Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sala sjókorta sjómælingasviðs færist til Viking - 31.8.2011

Sala sjókort, sem gefin eru út af sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar, færist þann 1. september yfir til Viking Life-Saving Equipment á Islandi og hættir Raför þar með sem söluaðili sjókorta. Viking Life-Saving Equipment á Íslandi mun veita sömu þjónustu

Þyrla LHG í útkall til Vestmannaeyja - 30.8.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:50 beiðni frá lækni í Vestmannaeyjum um útkall þyrlu vegna veikrar konu í Vestmannaeyjum. Vegna slæmra veðurskilyrða lá almennt flug niðri til Vestmannaeyja.

Þyrla danska sjóhersins varð fyrir óhappi í lendingu - 30.8.2011

lynx_has-3_mk8

Lynx - björgunarþyrla danska flotans varð fyrir óhappi í lendingu að eftirlitsskipinu Hvidbjørnen þar sem skipið var statt  við bryggju í flotastöð danska sjóhersins í Grønnedal á Grænlandi mánudaginn 22. ágúst sl

TF-SIF heldur á ný í verkefni fyrir Frontex - 30.8.2011

SIFMEX_IMG_3504

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í morgun til Senegal í Afríku þar sem hún mun sinna landamæragæslu fyrir Frontex, landamæraeftirlitsstofnun Evrópusambandsins.

TF-SIF flaug yfir Kolbeinsey - 29.8.2011

Þegar flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug nýverið yfir Kolbeinsey kom í ljós að verulega hefur gengið á skerið og það minnkað talsvert frá heimsókn varðskipsmanna í júní 2010.

Þyrla LHG kölluð út eftir bílveltu við Múlakvísl - 29.8.2011

LIF_borur

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi kl. 21:16 beiðni um útkall þyrlu eftir bílveltu við Múlakvísl. Fór TF-LÍF í loftið kl. 22:03 og flaug með ströndu að Skógum þar sem sjúkrabifreið beið með hina slösuðu.

Forseti Litháen heimsækir Samhæfingarstöð ásamt forseta Íslands - 26.8.2011

Forseti Litháens dr. Dalia Grybauskaitė og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, ásamt fylgdarliði, heimsóttu í morgun björgunarmiðstöðina við Skógarhlíð.M.a. var  starfsemi samhæfingarstöðvar kynnt fyrir forsetanum auk rannsókna vísingamanna og aðgerðir vegna eldgosa.

Straummælingalagnir lagðar milli Íslands og Grænlands. Message from the Marine Research Institute, Iceland. Sub-surface current meter moorings - 25.8.2011

Nú stendur yfir leiðangur rannsóknaskipsins Knorr í Grænlandssundi. Knorr kemur frá  hafrannsóknastofnuninni Woods Hole í Bandaríkjunum og er markmið leiðangursins að leggja út 17 straummælingalagnir milli Íslands og Grænlands. Positions of sub-surface current meter moorings in the Denmark Strait.The moorings consist of an anchor and a wire with instruments and this kept straight by a sub-surface buoy.

Ráðstefna á Íslandi um mat á ógn vegna slysa í kjarnorkukafbátum - 22.8.2011

Arnaldur-2011-107

Haustið 2010 var haldinn alþjóðlegur fundur í Reykjavík þar sem kynntar voru tæknilegar upplýsingar sem nota þarf til að meta áhættu vegna slysa í kjarnorkukafbátum og öðrum kjarnorkuknúnum farartækjum (t.d. skipum).

Útkall vegna slyss í Kverkfjöllum - 19.8.2011

Landhelgisgæslunni barst í gær kl. 14:24 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um þyrlu til að flytja slasaðan mann til byggða frá Kverkfjöllum. Þar sem báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki í flughæfu ástandi var ákveðið að kalla til aðstoðar þyrlu Norðurflugs með þyrlulækni Landhelgisgæslunnar í áhöfn.

Þyrla LHG til aðstoðar Skógræktinni í Þórsmörk - 19.8.2011

Thorsmork_LIF

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðaði nýverið Skógrækt ríkisins og Vini Þórsmerkur við stígaviðgerðir í Goðalandi. Í verkefninu æfði áhöfn þyrlunnar krókflug eða sling.

Þyrla LHG æfir með björgunarsveit SL á Ísafirði - 16.8.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar var nýverið við æfingar með björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði.

Tvö þyrluútköll um helgina - 15.8.2011

P5310014

Um helgina bárust tvær beiðnir um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að óhöpp urðu á landsbyggðinni.

Flogið með vísindamenn á Mýrdals- og Vatnajökul - 14.8.2011

ALVDAgust-121-(2)

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í vikunni til aðstoðar Almannavarnadeild RLS þar sem  flogið var með vísindamenn að Vatnajökli og Mýrdalsjökli. Var í leiðangrinum m.a. sinnt viðhaldi á mælum.

Loftrýmisgæsla hefst að nýju - 12.8.2011

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný 17. ágúst nk. með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.

Stél af flugvélasprengju fannst í Kleifarvatni - 8.8.2011

Kofun_Kleifarvatn-08.08.11-311

Kafarar sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar fundu í dag stél af flugvélasprengju í Kleifarvatni eftir að ábending um torkennilegan hlut í vatninu barst frá köfurum björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði. 

Síða 1 af 2