Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Fjölbreytt verkefni Þórs - 30.8.2019

69153972_426844234618193_5212146468160274432_n

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Reykjavík í vikunni eftir vel heppnaða og fjölbreytta ferð umhverfis Ísland. Auk áhafnar varðskipsins voru tveir eftirlitsmenn frá Fiskistofu með í för. 

Ný vitaskrá komin út - 29.8.2019

Vitaskra-forsida-og-utgefendur

Vitaskrá 2019 er komin út. Hún er gefin út af Landhelgisgæslu Íslands í samstarfi við Vegagerðina sem ber ábyrgð á útgáfunni samkvæmt vitalögum. Það er í höndum starfsmanna sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar LHG auk siglingasviðs Gæslunnar að halda utan um útgáfu vitaskrárinnar. 

Grindhvalurinn aflífaður að beiðni dýralæknis - 26.8.2019

Frá því í morgun hafa björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar unnið að björgun grindhvals sem rak að landi í Káravík við Seltjarnarnes. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir var ljóst að mjög hafði dregið af hvalnum og var það mat dýralæknis Matvælastofnunar að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins.

Hljóp maraþon stuttu eftir krabbameinsaðgerð - 26.8.2019

IMG_5805

Geir Legan, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, var fulltrúi Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina en hann gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon. Það verður að teljast einstaklega hraustlega gert, sérstaklega í ljósi þess að Geir gekkst undir krabbameinsaðgerð fyrr á árinu þar sem tvö lungnablöð af fimm voru fjarlægð. 

Sameiginleg æfing með áhöfn Baldurs - 20.8.2019

IMG_1867

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega með farþegaskipum hér við land og fyrr í sumar var slík æfing haldin með áhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs norður af Flatey.

TF-GRO sótti veikan farþega skemmtiferðaskips - 20.8.2019

IMG_1281

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í kvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. 

TF-GRO kölluð út vegna flugvélar sem hlekktist á - 15.8.2019

TF-GRO-Svefneyjar

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna lítillar flugvélar sem hlekktist á í lendingu á Svefneyjum. Tveir voru um borð. Þeir eru komnir út úr vélinni og eru óslasaðir

Kafarar frá Landhelgisgæslunni kallaðir út til leitar - 15.8.2019

IMG_2202

Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn. Þeir bætast í hóp kafara frá björgunarsveitum og lögreglu sem leitað hafa í vatninu í dag. 

TF-LIF tók þátt í slökkvistörfum - 12.8.2019

Mosabruni-Laekjarvellir

Síðdegis á laugardag óskaði slökkviliðsstjórinn í Grindavík eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logaði í djúpum mosa austan Djúpavatns við Lækjarvelli. Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var send til að aðstoða við slökkvistarf og hefta útbreiðslu eldsins.

TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann - 8.8.2019

TF-LIF_8586_1200-Baldur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann á Eyjafjallajökul í hádeginu í dag. Þyrlan var nálægt vettvangi þegar beiðni um aðstoð barst vegna umferðarslyss við Skógafoss.