Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Nýr upplýsingafulltrúi hjá Landhelgisgæslu Íslands - 26.9.2007

Sigríður Ragna_Upplýsingafulltrúi
Sigríður Ragna Sverrisdóttir landfræðingur hjá Sjómælingum Íslands hefur tekið við starfi upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, tímabundið til áramóta. Hún leysir af hólmi Dagmar Sigurðardóttur lögfræðing Landhelgisgæslunnar sem sinnt hefur starfi upplýsingafulltrúa meðfram starfi lögfræðings stofnunarinnar í nokkur ár.

Fékk tundurdufl í dragnót - 24.9.2007

Breskt seguldufl2
Skipstjóri dragnótarbátsins Sigga Bjarna GK 5 hafði samband við Vaktstöð siglinga og tilkynnti um sprengju í dragnótinni. Sprengjusérfræðingur LHG var kallaður til og eftir að hafa rætt við skipstjórann vaknaði grunur um að um tundurdufl væri að ræða.

Laus störf smyrjara og háseta hjá Landhelgisgæslunni - 19.9.2007

Fallbyssuæfing á Ægi - apríl 2007.
Miðvikudagur 19. september 2007.
Um þessar mundir er Landhelgisgæslan í leit að kraftmiklu og áhugasömu fólki til starfa um borð í varðskipum stofnunarinnar.  

Almenn ánægja meðal þátttakenda á Northern Challenge - 17.9.2007

Northern Challenge 2007

Mánudagur 17. september 2007.
Sprengjueyðingaræfingin Northern Challenge 2007 stóð frá 28. ágúst til 7. september sl. Almenn ánægja var meðal þátttakenda í æfingunni en alls tóku 50 sprengjusérfræðingar þátt í henni auk 20 erlendra gesta og dómara.

Mannbjörg varð er leki kom að báti á Ísafjarðardjúpi - 17.9.2007

Sunnudagur 16. september 2007.
Fjórum mönnum var bjargað úr lekum báti á Ísafjarðardjúpi í kvöld.

Týr bjargar pólskri skútu - 10.9.2007

Týr pólsk skúta 100907
Varðskipið Týr kom pólskri skútu til bjargar í dag. Skútan var vélarvana með rifin segl. Hún var á leið frá Reykjavík til Vestmannaeyja og ætlaði síðan að koma við í Skotlandi á leið til Póllands.

Þyrlan Steinríkur aftur leigð til Landhelgisgæslunnar - 10.9.2007

Steinríkur björgunarþyrla
Þyrlan Steinríkur verður aftur leigð til Landhelgisgæslunnar. Hún er væntanleg til landsins í október.