Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


TF-LÍF flytur þyrluna sem hlekktist á við Nesjavelli - 25.5.2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF aðstoðaði í dag rannsóknarnefnd samgönguslysa við að flytja þyrluna sem hlekktist á þann 22. maí síðastliðinn við Nesjavelli, frá slysstað og niður að Nesjavallavirkjun.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 24.5.2016

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 30. maí með komu flugsveitar norska flughersins.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna neyðarboðs frá þyrlu - 22.5.2016

TF-LIF_8586_1200

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 19:45 í kvöld tilkynning í gegnum gervihnattatungl að neyðarboð hefði borist frá þyrlu sem stödd var á Hengilssvæðinu. Þá þegar voru tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út og var þyrla farin í loftið skömmu seinna. 

Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikilli flugslysaæfingu - 21.5.2016

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í einni stærstu flugslysaæfingu sem haldin hefur verið hér á landi. Æfingin var haldin á Keflavíkurflugvelli og tóku þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar þátt sem og starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Keflavík, á aðgerðasviði og í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan göngumann - 20.5.2016

Um hálftíuleytið í gærkvöld barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um þyrlu vegna fótbrotins göngumanns sem var fastur í fjalli fyrir ofan gönguleiðina í Naustahvilft ofan við Ísafjarðarflugvöll.

Landhelgisgæslan fylgist með hafís - 20.5.2016

Hafís er nú kominn inn fyrir lögsögumörk Íslands út af Vestfjörðum. Landhelgisgæslan fylgist vel með ísnum og er farið reglulega í eftirlit um svæðið á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF.

Sjómælingabáturinn Baldur 25 ára - 13.5.2016

Nú eru liðin 25 ár síðan sjómælingabáturinn Baldur kom til Reykjavíkur. Báturinn hefur á þessum 25 árum reynst Landhelgisgæslunni afar vel til sjómælinga, eftirlits, löggæslu, æfinga og margvíslegra annarra verkefna.

Eldur um borð í strandveiðibát - 11.5.2016

Vaktstöð siglinga / stjórnstöðin 2007

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt upp úr klukkan 13:00 í dag tilkynning frá strandveiðibát sem staddur var rétt utan við Siglufjörð um að eldur hefði komið upp í vélarrúmi bátsins.

Strandveiðar standa sem hæst - 9.5.2016

Strandveiðar standa nú sem hæst og er því verulegt annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Klukkan 11:00 í morgun voru er mest lét, alls 840 bátar á sjó enda veðurblíða á miðunum.

Landhelgisgæslan fær hjartahnoðtæki frá Kiwanis - 4.5.2016

Í dag gaf Styrktarsjóður Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar og Kiwanisklúbbarnir Elliði, Eldey, Esja, Hekla og Dyngja svokallað Lucas2 hjartahnoðtæki til notkunar í þyrlum Landhelgisgæslunnar.