Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Baldur farinn til mælinga - 26.5.2020

IMG_8726

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur hélt af stað í árlegt mælingaúthald síðastliðinn laugardag. Fyrst um sinn verður Baldur við dýptarmælingar á Breiðafirði þar sem mæld verður siglingaleiðin um Norðurflóa inn til Reykhóla. Að því loknu fer Baldur til mælinga við norðanverða Vestfirði þar sem fyrir liggja mælingar í Ísafjarðardjúpi, Jökulfjörðum og með Hornströndum.

Varðskipið Þór fylgdi skútu í vanda til hafnar og æft með Triton - 25.5.2020

Skuta1_1590408539956

Verkefni áhafnarinnar á varðskipinu Þór hafa verið margvísleg undanfarna daga. Í gærmorgun hafði skipstjóri seglskútu samband við áhöfn varðskipsins en hann átti í vandræðum með að sigla inn til Reykjavíkur vegna slæms veðurs og óskaði eftir fylgd síðasta spölinn.

Útköllum fjölgar - 22.5.2020

Hnjukur2

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast það sem af er ári. Sveitin sinnti til að mynda 74 útköllum fyrstu fjóra mánuði ársins sem er rúmlega 20% aukning frá sama tíma í fyrra. 

Síðasta ferð Páls - 20.5.2020

98362899_2946511038775053_4906339320601772032_n

Páll Egilsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Tý, kom heim úr sinni síðustu ferð í gær þegar Týr lagðist að bryggju í Reykjavík. Páll hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í tuttugu og eitt ár. 

Slösuð kona hífð um borð í TF-GRO - 19.5.2020

IMG_0079

Áhöfnin á TF-GRO hífði slasaða konu um borð í þyrluna rétt fyrir neðan Hvannadalshnjúk á áttunda tímanum í kvöld. Henni var svo komið undir læknishendur í Reykjavík. TF-GRO lenti á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan níu þar sem sjúkrabíll beið og flutti konuna á Landspítalann til aðhlynningar.

Leitað yfir Vopnafirði - 19.5.2020

IMG_4592

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, leitaði yfir Vopnafirði í dag að skipverja sem saknað hefur verið frá því í gær.

Margir á sjó - 19.5.2020

SnipImage

Töluvert annríki er nú hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar enda er sjósókn með besta móti. Klukkan níu í morgun höfðu varðstjórar LHG eftirlit með 880 skipum og bátum á miðunum kringum landið, jafnt togurum sem strandveiðiflotanum.

Þór í fyrsta sinn við bryggju í Kópavogi - 18.5.2020

IMG_3220

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Kópavogi í morgun eftir vel heppnaðar framkvæmdir séraðgerðasveitar og áhafnar Þórs á flaki El Grillo í Seyðisfirði. Búnaði sem notaður var við steypuvinnuna var komið í land auk þess sem liðsmenn séraðgerðasveitar fóru frá borði.

Fjallaæfing við Skaftafellsjökul - 15.5.2020

Capture_1589561495124

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega í viku hverri og fjallaæfingar eru fastur liður í störfum sveitarinnar. Í gær æfði áhöfnin í klettabelti við Skaftafellsjökul eins og meðfylgjandi myndband sýnir. Reynt er að velja sem fjölbreyttasta staði fyrir æfingarnar enda mikilvægt að þekkja sem flest svæði landsins.

Steypuvinnu lokið í flaki El Grillo - 15.5.2020

St5

Steypuvinnu Landhelgisgæslunnar til að koma í veg fyrir olíuleka frá tankskipinu El Grillo lauk síðdegis í dag. Undanfarna daga hafa kafarar séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór unnið að undirbúningi verksins. 

Kafarar Landhelgisgæslunnar steypa fyrir olíuleka El Grillo - 13.5.2020

Oliu-kafari

         Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór hefur undanfarna daga unnið að undirbúningi steypuvinnu svo hægt sé að koma í veg fyrir olíuleka sem stafar frá flaki El Grillo í Seyðisfirði. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á Tý og björgunarsveitir kallaðar út vegna báts sem svaraði ekki kalli - 13.5.2020

_S4I3241-2

Þyrla Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Tý og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Báturinn hafði orðið rafmagnslaus og ekki reyndist unnt að koma vél hans í gang. Honum var fylgt til hafnar. 

Óðinn sigldi á ný - 11.5.2020

Odinn-2020

Safnskipið Óðinn sigldi út á ytri höfn Reykjavíkur og aðalvélar skipsins voru ræstar í fyrsta sinn í tæp 15 ár. Skipið gegndi hlutverki varðskips í árabil en hefur undanfarin ár verið hluti af Sjóminjasafni Reykjavíkur. 

Fallbyssuæfing við ísröndina - 11.5.2020

IMG_3945-2-

Áhöfnin á varðskipinu Tý hélt fallbyssuæfingu við ísröndina NV af Vestfjörðum á föstudag. Alls var 64 skotum skotið í átt að ísjaka sem notaður var sem skotmark. Af meðfylgjandi myndbandi að dæma virðist æfingin hafa gengið einstaklega vel og ekki skemmdi fyrir að veðrið var með besta móti. Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður, tók myndbandið saman.