Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Gæsluflug um vestanvert landið - 29.9.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór kl. 13:50 í dag í gæslu- og eftirlitsflug um Breiðafjörð, Vestfirði og Faxaflóa þar sem m.a. var flogið um svæði þar sem tilkynnt hefur verið um borgarísjaka og íshröngl. Einnig var flogið um skyndilokunar og reglugerðarhólf.

ÞÓR siglir úr höfn í Chile - sjö þúsund sjómílna sigling framundan - 28.9.2011

THOR8

Varðskipið ÞÓR sigldi í dag kl. 16:29 að íslenskum tíma, úr höfn  Asmar skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile þar sem skipið hefur verið í smíðum frá árinu 2007. Framundan er sjö þúsund sjómílna sigling (um fjórtán þúsund kílómetrar) til Íslands.

Hafís út af Vestfjörðum - 28.9.2011

Margar tilkynningar hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni um hafís út af Vestfjörðum.  Borgarísjakar og íshröngl hafa sést á siglingaleiðum og getur sjófarendum stafað hætta af þeim.

Nýtt skeytasendingaforrit - 27.9.2011

Hannað hefur verið sérstakt skeytasendingarforrit sem viðbót við sameiginlegt fjareftirlitskerfi Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar (LHG), svo kallaður NAF-reporter. Forritið er þannig úr garði gert að skipstjórnarmenn velja sér veiðisvæði og forritið þekkir hvaða skeyti eiga við um veiðar á hvaða svæði og leiðir menn áfram við gerð einstakra skeyta auk þess að samnýta upplýsingar úr rafrænni afladagbók þar sem því verður við komið. Væntingar standa til að þetta auki hagræði við gerð og skil á skeytum líkt og skylda ber til í alþjóðasamningum og auðveldi skipstjórnarmönnum þá vinnu sem í skeytasendingunum felst.

Varðskipið ÞÓR afhent Landhelgisgæslunni - 23.9.2011

Varðskipið Þór var afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn í dag kl. 11:45 að staðartíma (kl. 14:45 að íslenskum tíma) í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Viðstödd athöfnina voru Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar sem veitti skipinu viðtöku og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu.

Varðskipið LHG bjargar flóttamönnum milli Marokkó og Spánar - 22.9.2011

IMGP6121

Ægir, varðskip Landhelgisgæslunnar sem er að störfum á vegum landamærastofnunar Evrópubandalagsins, FRONTEX, bjargaði skömmu fyrir hádegi í dag 63 flóttamönnum af litlum, ofhlöðnum bát sem sökk miðja vegu á milli Marokkó og Spánar.

TF-LÍF tók þátt í sjóbjörgunaræfingu á Skagaströnd - 18.9.2011

NACGF_hifa

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF tók í gær þátt í æfingu með sjóbjörgunarsveitum víða af landinu sem haldin var á Skagaströnd. Meðal annars var farið í leitarverkefni á sjó og æfðar hífingar með hraðbátum þar sem sigmanni var slakað og hann hífður í báta á ferð.

Fallbyssukúla frá seinni heimstyrjöldinni fannst í malbikunarstöð - 16.9.2011

Starfsmenn Malbikunarstöðvarinn Höfða brugðust hárrétt við í gær við þegar þeir fundu ósprungna sprengju í vinnslunni hjá sér. Þeir höfðu samband við Landhelgisgæsluna sem sendi sprengjusveitina  tafarlaust á vettvang.

TF-LÍF í útkall til Vestmannaeyja - 16.9.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:38 beiðni í gegnum Neyðarlínuna frá lækni í Vestmannaeyjum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vegna þoku er ekki hægt fyrir flugvélar að lenda í Vestmannaeyjum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 12:57. 

Bátur vélarvana í miðjum Seyðisfirði - 16.9.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 06:16 neyðarkall á rás 16 frá bát sem var vélarvana og leki hafði komið að í miðjum Seyðisfirði. Fjórir menn voru um borð og sögðu þeir dælur bátsins hafa vel undan. Báturinn var dreginn til Seyðirfjarðar þar sem komið var til hafnar kl. 08:15.

TF-LÍF flaug á Mýrdalsjökul með búnað vísindamanna - 15.9.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF fór í gær í flug fyrir Veðurstofuna og Raunvísindastofnun sem notað var til að flytja búnað til að mæla jarðskorpuhreyfingar í Mýrdalsjökli.

General Stephane Abrial, SACT kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 14.9.2011

IMG_7513-(Large)

General Stephane Abrial, Supreme Allied Commander Transformation NATO, SACT kynnti sér í dag starfsemi Landhelgisgæslunnar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón B. Guðnason yfirmaður Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Ásgrímur L. Ásgrímsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs og yfirmaður stjórnstöðvar tóku á móti Abrial.

Ótrygg fjarskipti vegna bilunar í Grímsey - 13.9.2011

Vegna bilunar í VHF fjarskiptabúnaði í Grímsey eru fjarskipti á svæðinu ótrygg. Viðgerð fer fram eins fljótt og auðið er. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjórum Landhelgisgæslunnar er talið að bilun búnaðarins sé líklega bein afleiðing af rafmagnsbilun í eyjunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í flugdeginum - 11.9.2011

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Landhelgisgæslan tók í gær þátt í flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli með ýmsum hætti og sýndi nokkra möguleika í notkun þyrlu Landhelgisgæslunnar. Byrjað var á að sýna notkun slökkvifötu (bamby bucket) var síðan farið í hefðbundna björgunarhífingu með börum og einum manni í lykkju og var eftir það bifreið slingað og sleppt.

TF-LÍF sækir veikan sjómann - 10.9.2011

P5310014

Þyrla Landhelgisgæslunni var kölluð út kl. 15:40 í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í togara sem staddur var um 50 sml Austur af landinu. Aðstoðarbeiðnin barst í gegnum Neyðarlínuna og eftir samráð skipstjóra við þyrlulækni var ákveðið að kalla út TF-LÍF.

Borgarísjaki norðvestur af Kögri - 10.9.2011

07122010HafisDSCN2554

Borgarísjaki sást 25 sjómílur norðvestur af Kögri í á fimmtudag. Landhelgisgæslunni barst tilkynning um borgarískjakann frá fiskiskipi sem var statt um 16.3 sml. NV af Straumnesi.

Síða 1 af 2