Fréttayfirlit
2024
2023
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2022
desember, nóvember, október, september, ágúst, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2021
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2020
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2019
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2018
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2017
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2016
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2015
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2014
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2013
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2012
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2011
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2010
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2009
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2008
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
2007
desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar
Fjölbreytt verkefni Þórs
Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Reykjavík í vikunni eftir vel heppnaða og fjölbreytta ferð umhverfis Ísland. Auk áhafnar varðskipsins voru tveir eftirlitsmenn frá Fiskistofu með í för.
Ný vitaskrá komin út
Vitaskrá 2019 er komin út. Hún er gefin út af Landhelgisgæslu Íslands í samstarfi við Vegagerðina sem ber ábyrgð á útgáfunni samkvæmt vitalögum. Það er í höndum starfsmanna sjómælinga- og siglingaöryggisdeildar LHG auk siglingasviðs Gæslunnar að halda utan um útgáfu vitaskrárinnar.
Grindhvalurinn aflífaður að beiðni dýralæknis
Frá því í morgun hafa björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar unnið að björgun grindhvals sem rak að landi í Káravík við Seltjarnarnes. Eftir nokkurra klukkustunda björgunaraðgerðir var ljóst að mjög hafði dregið af hvalnum og var það mat dýralæknis Matvælastofnunar að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins.
Hljóp maraþon stuttu eftir krabbameinsaðgerð
Geir Legan, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, var fulltrúi Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina en hann gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon. Það verður að teljast einstaklega hraustlega gert, sérstaklega í ljósi þess að Geir gekkst undir krabbameinsaðgerð fyrr á árinu þar sem tvö lungnablöð af fimm voru fjarlægð.
Sameiginleg æfing með áhöfn Baldurs
Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega með farþegaskipum hér við land og fyrr í sumar var slík æfing haldin með áhöfn Breiðafjarðarferjunnar Baldurs norður af Flatey.
TF-GRO sótti veikan farþega skemmtiferðaskips
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í kvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi.
TF-GRO kölluð út vegna flugvélar sem hlekktist á
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, hefur verið kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi vegna lítillar flugvélar sem hlekktist á í lendingu á Svefneyjum. Tveir voru um borð. Þeir eru komnir út úr vélinni og eru óslasaðir
Kafarar frá Landhelgisgæslunni kallaðir út til leitar
Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn. Þeir bætast í hóp kafara frá björgunarsveitum og lögreglu sem leitað hafa í vatninu í dag.
TF-LIF tók þátt í slökkvistörfum
Síðdegis á laugardag óskaði slökkviliðsstjórinn í Grindavík eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logaði í djúpum mosa austan Djúpavatns við Lækjarvelli. Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var send til að aðstoða við slökkvistarf og hefta útbreiðslu eldsins.
TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann á Eyjafjallajökul í hádeginu í dag. Þyrlan var nálægt vettvangi þegar beiðni um aðstoð barst vegna umferðarslyss við Skógafoss.