Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áhöfnin á Freyju kölluð út vegna búrhvals sem rak á land - 29.3.2022

20220326_102449

Áhöfnin á varðskipinu Freyju var kölluð út um helgina til að kanna aðstæður við Bessastaði í Hrútafirði en þar hafði hval rekið á land. Áhöfnin sendi tvo léttbáta frá skipinu til að kanna aðstæður umhverfis hræið en um 15 metra langan búrhval var að ræða. 

Fluttur með þyrlu eftir að hafa fallið útbyrðis - 21.3.2022

Nota2_1600696453556

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Maðurinn var flutttur með þyrlu til Reykjavíkur.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tvívegis kölluð út - 17.3.2022

Walter-hifing

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var tvívegis kölluð út í gær vegna veikinda á Vesturlandi og slyss á Norðurlandi.

Áhöfn Þórs og þyrlusveit komu skipverjar til bjargar - 7.3.2022

Ahofn-Thors-leggur-af-stad-fra-vardskipinu

Skipstjóri grænlensks fiskiskips sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun og óskaði eftir aðstoð vegna veikinda eins skipverjans um borð. Varðskipið Þór var í grenndinni og hélt þegar á staðinn. Sjúkraflutningamenn úr áhöfn Þórs fóru frá varðskipinu á léttbát og sóttu sjúklinginn um borð í fiskiskipið. 

Þór og Gró komu fiskiskipi til bjargar - 7.3.2022

IMG_20220306_151754

Á sjötta tímanum í gær hafði skipstjóri á íslensku fiskiskipi samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð í kjölfar þess að snurpuvír hafði slitnað og einn um borð slasast. Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út en fiskiskipið var statt um 25 sjómílur norðvestur af Kópanesi.


Loftrýmisgæsla portúgalska flughersins hálfnuð - 3.3.2022

IMGL9683

Undanfarnar vikur hefur portúgalski flugherinn annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi. Loftrýmisgæslan er nú hálfnuð og um þessar mundir fara áhafnaskipti flugsveitarinnar fram. 

Mest traust borið til Landhelgisgæslunnar - 3.3.2022

Traustkonnun

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts almennings samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup sem birtust í dag. 87% þjóðarinnar ber mikið traust til Landhelgisgæslunnar. 

Mikill viðbúnaður Landhelgisgæslu vegna flutningaskips í vanda - 2.3.2022

Stjornstod-LHG_1600695887473

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá erlendu flutningaskipi á sjöunda tímanum í gærmorgun sem var á leið frá Sandgerði til Evrópu en töluverður leki var kominn að skipinu. Betur fór en á horfðist.