Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Takk fyrir daginn! - 27.9.2015

Það var mikið fjör í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag er hátt á þriðja þúsund manns lagði leið sína á opið hús Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug til Vestmannaeyja en ófært var fyrir sjúkraflugvél - 25.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfsjö í kvöld beiðni um að þyrla yrði send í sjúkraflug til Vestmannaeyja þar sem ófært var fyrir sjúkraflugvél vegna slæms skyggnis.

Landhelgisgæslan býður landsmönnum í heimsókn - 25.9.2015

Næstkomandi sunnudag, þann 27. september milli klukkan 12:00 og 16:00

býður Landhelgisgæslan landsmönnum til opins húss í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík á Reykjavíkurflugvelli.

Mikill viðbúnaður hjá Landhelgisgæslunni vegna elds um borð í togara - 22.9.2015

Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning frá togaranum Sóleyju Sigurjóns um að mikill reykur og hiti væri í vélarrými togarans og hugsanlegur eldur. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna leka í skipi - 20.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan tíu í morgun tilkynning frá skipi sem statt var á Deildargrunni á leið til Ísafjarðar en leki hafði komið að skipinu. Sögðu skipverjar leka vera í vélarrými og dælur hefðu ekki undan.

Landhelgisgæslan fylgist með skipaumferð umhverfis Ísland - 14.9.2015

Skip Greenpeace samtakanna, Arctic Sunrise, liggur nú við akkerisfestar undan Arnarstapa á Snæfellsnesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipið Þór hefur verið í sambandi við skipið vegna komu þess inn í íslenska landhelgi.

Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsækir Landhelgisgæsluna - 7.9.2015

Varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert O. Work sem staddur er hér á landi, kom í dag ásamt fylgdarliði í heimsókn til Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli.

Línuskip vélarvana suður af Bjargtöngum - 5.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 23:36 tilkynning frá línuskipinu GRUNDFIRÐINGI sem þá var orðið vélarvana um 4 sjómílur suður af Bjargtöngum. Rak skipið í átt að bjarginu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaða göngukonu við Hrafntinnusker - 4.9.2015

Rétt fyrir fjögur í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu vegna erlendrar göngukonu sem hafði fótbrotnað við Hrafntinnusker er hún datt í gegnum snjó.

Innanríkisráðherra heimsækir Landhelgisgæsluna og árangursstjórnunarsamningur undirritaður við sama tilefni - 3.9.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna í dag ásamt samstarfsfólki úr innanríkisráðuneytinu. Samhliða heimsókninni undirrituðu ráðherra og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar árangursstjórnunarsamning milli ráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargar ferðamanni úr sjálfheldu á Eyjafjallajökli - 2.9.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:12 í dag beiðni um þyrlu vegna erlends ferðamanns sem var kominn í sjálfheldu á Eyjafjallajökli, vestan megin við Gígjökul ofan í Smjörgili. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í loftið aðeins níu mínútum síðar.

Erlent rannsóknarskip fært til hafnar - 1.9.2015

_MG_0659
Landhelgisgæslan hafði í gær afskipti af rannsóknarskipinu ENDEAVOUR sem þá var við störf um 60 sjómílur norðvestur af Ísafjarðardjúpi. Til að stunda rannsóknir innan íslenskrar efnahagslögsögu þarf heimild stjórnvalda en skipið hafði ekki slíkar heimildir.