Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Eftirlit í blíðskaparveðri - 29.5.2019

61287477_2315945961954657_2760145249417297920_n

Áhöfnin á varðskipinu Þór nýtti tækifærið og sinnti eftirliti við Reykjaneshrygg í blíðskaparveðri fyrr í vikunni. Að undanförnu hafa meðal annars þýsk, eistnesk, rússnesk og íslensk skip verið við veiðar á svæðinu en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur einnig verið við eftirlit á þessum slóðum. Meðal þess sem varðskipsmenn könnuðu var hvort aflinn væri rétt skráður og reyndist svo vera.

Áhöfnin á Þór fjarlægði rekald úr sjó - 24.5.2019

IMG_6578

Áhöfn flutningaskips sem var á leið frá landinu tilkynnti varðskipinu Þór um rekald á sjó vestan við Sandgerði í vikunni. Áhöfn varðskipsins brást hratt og örugglega við beiðninni og fjarlægði rekaldið úr sjónum. Þarna var á ferðinni plaströr með járni á endunum sem hefði geta reynst smærri skipum hættulegt.

Viðburðaríkir sólarhringar - 18.5.2019

IMG_3302-20-282-29

Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, skipverjar á varðskipinu Tý og áhöfn Sifjar, flugvélar Landhelgisgæslunnar, hafa haft í nógu að snúast undanfarna tvo sólarhringa.

Fjórtán fluttir með loftförum Landhelgisgæslunnar - 18.5.2019

Hof

Fjórtán voru fluttir slasaðir með loftförum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og Akureyri eftir rútuslys sem varð við Hof í Öræfum.

Flengur dró fiskibát til hafnar - 7.5.2019

IMG_2962-2-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á tólfta tímanum í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna úti fyrir Vatnsleysuströnd. Áhöfnin á varðskipinu Tý, sem var við æfingar skammt frá, brást hratt við beiðninni og fór til aðstoðar á léttbátnum Fleng sem dró bátinn til hafnar. Tveir voru um borð í fiskibátnum en þeim varð ekki meint af. 

Gátlisti fyrir strandveiðar - 3.5.2019

Gatlistibanner

Strandveiðar hófust í vikunni og eins og alltaf skiptir öllu máli að huga að örygginu. Samgöngustofa og Siglingaráð hafa útbúið stórgóðan gátlista með öllu því helsta sem vert er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda og auka líkur á ánægjulegri sjóferð. Listann má finna í hlekknum hér að neðan. Góða ferð!

Mannlaus dróni tekinn í notkun á Íslandi - 3.5.2019

Droni1

Landhelgisgæslan hefur fengið mannlausan dróna til notkunar sem gerður er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA, Siglingaöryggisstofnunar Evrópu, og Landhelgisgæslunnar en loftfarið verður hér á landi í þrjá mánuði. Á tímabilinu verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.