Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Bygging flugskýlis gengur vel - 30.11.2022

Flugskyli

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæsluna gengur sérlega vel eins og sjá má á þessum myndum sem teknar eru með tveggja vikna millibili. Fyrir áramót verður byrjað að nota sjálft flugskýlið og í vor er gert ráð fyrir að skrifstofuhluti þess verði tilbúinn.

TF-GNA tók sig vel út á kyrrlátu kvöldi - 28.11.2022

2022-11-25-1

Himininn var fagur og kvöldið kyrrlátt þegar þessar fallegu myndir voru teknar á Reykjavíkurflugvelli af TF-GNA, þyrlu Landhelgisgsæslunnar.

Varðskipið Þór dró togskip til Reykjavíkur - 27.11.2022

Ahofn-ad-storfum

Skipstjóri íslensks togskips hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærmorgun og óskaði eftir aðstoð varðskips vegna vélarbilunar. Skipið var þá statt um 16 sjómílur vestur af Látrabjargi. 

Fjölmennt um borð í Þór - 25.11.2022

IMG_6626

Í gær var fjölmennt en góðmennt um borð í varðskipinu Þór. Áhöfnin fékk góða heimsókn frá leik- og grunnskólanum á Bíldudal ásamt kennurum. 

Æft með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins - 16.11.2022

AEft-med-slokkvilidi

Þegar eldur kemur upp í skipum eru slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gjarnan sendir með áhöfn þyrlunnar á vettvang. Því skiptir það afar miklu máli að þyrluáhafnirnar og slökkviliðið æfi saman rétt handtök.

Öflugar slökkvibyssur Freyju prófaðar - 15.11.2022

FIFI-slokkbibyssur

Varðskipið Freyja er vel tækjum búið. Þar er meðal annars að finna voldugar slökkvibyssur sem eru ákaflega afkastamiklar. Þær geta dælt um 7200 rúmmetrum af sjó á klukkustund og kastað vatninu um 220 metra frá skipinu. 

Kynning á AI-ARC - 8.11.2022

IMG_0993_1602851539410

Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins, Horizon2020. 

Endurskoðaðar leiðbeiningar um rithátt baughnita - 8.11.2022

Landhelgisgæslan hefur gefið út endurskoðaðar leiðbeiningar um rithátt baughnita ásamt nýjum leiðbeiningum um útsetningu á línum og hólfum og rithátt á stefnum og vegalengdum á sjó.

Vitavinna á Geirfuglaskeri og í Þrídröngum - 3.11.2022

20221101_162416

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði starfsmenn Vegagerðarinnar sem önnuðust viðhald á vitanum í Geirfuglaskeri og í Þrídröngum á dögunum. Vitinn í Geirfuglaskeri var settur upp árið 1956 og vitinn á Þrídröngum var tekinn í notkun árið 1942. 

Sendiherra bandaríkjanna í heimsókn - 2.11.2022

Image00010_1667403805803

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Carrin F. Patman, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð í gær. Patman kynnti sér starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, sjómælinga, séraðgerðasveitar og flugdeildar.