Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Gleðilegt nýtt ár - myndasyrpa frá viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslu Íslands. - 30.12.2011

flugeldar_1

Starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands óska samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakka ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Hér má sjá margvíslegar myndir úr fjölbreyttu starfi Landhelgisgæslunnar á árinu 2011.

TF-LIF kölluð út eftir bílslyss við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi - 23.12.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni frá Neyðarlínu um að þyrla yrði sett í biðstöðu á flugvelli vegna bílslys sem varð rétt við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Var þyrluáhöfn kölluð út og kl. 11:48 var óskað eftir að þyrlan færi á vettvang.

Fá skip á sjó um jólin - 23.12.2011

Thor,-Tyr,-AEgir_jol

Landhelgisgæsla Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.Aðeins tveir íslenskir togarar voru á sjó innan íslenska hafsvæðisins í morgun kl. 07:00 og voru þeir á leið til hafnar. Einnig voru sex erlend flutninga- og fiskiskip innan íslenska leitar- og björgunarsvæðisins. 

Sprengjusveitin eyðir hættulegu efni fyrir Sorpu - 22.12.2011

013

Eitt af verkefnum sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er að eyða efnum sem hætta getur stafað af. Landhelgisgæslunni barst nýverið aðstoðarbeiðni frá Sorpu vegna eyðingar á efni sem barst þeim í efnakari rannsóknarstofu.

Útkall vegna slyss í Reykhólahöfn - 22.12.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:34 beiðni, í gegnum Neyðarlínuna, um aðstoð þyrlu frá lækni  í Búðardal vegna slyss sem varð um borð í bát við bryggju í Reykhólahöfn.Fór TF-GNA í loftið kl. 11:06 og flaug hún beint á staðinn og lenti kl. 11:40 á flugvellinum á Reykhólum.

TF-SIF komin til Íslands - 21.12.2011

211211_SIF2

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag eftir tveggja mánaða fjarveru við verkefni á vegum landamærastofnunar Evrópusambandsins. Var flugvélin við eftirlit á Miðjarðarhafi og Eyjahafi en gert var út frá ítölsku borginni Brindisi.

TF-SIF á heimleið - 20.12.2011

Aegir_SIF

Verkefnum TF-SIF,  flugvélar Landhelgisgæslunnar  árið 2011 er nú lokið fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flugvélin er nú á heimleið frá Ítalíu og er gert ráð fyrir að hún lendi á Reykjavíkurflugvelli á morgun miðvikudag. 

Opnun tilboða hjá Ríkiskaupum vegna tímabundinnar leigu á þyrlu - 19.12.2011

GNA3_BaldurSveins

Opnun tilboða vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar fór fram í dag hjá Ríkiskaupum.  Niðurstöður urðu þær að tvö tilboð bárust. Annars vegar þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og þyrlur LHG og í eigu Knut Axel Ugland Holding. Hins vegar barst frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N.

Fjareftirlit á hafsvæði A1 –
Sjálfvirk tilkynningaskylda
- 18.12.2011

stk_taeki

Samkvæmt reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa nr. 672/2006 átti eftir orðanna hljóðan að skipta út Racal tækjum fyrir AIS tæki í skipum og bátum með haffæri á hafsvæði A1 strax um áramótin 2010 / 2011. Nú um áramótin eiga allir bátar og skip að hafa farið í gegnum búnaðarskoðun og tækjaskipti eiga að hafa farið fram. Eftir áramótin verður engin vöktun á sendingum Racal tækja.

TF-LIF kölluð út vegna alvarlegra veikinda - 18.12.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 04:16 aðfaranótt sunnudags beiðni frá lækni á Kirkjubæjarklaustri um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegra veikinda. Varðstjórar í stjórnstöð kölluðu út TF-LIF sem fór í loftið kl. 05:00 og var flogið til móts við sjúkrabifreið.

Engin kærumál komu upp við eftirlit Ægis - 17.12.2011

AegirIMGP0467

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit í Faxaflóa og á Breiðafirði. Í ferðinni var farið til eftirlits í fimmtán skip og báta.  Ekki komu upp kærumál í þessum skoðunum sem er breyting til batnaðar.

Upplýsingar birtar að nýju vegna misvísandi fréttaflutnings um ferðir erlendis - 15.12.2011

31072011_LHG_Aegir_bjorgun-(15)

Að gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan birta að nýju samantekt  varðandi ferðir starfsmanna Landhelgisgæslunnar erlendis á árinu 2011. Er samantektin birt að nýju vegna misvísandi fréttaflutnings fjölmiðla að undanförnu. Voru upplýsingar settar inn á heimasíðu Landhelgisgæslunnar 22. nóvember sl.

Jólasamverustund starfsmanna í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 13.12.2011

JolasamkomaLHG2011-052

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var í gær haldin í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Er jólastundin árviss viðburður og ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna. 

Þyrla LHG kölluð til leitar á Jökuldal - 12.12.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:25 á sunnudag beiðni frá lögreglunni á Höfn og Egilsstöðum um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit að fjórum vélsleðamönnum norður af Vatnajökli sem fóru til leitar að kindum sem ekki höfðu skilað sér í haust. Höfðu þeir áætlað að hefja eftirleitina frá  Egilsselsskála í  Jökuldal .

Mælingar á vélbúnaði Þórs leiddu í ljós titring - 8.12.2011

Við mælingar á vélbúnaði, vegna ábyrgðar varðskipsins Þórs, kom í ljós titringur á annarri aðalvél skipsins.  Fór Landhelgisgæslan fram á við framleiðendur vélanna, sem er Rolls Royce í Noregi,  að sendir yrðu fulltrúar þeirra til þess að kanna hver orsökin gæti verið, enda leggur Landhelgisgæslan á það mikla áherslu að nýta ábyrgðartíma vélanna sem eru 18 mánuðir.

Stöðugt fjareftirlit stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar innan hafsvæðisins skilar árangri - 7.12.2011

Olíuskipið Sti. Heritage, sem skráð er á Marshall eyjum og er tæplega 40.000 tonna tankskip lónaði frá föstudegi til þriðjudags um 40 sjómílur A-af Stokksnesi. Olíuskipið var á siglingu með fullfermi frá Murmansk í Rússlandi til Shetlandseyja en vegna veðurs  fékk skipið fyrirmæli frá útgerðarfélagi sínu að bíða á þessu svæði eftir hagstæðari veðurskilyrðum.