Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


TF-LÍF aðstoðar við gerð snjóflóðavarna - 29.9.2008

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar hefur á síðast liðnum vikum aðstoðað við gerð snjóflóðavarnargarða í Ólafsvík. Verkefni þyrlunnar hefur verið að flytja stoðvirki í snjóflóðavarnir fyrir ofan heilsugæslustöðina í Ólafsvík.

Danska varðskipið Knud Rasmussen opið almenningi - 25.9.2008

Mynd_KnutRasmusen

Danska varðskipið Knud Rasmussen er væntanlegt til Reykjavíkur föstudaginn 26. september. Skipið er nýjasta skip danska flotans og er sérstaklega ætlað til siglinga á hafísslóðum.

Varðskipið verður opið almenningi laugardaginn 27. september milli kl. 13 og 16 þar sem það liggur við bryggju á Miðbakka.

Ísland tekur við formennsku í NACGF - 20.9.2008

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á fimmtudag við formennsku í samtökunum North Atlantic Coast Guard Forum (NACGF), á ársfundi sem haldin var í Ilullisat á Vestur Grænlandi. Formennska Íslands í samtökunum felst í að stýra og móta stefnu hvað varðar öryggi á hafinu (Maritime security).

Forstjórar strandgæslna hittast í Reykjavík - 15.9.2008

Árlegur fundur forstjóra strandgæslna á Norrænu landanna (Nordic Coast Guard Conference 2008) fór fram í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar við Skógarhlíð 15. september.

Æfing hjá Ægi og TF-SYN - 12.9.2008

Varðskipið Ægir og TF-SYN æfðu nýverið að kasta björgunarbát úr tf-syn_dropp

flugvél undan Svalvogum. Gekk æfingin ágætlega og lenti báturinn

um 90 metrum frá belgjunum.

Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hættir að vinna úr merkjum neyðarsenda á tíðninni 121,5/243 MHz - 11.9.2008

Af gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan vekja athygli á að alþjóðlega gervihnattakerfið Cospas-Sarsat mun hætta að vinna úr merkjum neyðarsenda 1. febrúar 2009 og hættir þar með móttöku og úrvinnslu merkja neyðarsenda á 121,5/243 MHz .

Hér má lesa grein sem þýdd er af heimasíðu Cospas-Sarsat og útskýrir nánar stöðu málsins og hvernig bregðast má við.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu www.cospas-sarsat.org

Tekur við starfi upplýsingafulltrúa LHG - 5.9.2008

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa hjá Landhelgisgæslu Íslands af Sigríði Rögnu Sverrisdóttur sem mun alfarið snúa sér að störfum sínum í sjómælingum hjá Landhelgisgæslunni.

Hrafnhildur Brynja mun annast fjölmiðlatengsl Landhelgisgæslunnar, vefstjórn, útgáfu- og kynningarmál auk þess sem hún verður tengiliður vegna heimsókna og kynninga á starfseminni.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar í heimsókn - 5.9.2008

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar komu í Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og heimsóttu m.a. Landhelgisgæsluna.

Landhelgisgæslan æfir með Vædderen - 4.9.2008

Fimmtudagur 4. september 2008
Lif_asamt_Vadderen_og_bat_teirra.
Samhliða æfingunni Norður-Víkingur æfði Landhelgisgæslan í gær löggæslu- og björgunarstörf á sjó, ásamt danska herskipinu HDMS Vædderen.

Æfingin fór fram á Faxaflóa en þátttakendur voru Brúarfoss sem lánaður var frá Eimskip, Flugdeild LHG, Varðskipið Ægir, HDMS Vædderen, Sprengjusveit LHG, Orion P3 og Vaktstöð siglinga. Alls tóku þátt í æfingunni um 140 manns.

Mannbjörg á Skjálfanda - 2.9.2008

Þriðjudagur 2. september 2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:18 tilkynning í gegn um Neyðarlínuna um að eldur hafi komið upp í fiskibátnum Sigurpáli ÞH-130 sem var staddur á Skjálfanda.

Varðskipið Ægir tekur upp hlustunardufl sem mæla jarðskjálfta og hljóð hvala. - 1.9.2008

Hlustunardufl_upp_agust_2008_1
Mánudagur 1.september 2008

Nú síðla sumars fór varðskipið Ægir í það verkefni að taka upp hlustunardufl sem lagt hafði verið út af varðskipinu í maí 2007.

50 ár liðin frá því að lög um 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslands tóku gildi - upphaf Þorskastríða - 1.9.2008

Thorskastrid_1958_MariaJulia_vid_breska_togarann_NorhternFoam
Mánudagur 1.september 2008

Í dag eru 50 ár liðin frá því að lög um 12 mílna landhelgi Íslands tóku gildi. Þegar lögin voru sett, hótaði breska ríkisstjórnin að senda herskip á Íslandsmið til að hindra að íslensk varðskip gætu tekið bresk fiskiskip fyrir ólöglegar veiðar.


Þegar lögin tóku gildi sigldu öll erlend fiskiskip út fyrir mörkin nema togarar Breta. Hinn 1. september 1958 sendi breska ríkisstjórnin frá sér ítarlega greinargerð þar sem hún réttlætti íhlutun flotans. Ljóst var að það stefndi til átaka og reyndin varð sú að varðskipin Þór og María Júlía gripu til aðgerða gegn bresku freigátunni Eastbourne. Þar með hófust þau átök sem í daglegu tali eru nefnd Þorskastríðin.