Fréttayfirlit
2024
2023
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2022
desember, nóvember, október, september, ágúst, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2021
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2020
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2019
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2018
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2017
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2016
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2015
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2014
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2013
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2012
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2011
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2010
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2009
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2008
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2007
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
Annáll Landhelgisgæslunnar 2014
Þyrla LHG sótti sjúkling í Stykkishólm
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi að beiðni læknis í Stykkishólmi vegna alvarlegra veikinda. TF-GNA fór í loftið kl. 00:08 og lenti við flugstöðina í Stykkishólmi þar sem sjúkrabifreið beið með sjúkling. Var hann fluttur um borð í þyrluna og undirbúinn fyrir flutning. Farið var að nýju í loftið kl. 00:53 og lent á Reykjavíkurflugvelli kl. 01:32.
Varðskipið Týr eina íslenska skipið á sjó yfir hátíðarnar
Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar. Engin íslensk fiskiskip verða á sjó yfir jólin en samkvæmt varðstjórum í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar verða nokkur erlend leigu- og fragtskip á siglingu innan íslenska hafsvæðisins. Eina íslenska skipið sem verður á sjó yfir hátíðarnar er varðskipið Týr sem er við eftirlit á Miðjarðarhafi vegna verkefna fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins, Frontex. Áhöfn varðskipsins sendir jólakveðju.
Undirbúningsfundur fyrir ráðstefnu um öryggis- og björgunarmál á Norðurslóðum
Nýverið stóðu Landhelgisgæsla Íslands og Utanríkisráðuneytið fyrir undirbúningsfundi ráðstefnu Arctic Security Forces Roundtable sem haldin verður á Íslandi í maí 2015. Arctic Security Forces Roundtable er samstarfverkefni þjóða Norðurheimskautsráðsins - Arctic Council, sem eru auk Íslands, Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Kanada, Noregur og Svíþjóð. Einnig tekur Frakkland, Þýskaland, Holland og Bretland þátt í samstarfinu.
Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar
Í gær var árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar haldin í veislusal Nauthóls í Nauthólsvík. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp þar sem hann fór yfir verkefni sem hafa verið efst á baugi sl. ár. Hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og voru síðan sérstaklega heiðraðir þeir sem hófu töku eftirlauna á árinu sem og þeir starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmælum á árinu.
Hefur tekið við starfi fjármálastjóra
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir tók í dag við starfi fjármálastjóra hjá Landhelgisgæslu Íslands af Ólafi Erni Ólafssyni sem nýverið óskaði eftir að láta af störfum. Sandra Margrét á að baki mikla og margþætta reynslu og hlakkar hún til að takast á við krefjandi verkefni í fjölbreytilegu umhverfi Landhelgisgæslunnar en hún lýkur í vor meistaranámi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
Tafir hafa orðið á siglingum vegna veðurfars
Undanfarnar vikur hafa stormar blásið á Norður-Atlantshafi og hver djúp lægðin á fætur annarri farið hjá eða yfir Ísland. Sjófarendur hafa ekki farið varhluta af þessu og hefur m.a. sigling skipa til og frá Íslandi sóst seint. Skip sem sigla á milli Íslands og Norður-Evrópu sem að öllu jöfnu tekur þrjá til fimm daga hefur verið að lengjast í fimm til átta daga.
Önnur björgun varðskipisins á innan við viku
Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í gær 408 flóttamönnum af flutningaskipi sem var staðsett 165 sjómílur austur af Möltu. Neyðarboð bárust frá skipinu snemma í gærmorgun og var með aðstoð eftirlitsflugvéla mögulegt að staðsetja skipið. Var þá óskað var eftir aðstoð Týs sem var skammt frá og kom varðskipið á staðinn um kl.11:00. Þetta er í annað skiptið á innan við viku sem áhöfn varðskipsins bjargar stórum hópi flóttafólks á Miðjarðarhafi.
Æfing þyrlu LHG með undanförum björgunarsveitanna
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tók um helgina þátt í æfingu með undanförum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) sem fór fram á Sandskeiði. Í æfingunni var þjálfað verklag og ýmsir þættir sem mikilvægir eru við björgunaraðgerðir í óbyggðum
Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna austur af Sikiley
Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun 300 flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamannanna um borð og í hópnum væru bæði konur og börn. Enginn matur né vatn var um borð í skipinu og var talið mikilvægt að flytja fólki sem fyrst frá borði.
Sóttu veikan sjómann á Vestfjarðamið
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12:50 þegar beiðni barst um að sækja veikan sjómann um borð í fiskiskip sem var staðsett 30 sml NV af Ísafjarðardjúpi. Þegar útkallið barst var þyrlan staðsett í verkefni við gosstöðvarnar í Bárðarbungu og var samstundis flogið með fulltrúa almannavarna til Akureyrar og þaðan haldið beint í útkallið
Þyrla kölluð út vegna leitar á Fimmvörðuhálsi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 19:01 í gærkvöldi að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli vegna leitar að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að þyrlan myndi hafa meðferðis GSM miðunarbúnað en maðurinn var með íslenskan farsíma. TF-GNA fór í loftið kl. 20:15 og var á leiðinni á svæðið þegar svæðisstjórn björgunarsveita tilkynnti að búið væri að finna manninn.
Þyrla kölluð til aðstoðar eftir bílslys
Landhelgisgæslunni barst fyrir stundu beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að alvarlegt bílslys varð nærri Krísuvík. Þyrlan TF-SYN var þá í æfingaflugi á Reykjanesi og hélt samstundis á staðinn. Þyrlan er nú á slysstað.