Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Æfingin Northern Challenge hlýtur viðurkenningu - 29.11.2012

NC2012_W1D3_Doug_Elsey_Photo_034_fhdr

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar hlaut í vikunni viðurkenningu NATO vegna æfingarinnar Northern Challenge sem Landhelgisgæslan hefur skipulagt og borið ábyrgð á síðastliðin tólf ár. Markmið æfingarinnar er að æfa viðbrögð við hryðjuverkatilfellum.

Þyrla LHG til aðstoðar við björgun verðmæta úr Jónínu Brynju - 28.11.2012

RGB_Sigm_1

Landhelgisgæslunni barst í gærmorgun beiðni frá tryggingafélagi Jónínu Brynju, sem strandaði við Straumnes síðastliðinn sunnudag, þar sem óskað var eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði fengin til aðstoðar við að bjarga verðmætum úr bátnum. Fólst aðstoðin í að koma mannskap með öruggum hætti á strandstað og vera öryggisins vegna til taks á svæðinu. 

Þyrla LHG aðstoðar lögreglu við eftirlit - 26.11.2012

Eftirlit

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 12:30 í gær og óskaði eftir aðstoð þyrlu LHG við eftirlit með rjúpnaskyttum innan bannsvæðis í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Var þyrla Landhelgisgæslunnar þá á leið í æfingaflug og var ákveðið að verða við þessari ósk enda er eitt af lögbundnum hlutverkum LHG að aðstoða við löggæslu á landi.

Voru klæddir í flotgalla - aðstæður nokkuð erfiðar - 25.11.2012

Thyrla_stjornklefi

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti í Reykjavík kl.22:40 í kvöld eftir að áhöfn hennar bjargaði tveimur skipverjum fiskibátsins Jónínu Brynju sem strandaði NV- af Straumnesi um klukkan sjö í kvöld. Að sögn flugstjóra þyrlunnar voru mennirnir staðsettir um eina sjómílu N- af Straumnesvita. Fundust þeir strax þegar á svæðið var komið en þeir voru klæddir flotgöllum í um 10 metra breiðri fjöru og  bátur þeirra brotinn í stórgrýttu flæðarmálinu.

Bátur strandar NV af Straumnesi - þyrla LHG sótti áhöfnina
- 25.11.2012

TF-LIF_8434_1200
Landhelgisgæslunni barst klukkan rúmlega sjö neyðarkall frá fiskibát sem var staðsettur NV- af Straumnesi, í nágrenni  Aðalvíkur. Tveir menn voru í áhöfn bátsins og náðu þeir að senda út neyðarkall til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem boðaði samstundis út björgunarskip - og báta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, nærstödd skip og báta auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Æfingar með köfurum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins - 23.11.2012

2010-10-15,-kofunaraefing-a

Sérgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar var nýverið við köfunaræfingar í Sandgerðishöfn með köfurum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Skipulag æfinganna var í umsjón Landhelgisgæslunnar en tilgangur þeirra var tvíþættur.

Starfsmenn LHG í endurmenntun hjá Slysavarnarskóla sjómanna - 23.11.2012

Saebjorg

Endurmenntunarnámskeið Slysavarnarskóla sjómanna var nýverið haldið um borð í Sæbjörgu fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Nauðsynlegt er fyrir starfsmenn varðskipanna að sækja slíkt námskeið í öryggisfræðslu á fimm ára fresti til að viðhalda þekkingu sinni

Fjölveiðiskip lenti í vandræðum innarlega í Breiðafirði - 20.11.2012

TF-LIF_8625_1200

Landhelgisgæslunni barst upp úr klukkan sex í morgun aðstoðarbeiðni frá fiskibátnum Þórsnesi II sem hafði tekið niðri á grynningu innarlega í Breiðafirði. Um kl. 07:44 tilkynnti skipstjóri Þórsness II að skipið hefði losnað að sjálfsdáðum af strandstað þegar flæddi að en háflóð verður um kl. 11:00 í dag.

