Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Samband náðist við starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile - eiga bókað flug á mánudag - 28.2.2010

Sunnudagur kl. 23:15
Nýjar fréttir voru að berast frá Chile í gegnum Danmörku. Stuttu eftir kvöldmat tókst að ná símasambandi við einn Dananna sem starfar á vegum Landhelgisgæslunnar við skipasmíðina í Chile og koma til hans upplýsingum um flugáætlanir Unnþórs Torfasonar og Ragnars Ingólfssonar. Nú rétt í þessu náðist aftur samband við þennan sama aðila og var hann þá staddur í skipasmíðastöðinni.

Reynt eftir öllum leiðum að komast að nýju í samband við íslenska starfsmenn Landhelgisgæslunnar - 28.2.2010

Enn er unnið að því að koma íslenskum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar heim frá Chile. Þær upplýsingar hafa fengist að reynt verði að opna flugvöllinn í Concepcion á morgun, mánudag kl. 11:30 að staðartíma eða kl. 14:30 að íslenskum tíma.  Ekki hefur tekist að koma skilaboðum til starfsmannana um farmiða né konu sem tilbúin er til að aðstoða. Áríðandi er að þessum skilaboðum verði komið til þeirra ef þeir hafa samband í gegnum síma eða tölvu. 

Íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile heilir á húfi - 28.2.2010

Þær gleðifregnir bárust að ganga eitt aðfaranótt laugardagsins 28. febrúar að tveir íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile eru heilir á húfi og við góða heilsu. Þeim tókst að komast í örstutt símasamband og láta vita af sér.

Danskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile óhultir eftir jarðskjálftann - 27.2.2010

Nú rétt í þessu fengust þær fregnir gegnum Danmörku að eiginkona eins Dananna sem starfar í Chile á vegum Landhelgisgæslunnar, hefði frétt af honum í gegnum tölvupóst sem virðist endrum og sinnum virka. Gat hann staðfest að allir Danirnir væru heilir á húfi. Byggingar þær sem þeir dvelja í eru lítið skemmdar þó innanstokksmunir hafi skemmst. Eru Danirnir nú að freista þess að komast yfir í þann borgarhluta sem íslenskir starfsmenn Landhelgisgæslunnar dvelja í til að fá af þeim fregnir.

Ekki hefur náðst samband við starfsmenn Landhelgisgæslunnar á skjálftasvæðinu í Chile - 27.2.2010

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Chile klukkan rúmlega hálfsjö í morgun laugardag, að íslenskum tíma. Sex starfsmenn Landhelgisgæslunnar, þar af tveir Íslendingar eru í borginni Concepcion í Chile vegna smíði á nýju varðskipi. Eru þeir þar við vinnu við lokaáfanga smíðinnar. Auk Íslendinganna eru fjórir danskir eftirlitsmenn á vegum Landhelgisgæslunnar við störf á staðnum.

Ægir með brimlendingaræfingar. - 22.2.2010

Björgunaraðgerðir eiga sér sjaldnast stað í sléttum sjó, því er Brimlending_(6)nauðsynlegt að æfa þær við erfiðar aðstæður. Það gerði áhöfnin á Ægi fyrir skemmstu en markmið æfinganna er að menn þekki réttu handtökin, þekki bát og búnað, áhöfn bátsins og síðast en ekki síst eigin takmörk.

Tvö útköll á sunnudagsmorgun - 21.2.2010

TF-LIF-140604
Landhelgisgæslunni bárust á sunnudagsmorgun tvö útköll með stuttu millibili. Kl. 10:46 barst beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu vegna sjúklings með alvarleg brunasár eftir húsbruna í Stykkishólmi. Seinna útkallið var sent út kl. 11:05 þegar fiskibátur hafði samband við Landhelgisgæsluna. Var hann vélarvana NV-af Viðey og vantaði aðstoð strax.

