Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sprengjueyðingaræfing í skemmtiferðaskipi - 30.6.2017

Gestir og gangandi í miðborg Reykjavíkur ráku margir upp stór augu í vikunni þegar svartklæddir menn sigu úr þyrlu  niður á þilfar farþegaskips Reykjavíkurhöfn. Þarna var sem betur fer engin hætta á ferð heldur reglubundin æfing. 

Sprengjueyðingarsveitin kölluð út - 27.6.2017

Torkennilegur hlutur fannst í fjörunni á Álftanesi og var sprengjueyðingarsveit LHG því kölluð út að beiðni lögreglu. Sem betur fer reyndist hluturinn hættulaus en útkallið sýnir að allur er varinn góður. 

Varðskipið Týr leiddi skipalestina - 26.6.2017

Landhelgisgæslan tók þátt í einstökum viðburði á föstudag þegar efnt var til minningarathafnar í tilefni af því að um þessar mundir eru 75 ár liðin frá því að skipalest bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni. PQ17, sigldi til Kólaskaga í Rússlandi þegar stríðið á austurvígstöðvunum stóð sem hæst. Varðskipið Týr fór í broddi fylkingar þegar herskip og kafbátur sigldu inn Hvalfjörð í tengslum við þessa athöfn. 

LHG fær að gjöf hjartahnoðtæki í þyrlurnar - 19.6.2017

Rausnarleg gjöf afhent fulltrúum Landhelgisgæslunnar við athöfn í Hafnarfirði á sjómannadeginum. Skipverji af Barðanum og Kiwanisklúbburinn Eldborg gáfu tækið, auk þeirra sem styrkt hafa þyrlukaupasjóð LHG. 

Landhelgisgæslan fékk Fjörusteininn 2017 - 15.6.2017

Landhelgisgæslan var á dögunum sæmd umhverfisverðlaunum Faxaflóahafna, meðal annars fyrir snyrtilega aðkomu í kringum starfsemina í Reykjavíkurhöfn og notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er í ellefta sinn sem verðlaunin eru veitt.

Rússneskir togarar á Reykjaneshrygg - 15.6.2017

Í eftirlitsflugi flugvélarinnar TF-SIF í gær kom í ljós að sex rússnesk fiskiskip voru á úthafskarfaveiðum á NEAFC-svæðinu, rétt sunnan við mörk íslensku lögsögunnar.  

Yfirmaður flugsveitar safnar fyrir Umhyggju - 13.6.2017

William Mitchell, yfirmaður kanadískrar flugsveitar sem sinnir loftrýmisgæslu hérlendis um þessar mundir hljóp í morgun frá Reykjavík til Keflavíkur til að safna fé til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna. 

Sjómannadeginum fagnað í blíðskaparveðri - 12.6.2017

Starfsfólk Landhelgisgæslunnar tók ríkan þátt í hátíðarhöldum vegna sjómannadagsins um helgina. Þau fóru víðast hvar fram í blíðskaparveðri enda flestir sem sóttu viðburði af þessu tilefni í sólskinsskapi. 

Gæslan á ferð og flugi um helgina - 9.6.2017

Sjómannadagshelgi á Flateyri 2009 - 3

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og varðskipið Týr taka þátt í hátíðarhöldum sjómannadagshelgarinnar víðs vegar um landið. Þá stendur starfsfólk LHG heiðursvörð við minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði. 

Íslendingar lögðu Kanadamenn í íshokkíleik - 7.6.2017

Það er ekki á hverjum degi sem íslenska íshokkílandsliðið sigrar fulltrúa Kanada í þessari æsispennandi íþrótt en það gerðist í vináttuleik í gær. Fyrir skemmstu buðu Kanadamennirnir flugnemum í flugskóla Keilis í heimsókn. 

TF-SIF tók þátt í loftrýmisgæsluæfingu - 6.6.2017

Flugvél Landhelgisgæslunnar æfði loftrýmisgæslu með flugsveit kanadíska hersins í nýliðinni viku. Einstakar myndir voru teknar af þessari æfingu í háloftunum.  

TF-LIF fór í tvö útköll - 4.6.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti seint í gærkvöld konu sem slasaðist á hestbaki í Gilsfirði. Í nótt flaug þyrlan svo til móts við sjúkrabíl sem var á suðurleið frá Snæfellsnesi.

Fallhlífarstökk úr flugvélinni TF-SIF - 2.6.2017

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaræfingunni Skýjum ofar ásamt félögum úr Flugbjörgunarsveitinni og fleiri björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æfingin fór fram á Öræfajökli á laugardaginn var. Líkt var eftir útkalli þar sem bjarga þurfti fólki úr snjóflóði á þessum hæsta jökli landsins.