Fréttayfirlit
2024
október, september, ágúst, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2023
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2022
desember, nóvember, október, september, ágúst, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2021
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2020
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2019
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2018
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2017
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2016
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2015
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2014
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2013
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2012
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2011
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2010
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2009
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2008
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2007
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
Olíumengun frá El Grillo
16. júlí sl. köfuðu kafarar á vegum Landhelgisgæslu Íslands niður að flaki El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar, eftir að vart varð við olíumengun frá skipinu. Í ljós kom að aðgerðir sem farið var í til að hefta olíuleka úr einum af tönkum skipsins í vor halda og er enginn leki sjáanlegur frá þeim tanki.
Rússneskar herflugvélar á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu
Í fyrrinótt komu óþekktar flugvélar inni í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar frá Keflavíkurflugvelli.
Þór tignarlegur með breskum freigátum
Í upphafi vikunnar sigldi varðskipið Þór með bresku freigátunum HMS Westminister og HMS Kent sem voru á leið til kafbátaeftirlitsæfingarinnar Dynamic Mongoose sem haldin var hér við land í vikunni.
TF-GNA kemur í þjónustu Landhelgisgæslunnar um áramót
Í Stavanger í Noregi eru starfsmenn Heli-One í óðaönn að gera nýjustu þyrluna í flota Landhelgisgæslunnar tilbúna til notkunar. Vélin er af gerðinni Airbus H225, líkt og hinar tvær leiguþyrlur Landhelgisgæslunnar.
Jón Páll sjötugur
Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, fagnar sjötugsafmæli í dag. Þar með lýkur afar farsælum ferli Jóns Páls hjá Landhelgisgæslunni en hann hefur starfað hjá stofnuninni í alls 35 ár og verið tengdur sjómennsku í hálfa öld. Landhelgisgæslan óskar Jóni Páli innilega til hamingju með stórafmælið og þakkar honum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Gæslunnar.
Björgunarþyrla danska flughersins kölluð út að Langanesi
Leitar og björgunarþyrla danska flughersins var kölluð út auk björgunarskipsins Gunnbjargar frá Raufarhöfn vegna 18 tonna línubáts sem varð vélarvana 3,5 sjómílur norður af Langanesi í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk boð um vanda bátsins laust eftir klukkan 13:00. Línubáturinn var dreginn til Raufarhafnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út vegna báts í vanda
Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna fimm tonna fiskibáts sem varð vélarvana vestur af Hrólfsskeri og rak hratt að bjargi.
Leitar og björgunarþyrla Dana til taks á Íslandi
Í vikunni kom hingað til lands leitar og björgunarþyrla frá danska flughernum ásamt 13 manna starfsliði. Ástæða komu dönsku björgunarþyrlunnar er til að auka björgunargetu úr lofti, á og við Ísland, næstu daga.