Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Vegna þyrluslyss í Noregi - 30.4.2016

Landhelgisgæslan sendir Norðmönnum samúðarkveðjur vegna þyrluslyssins í Noregi í gær. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að slysið hafi rekstrarleg áhrif á þyrlurekstur Landhelgisgæslunnar en hugur okkar er hjá Norðmönnum.

 

Umfangsmikil leit að skipi sem hvarf úr ferilvöktun - 30.4.2016

Landhelgisgæslan setti af stað umfangsmikla leit í gærkvöld, föstudag vegna fiskiskips sem hvarf úr ferilvöktunarkerfi.

Sjúkraflug þyrlu og flugvélar Landhelgisgæslunnar á Reykjaneshrygg - 27.4.2016

LIF1_HIFR

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan þrjú í dag beiðni um að sækja veikan sjómann um borð í rússneskan togara sem staddur var um 210 sjómílur suður af Reykjanesi. 

Loftrýmisgæsluverkefni bandaríska flughersins senn að ljúka - 26.4.2016

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, bandaríski flugherinn og aðrir þeir sem komið hafa að loftrýmisgæsluverkefni NATO hér á landi síðastliðnar vikur, komu saman í gær til að kveðja Bandaríkjamennina sem ljúka munu verkefninu í lok vikunnar.

Fjölbreytt verkefni flugvélar og þyrlu í dag - 22.4.2016

Þau eru fjölbreytt og mörg verkefnin sem áhafnir loftfara Landhelgisgæslunnar sinna í hverju flugi. Dagurinn í dag var ágætis dæmi um það en þá fóru bæði áhafnir flugvélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar í flug þar sem fjölmörgum verkefnum var sinnt.

Bátur strandar á Lönguskerjum í Skerjafirði - 21.4.2016

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um hálftólf tilkynning í gegnum fjarskiptamiðstöð lögreglu um strandaðan bát á Lönguskerjum í Skerjafirði. 

Samæfing björgunaraðila og útgerða skemmtiferðaskipa - 18.4.2016

Fulltrúar björgunaraðila og útgerða sem starfa á Norðurslóðum stóðu fyrir stórri sameiginlegri skrifborðsæfingu fyrir skemmstu þar sem æfð voru viðbrögð vegna farþegaskips með 300 farþega sem rak að landi eftir að eldur kom upp í vélarrúmi skipsins.

Fréttamenn frá NATO kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 15.4.2016

Fréttamenn á vegum NATO heimsóttu Landhelgisgæsluna á dögunum og kynntu sér starfsemina. Tóku þeir frábærar myndir sem sjá má í meðfylgjandi tengli.

Eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar svipast um eftir tveimur fiskibátum - 10.4.2016

Eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF var send í morgun út á Reykjaneshrygg vegna tveggja fiskibáta sem voru fyrir utan drægi ferilvöktunarkerfa og fjarskipta. Náði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar ekki í þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann - 9.4.2016

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um klukkan 17.25 beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs vélsleðamanns nálægt Hrafntinnuskeri.

Nemendur úr Kvennaskólanum í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni - 8.4.2016

Það var eldhress hópur nemenda úr Kvennaskólanum ásamt kennara sínum sem heimsótti Landhelgisgæsluna í dag til að kynna sér starfsemina og þá sér í lagi löggæslu- og eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar. 

Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikilli mengunarvarnaræfingu - 6.4.2016

Varðskipið Þór og sjómælingabáturinn Baldur tóku nýverið þátt í umfangsmikilli mengunarvarnaræfingu. Æfingin var verkleg og byggir á aðgerðaráætlun Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu frá september 2015 um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa.

Samstarfssamningur endurnýjaður milli Landhelgisgæslunnar og Joint Arctic Command - 6.4.2016

Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Kristinn Lárusson og Major-General Kim Jörgensen, yfirmaður Joint Arctic Command (sem stendur fyrir starfsemi danska sjóhersins og lofthersins á Grænlandi og Færeyjum) skrifuðu í gær undir endurnýjaðan samstarfssamning um leit og björgun, sameiginlegt eftirlit og öryggismál á hafsvæðinu milli Færeyja, Íslands og Grænlands.