Fréttayfirlit
2024
2023
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2022
desember, nóvember, október, september, ágúst, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2021
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2020
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2019
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2018
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2017
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2016
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2015
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2014
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2013
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2012
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2011
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2010
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2009
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2008
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2007
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
Eftirlit í blíðskaparveðri
Áhöfnin á varðskipinu Þór nýtti tækifærið og sinnti eftirliti við Reykjaneshrygg í blíðskaparveðri fyrr í vikunni. Að undanförnu hafa meðal annars þýsk, eistnesk, rússnesk og íslensk skip verið við veiðar á svæðinu en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur einnig verið við eftirlit á þessum slóðum. Meðal þess sem varðskipsmenn könnuðu var hvort aflinn væri rétt skráður og reyndist svo vera.
Áhöfnin á Þór fjarlægði rekald úr sjó
Áhöfn flutningaskips sem var á leið frá landinu tilkynnti varðskipinu Þór um rekald á sjó vestan við Sandgerði í vikunni. Áhöfn varðskipsins brást hratt og örugglega við beiðninni og fjarlægði rekaldið úr sjónum. Þarna var á ferðinni plaströr með járni á endunum sem hefði geta reynst smærri skipum hættulegt.
Viðburðaríkir sólarhringar
Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, skipverjar á varðskipinu Tý og áhöfn Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar, hafa haft í nógu að snúast undanfarna tvo sólarhringa.
Fjórtán fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar
Fjórtán voru fluttir slasaðir með loftförum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og Akureyri eftir rútuslys sem varð við Hof í Öræfum.
Flengur dró fiskibát til hafnar
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á tólfta tímanum í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna úti fyrir Vatnsleysuströnd. Áhöfnin á varðskipinu Tý, sem var við æfingar skammt frá, brást hratt við beiðninni og fór til aðstoðar á léttbátnum Fleng sem dró bátinn til hafnar. Tveir voru um borð í fiskibátnum en þeim varð ekki meint af.
Gátlisti fyrir strandveiðar
Strandveiðar hófust í vikunni og eins og alltaf skiptir öllu máli að huga að örygginu. Samgöngustofa og Siglingaráð hafa útbúið stórgóðan gátlista með öllu því helsta sem vert er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda og auka líkur á ánægjulegri sjóferð. Listann má finna í hlekknum hér að neðan. Góða ferð!
Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi
Landhelgisgæslan hefur fengið mannlausan dróna til notkunar sem gerður er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar en loftfarið verður hér á landi í þrjá mánuði. Á tímabilinu verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.