Viðbúnaður vegna flugvéla á leið til landsins - 18.2.2010

Talsverður viðbúnaður var á miðvikudag þegar samband rofnaði við flugvélar innan íslenska flugstjórnarsvæðisins. Í fyrra skiptið var um að ræða flugvél á leið frá Odense til Keflavíkur sem kom síðan að nýju inn á radar og í seinna skiptið lítil flugvél sem síðast var í fjarskiptasambandi 50 sjómílur A- af Keflavíkur. Beðið var um útkall á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem síðan var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu.

Þýsk freigáta í Reykjavík - landsleikur við áhöfnina - 16.2.2010

Freigata Meckelnburg-Vorpommern
Þýska freigátan Meckelnburg-Vorpommern kom til Reykjavikur mánudaginn 15. febrúar en hún verður staðsett á Miðbakka meðan á heimsókn til Reykjavíkur stendur en hún er hér á landi í kurteisisheimsókn Freigátan verður opin almenningi þriðjudaginn 16. febrúar og miðvikudaginn 17. febrúar milli kl. 14:00 og 16:00.

Varðskipið TÝR heimsækir Hólmavík á 112 daginn - 12.2.2010

Varðskipið TÝR heimsótti Hólmavík á 112 daginn sem var Mynd1_Holmavikfimmtudaginn 11. febrúar. Við það tækifæri var haldin stutt kynning á Landhelgisgæslunni og starfsemi hennar í grunnskólanum á Hólmavík. Eftir kynningu héldu nemendur og starfsmenn skólans niður á bryggju þar sem bættust í hópinn nemendur og kennarar frá Drangsnesi og Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi. Síðust en ekki síst voru svo börnin á leikskólanum Lækjarbrekku sem ráku lestina.

Getur þú hjálpað þegar á reynir? - 10.2.2010

Logo1_112dagurinn2010
112-dagurinn verður haldinn víða um land fimmtudaginn 11. febrúar. Þema dagsins eru forvarnir og aðkoma að vettvangi slysa, veikinda og áfalla. Oftast kemur venjulegur borgari fyrst að vettvangi, tilkynnir um atburðinn og veitir fyrstu aðstoð. Þessi fyrstu viðbrögð geta skipt miklu um afdrif fólks og hvernig til tekst með björgun.

Varðskipið TÝR heimsækir Grímeyinga - 9.2.2010

Þriðjudaginn 9. febrúar óx mannfjöldi í Grímsey um heil 20% Vardskip6þegar varðskipið TÝR lagðist þar að bryggju. Við það tækifæri komu öll grunn- og leikskólabörn eyjarinnar ásamt kennurum í heimsókn um borð. Farið var um skipið í fylgd skipverja sem fræddu gestina um skipið og búnað þess.

Eftirlit Landhelgisgæslunnar með erlendum loðnuskipum á loðnumiðum djúpt austur af Dalatanga. - 7.2.2010

Mikill erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga TYR_lodnuveidar1vegna loðnuveiða Norðmanna djúpt undan Austfjörðum. Varðskip hefur verið við eftirlit á miðunum en gefinn var út loðnukvóti fyrir norsk skip upp á 28.431 tonn. Öll norsku skipin hættu veiðum á sunnudag og tilkynntu þau alls 27.745 tonna afla.
Norsku skipin byrjuðu að streyma á miðin 2. febrúar en af 79 skipum sem höfðu veiðileyfi komu 31 skip til veiða.

Fjöldi norskra skipa við loðnuveiðar A- og SA af landinu - 2.2.2010

Síðastliðinn sólarhring hefur norski loðnuflotinn raðað sér upp Norsk_lodnuskip2við lögsögumörkin og er kominn til loðnuveiða A- og SA af landinu en fyrir helgi komu út nýjar reglugerðir um loðnuveiðar íslenskra og erlendra skipa á vetrarvertíð 2010. Eftirlitsflugvélin Sif flaug yfir svæðið í gærkvöldi framhjá straumi norskra skipa á leið inn í lögsögu Íslands.