Áhöfn þyrlu LHG tók þátt í minningarathöfn - 18.11.2012

Minningarathofn_fornarlumfslysa

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tók í morgun þátt í minningarathöfn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi  þar sem fórnarlamba umferðarslysa var minnst og heiðraðar voru þær starfsstéttir sem koma að björgun og aðhlynningu á vettvangi slysa.  Einnig voru viðstaddir þeir aðilar sem annast sálgæslu þeirra sem með einum eða öðrum hætti eiga um sárt að binda af völdum umferðarslysa.

Yfirmaður nýrra höfuðstöðva Dana í Nuuk heimsótti LHG - 16.11.2012

Þór - æfing við Grænland. Mynd Gassi.

Stig Østergaard Nielsen hershöfðingi, yfirmaður nýrra höfuðstöðva Dana fyrir björgunar- öryggis- og varnarmál á Norðurslóðum - Arktisk Kommando, heimsótti í dag Landhelgisgæsluna. Arktisk Kommando (MRCC Grønland - Joint Arctic Command) varð nýverið til við sameiningu stjórnstöðvanna á Grænlandi og í Færeyjum.

Mynd frá sjómælingum við Surtsey komst í úrslit - 15.11.2012

Surtsey

Tvær myndir sem unnar voru af starfsmönnum sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar komust nýlega í úrslit alþjóðlegrar samkeppni sem haldin var um myndir í almanak 2013 fyrir Caris sem þróar hugbúnað fyrir úrvinnslu mæligagna og framleiðslu á sjókortum.

Búist vóvenjumiklu stórstreymi - 14.11.2012

Þór í óveðri við Reykjavíkurhöfn

Landhelgisgæsla Íslands vekur athygli á að samfara slæmri veðurspá og um 972 mb loftþrýstingi verður óvenju mikil sjávarhæð næstu daga . Umráðamenn skipa, báta og hafna eru beðnir um að hafa varann á.  Á þetta sérstaklega við um hafnir SV-lands. 

Þyrla kölluð út eftir bílslys í Húnavatnssýslu - 13.11.2012

TF-LIF_8586_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:30 eftir að bílslys varð í Vestur - Húnavatnssýslu. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:51 og ók sjúkrabíll til móts við þyrluna sem lenti við Staðarskála í Hrútafirði kl. 19:40.

Sjávarfallatöflur og sjávarfallaalmanak komið út - 9.11.2012

Sjavarftoflur_almanak

Landhelgisgæslan hefur nú gefið út sjávarfallatöflur fyrir árið 2013. Í þeim er reiknaður tími og hæð flóðs og fjöru í Reykjavík, á Ísafirði, Siglufirði og Djúpavogi ásamt upplýsingum um tíma- og hæðarmun sjávarfalla í mörgum öðrum höfnum í landinu. Einnig er Sjávarfallaalmanakið 2013  komið út.

Línubátur með tvo menn um borð fékk á sig brotsjó - 8.11.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:40 aðstoðarbeiðni frá línubátnum Steinunni HF108  sem hafði fengið á sig brotsjó um 20 sml. NV-af Rit, við mynni Ísafjarðardjúps. Tveir menn eru í áhöfn bátsins. Afli og veiðarfæri höfðu kastast til og fékk báturinn á sig slagsíðu. Landhelgisgæslan hafði samstundis samband við nærstödd skip og báta og bað þau um að halda á staðinn.

Áhöfn samhæfingarstöðvar heimsótti varðskipið Þór - 8.11.2012

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Ýmis viðbragðsaðilar hafa á síðastliðnum mánuðum komið um borð og kynnt sér getu og búnað varðskipsins Þórs. Voru gestirnir afar ánægðir með góðar viðtökur og kynningu. Mjög mikilvægt er fyrir þá aðila sem sinna viðbragðsmálum á Íslandi að þekkja vel til getu og búnaðar varðskipsins.

Síða 1 af 2