Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þyrlurnar sendar út vegna kajakræðara - 30.4.2017

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu tveimur kajakræðurum úr sjónum við Þjórsárósa í gærkvöld. Ljóst er að það skipti miklu máli að hafa tvær þyrlur til taks við þessar aðstæður.

Neyðarsendi bjargað úr sjónum - 26.4.2017

Þyrlan TF-SYN sótti í síðastliðinni viku neyðarsendi sem fokið hafði af norsku fiskiskipi í óveðri suðvestur af Reykjanesi en nokkrar tilkynningar höfðu borist frá flugvélum og skipum vegna hans. Kærkomin æfing fyrir þyrluáhöfnina. 

Söguljós: Bíræfnir Rússar staðnir að verki - 24.4.2017

Vorið 1996 fór Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlitsflug sem varð talsvert lengra en ráð var fyrir gert. Áhöfnin stóð rússneskan togara að ólöglegum veiðum innan við íslensku lögsögumörkin og veitti honum eftirför. Halldór Nellet, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í þessari eftirminnilegu aðgerð og hann rifjar málið upp í eftirfarandi frásögn.

Rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi - 21.4.2017

Sérútbúin flugvél verður hér við land næstu þrjár vikurnar til að rannsaka hafísröndina á Grænlandssundi. Flugvélin er á vegum háskóla bandaríska sjóhersins en Hafliði Jónsson, prófessor við skólann, leiðir þetta áhugaverða verkefni. Landhelgisgæslan hefur aðstoðað við undirbúninginn.

Þyrluáhöfnin í neðanjarðarhífingum - 20.4.2017

Áhöfn TF-SYN æfði hífingar bæði ofan jarðar og neðan á Reykjanesskaga í gær. Sigmanni var slakað niður í holu sem myndaðist á óvenjulegan hátt. 

Páskaegg á Bolafjallseggjum - 14.4.2017

Þyrlan TF-GNA fór í gæsluflug í vikunni og kom þá við í ratsjárstöðinni á Bolafjalli með glaðning handa starfsmönnunum, ljúffeng súkkulaðiegg til að narta í. Landhelgisgæslan óskar landsmönnum gleðilegra páska. 

Leysibendi beint að þyrlu LHG - 11.4.2017

Þyrlan TF-GNA var á flugi yfir Reykjavík í gærkvöld á leið til Vestmannaeyja að sækja sjúkling þegar geisla úr leysibendi var beint að henni. Slíkt athæfi getur truflað flugmenn og þannig skapað verulega hættu. 

Þyrlan sótti sjúkling til Vestmannaeyja - 5.4.2017

TF-GNA fór í sjúkraflug til Vestmannaeyja í kvöld en vegna þoku og rigningar þar var ekki unnt að senda þangað sjúkraflugvél. 

Viðbrögð æfð við eldi í skemmtiferðaskipi - 5.4.2017

Landhelgisgæslan, AECO og leitar- og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi standa fyrir æfingu í Reykjavík þessa vikuna. Umferð skemmtiferðaskipa á norðurslóðum hefur aukist verulega á undanförnum árum en miklar áskoranir fylgja leit og björgun á þessu hafsvæði.