Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Eyddu sprengju í Vestmannaeyjum - 30.3.2007

sprengja Dala-Rafn VE 290307

Föstudagur 30. mars 2007.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru í gær með þyrlu til Vestmannaeyja og eyddu sprengju sem hafði komið í net togskipsins Dala-Rafns frá Vestmannaeyjum.

Litlir söngvasveinar og meyjar í heimsókn í flugdeild - 28.3.2007

Leikskólinn Bæjarborg í heimsókn í flugdeild (II) 280307
Miðvikudagur 28. mars 2007.
Það var skemmtilegur hópur frá leikskólanum Bæjarbóli í Garðabæ sem heiðraði flugdeild Landhelgisgæslunnar með nærveru sinni í morgun. Börnin og leikskólakennarar skoðuðu þyrlurnar og flugvélina og tóku síðan lagið fyrir starfsfólk flugdeildar. Almenn ánægja var með þessa skemmtilegu heimsókn.

Ferðalangar brugðust rétt við er þeir fundu tundurdufl - 27.3.2007

tundurdufl_mars_2007_gusti_og_fundarmenn
Þriðjudagur 27. mars 2007.
Ferðalangar sem fundu tundurdufl á Starmýrarrifi við Álftafjörð eystri brugðust hárrétt við en þeir tóku stað á duflinu og létu varðstjóra Landhelgisgæslunnar í Vaktstöð siglinga strax vita

Ægir í ólgusjó - 27.3.2007

Ægir tekur dýfu 6 mars 2007
Þriðjudagur 27. mars 2007.
Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður sendi nýlega þessar skemmtilegu myndir af Ægi á siglingu og skýringar með.

Sjúkraflug björgunarþyrlunnar Lífar vegna vinnuslyss á Grundartanga - 26.3.2007

Sjukraflug í Brimil 2006
Mánudagur 26. mars 2007.
Líf sótti á laugardaginn mann sem hafði orðið fyrir vinnuslysi á Grundartanga og flutti á sjúkrahús.

Útkall um helgina - Þyrlan Líf og flugvélin Syn í björgunarflugi djúpt suður af landinu - 26.3.2007

TF-LIF-140604

Mánudagur 26. mars 2007.
Þyrlan Líf sótti slasaðan sjómann um borð í Kolmunnaskipið Guðmund VE í fylgd Synjar, Fokkerflugvélar Landhelgisgæslunnar.

Varðskip Landhelgisgæslunnar með Sólborgu RE-270 í togi á leið til Reykjavíkur - 20.3.2007

Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007
Þriðjudagur 20. mars 2007.
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú með dragnótarbátinn Sólborgu RE-270 í togi á leið til Reykjavíkur en báturinn varð vélarvana í dag um 0.8 sjómílur frá landi.

Þyrlurekstur Landhelgisgæslu Íslands - þróun og tillaga um framtíðarlausn - 20.3.2007

SIF_og_LIF
Þriðjudagur 20. mars 2007
Í dag gaf dómsmálaráðuneytið út fréttatilkynningu þar sem tillögur starfshóps um þyrlurekstur landhelgisgæslunnar eru raktar.

Þjálfun skipstjórnarmanns fyrir störf í flugdeild - 19.3.2007

Þjálfun skipstjórnarmanns - flugdeild

19. mars 2007.
Meðfylgjandi myndir voru teknar nýlega þegar Vilhjálmur Ó. Valsson stýrimaður/sigmaður var í grunnþjálfun sem sigmaður á þyrlu.

Tæki fyrir nýja flugvél Landhelgisgæslunnar skoðuð - 16.3.2007

MSS_SLAR_Image_080
Í síðustu viku fóru þeir Hafsteinn Heiðarsson flugstjóri, Ragnar Ingólfsson flugvirki og Auðunn Kristinsson yfirstýrimaður í eftirlitsflug með Dast-8 flugvél Transport Canada. Tilgangur ferðarinnar var að skoða FLIR “Forward Looking Infrared Camera” og SLAR “Side Looking Airborn Radar” flugvélarinnar sem eru sömu gerðar og LHG hefur áhuga á að setja í nýja eftirlitsflugvél stofnunarinnar.

Varðskip Landhelgisgæslunnar á leið til lands með tvo gáma Kársness í togi - 15.3.2007

Fimmtudagur 15. mars 2007.
Varðskip Landhelgisgæslunnar er nú á siglingu til lands með tvo gáma sem áhöfn björgunarþyrlunnar Lífar fann út af Garðskaga í morgun. Skip Atlantsskipa, Kársnes, fékk á sig brotsjó í gærkvöldi og missti gámana frá borði.

Aðstoð við flutningaskipið Barbarossa - 15.3.2007

Barbarossa

Fimmtudagur 15. mars 2007.

Undir lok síðustu viku fékk flutningaskipið Barbarossa frá Nassau á sig brotsjói 150 sjómílur suðvestur af Kötlutanga í aftakaveðri og fékk aðstoð frá vaktstöð siglinga og varðskipinu Ægi.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar í Líbanon - 15.3.2007

128469367-M
Fimmtudagur 15. mars 2007
Íslenska friðargæslan sendi tvo sprengjusérfræðinga frá Landhelgisgæslu Íslands og einn sjúkraflutningamann frá Slökkviliði Reykjavíkur fyrir u.þ.b. sex vikum til Líbanon til að aðstoða við sprengjueyðingu. Í Líbanon er mikið af ósprengdum sprengjum eftir stríð sem geisaði þar síðastliðið sumar.

Tveir menn létust í sjóslysi í nótt - 14.3.2007

14. mars 2007.
Landhelgisgæslan, lögreglan og rannsóknarnefnd sjóslysa rannsaka málið og atburðarásina í heild.

Hópur kvenna heimsótti varðskipin - 13.3.2007

Konur í heimsókn í varðskipunum

Þriðjudagur 13. mars 2007.

Fríður hópur kvenna sem tengjast starfsemi erlendra sendiráða á Íslandi heimsótti varðskipið Ægi og einnig varðskipið Óðinn þar sem skipin lágu við bryggju á Faxagarði á dögunum.

Nýtt sjókort af Reyðarfirði komið út - 13.3.2007

Sjókort nr. 716 af Reyðarfirði
Þriðjudagur 13. mars 2007.
Starfsfólk sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar hefur nú lokið vinnu við sjókort af Reyðarfirði og er það nýkomið út.
Síða 1 af 2