Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Landhelgisgæslan nýtur mests trausts tíunda árið í röð - 26.2.2020

Traust

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem þjóðin ber mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Þetta er tíunda árið í röð, eða frá því Landhelgisgæslan var tekin inn í mælingar Gallup, sem stofnunin mælist með mest traust almennings. Um níu af hverjum tíu sem taka afstöðu í könnuninni segjast bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar.

Dómsmálaráðherra í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni - 25.2.2020

IMG_3124

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á fimmtudag á móti Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Áslaug Arna kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar, bæði í Reykjavík og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Grænlenskir sjómenn æfa með Landhelgisgæslunni og Slysavarnaskólanum - 24.2.2020

_S4I1862-2-2

Á dögunum sóttu 13 grænlenskir sjómenn öryggisfræðslu hingað til lands, bæði bóklega og verklega, á vegum Slysavarnaskóla sjómanna. Þar var farið yfir mikilvæg öryggisatriði er snúa að störfum sjóferenda.

Kanadíski flugherinn með færanlegan ratsjárbúnað á Miðnesheiði - 18.2.2020

Midnesheidi

Í ár verða ratsjáreftirlitskerfin hér á landi uppfærð og er verkefnið að mestu fjármagnað af Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Til að tryggja að eftirlit með loftrýminu sé órofið flutti kanadíski flugherinn færanlegan ratsjárbúnað hingað til lands. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og 30 liðsmenn kanadísku sveitarinnar hafa undanfarnar vikur unnið að uppsetningu búnaðarins sem staðsettur er á Miðnesheiði.

Tvö þyrluútköll um helgina - 17.2.2020

Mynd1_1581953642758

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var skammt norður af Keilisnesi.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 17.2.2020

H-1

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur.

Fundur NSHC - Tidal Working Group í Reykjavík 5. og 6. febrúar 2020 - 14.2.2020

Sjomaelingar_1581695854985

NSHC-Tidal Working Group hittist á fundi haldinn hér í Reykjavík hjá Landhelgisgæslunni í byrjun febrúarmánaðar. Til fundarins voru boðnir, auk sérfræðinga frá aldarlöndum NSHC, fulltrúar frá Veðurstofunni og Vegagerðinni. Er það von Íslendinganna að framhald verði á samtali þessara stofnanna enda eru m.a. forsendur fyrir spá um breytingu á sjávarborði áfátt á Íslandi.

Landhelgisgæslan leitar að sérfræðingi í upplýsingatækni - 14.2.2020

Samaefing-vardskipa-dagur-1-14-Nota

Landhelgisgæsla Íslands leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings í upplýsingatæknideild. Verkefni upplýsingatæknideildar ná til allra starfsstöðva Landhelgisgæslunnar en dagleg starfsemi fer fram í Skógarhlíð og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Aukinn viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna óveðursins - 13.2.2020

7296E864-50C8-4B4E-B504-C6C8EF7960F6

Landhelgisgæslan er með aukinn viðbúnað vegna óveðursins sem gengur yfir landið á morgun. Varðskipið Þór hélt frá Reykjavík klukkan 15 í dag og heldur á Vestfirði. Alla jafna er eitt varðskip á sjó hverju sinni en vegna veðursins var ákveðið að áhöfnin á varðskipinu Tý væri í viðbragðsstöðu í Reykjavík og tilbúin að halda á sjó ef á þarf að halda.. Enn fremur eru tvær þyrlur til taks auk tveggja þyrluáhafna.

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Grindavík í fyrsta sinn - 10.2.2020

20200210_104151_resized

Varðskipið Þór lagðist að bryggju við Miðgarð í Grindavík í fyrsta sinn laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Tilgangur ferðar Þórs er fyrst og fremst að undirbúa landtengingu skipsins við dreifikerfi HS Veitna sem staðsett er við Miðgarð en jafnframt er mikilvægt fyrir skipstjórnarmenn varðskipsins að máta sig í innsiglingunni og höfninni sjálfri.

Áhöfnin á TF-GRO sótti veikan skipverja - 7.2.2020

20200207_113936565_iOS

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á tíunda tímanum í morgun til að sækja veikan sjómann sem var um borð í grænlensku togara sem staddur var rúmlega 150 sjómílur vestur af Látrabjargi, rétt utan miðlínu milli Ísland og Grænlands. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá björgunarstjórnstöðinni í Danmörku.

Skrifborðsæfing undirbúin - 4.2.2020

IMG_3509

Á dögunum komu sérfræðingar Arctic Coast Guard Forum hingað til lands til skrafs og ráðagerða fyrir skrifborðsæfingu sem haldin verður í Reykjavík í vor. Alls tóku rúmlega tuttugu manns þátt á fundinum sem fram fór í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð.

Mælingar á neðansjávarhrauni við Grindavík - 3.2.2020

Eldavrahraun-isor

Íslenskar orkurannsóknir fengu dýptargögn frá Landhelgisgæslunni á dögunum til greininga á hraunrennsli í Sjó. Mælingarnar sem þarna eru nýttar voru gerðar árin 2013, 2015 og 2016.