á sjó sem er aukning frá fyrra ári.