Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Leit að þýsku ferðamönnunum haldið áfram - útkall vegna ferðamanna í sjálfheldu í Köldukvísl - 23.8.2007

Leit að þjóðverjum 23. ágúst 2007
Fimmtudagur 23. ágúst 2007.
Leit að tveimur þjóðverjum sem saknað hefur verið var haldið áfram í gær og í dag. Þyrlurnar Gná og Eir taka þátt í leitinni en Syn hefur séð um að flytja 20 björgunarsveitarmenn austur til Hornafjarðar.  Eir þurfti í gær að fara í útkall á leið á leitarsvæðið vegna tveggja kvenna sem voru í sjálfheldu á þaki bíls í Köldukvísl.

Landhelgisgæslan sá um flugeldasýningu og öryggiseftirlit á sjó á menningarnótt - 23.8.2007

Týr á menningarnótt 2007
Sunnudagur 19. ágúst 2007.
Mikill erill var um helgina hjá Landhelgisgæslunni. Landhelgisgæslan stjórnaði öryggismálum á sjó vegna menningarnætur og sá um flugeldasýningu í samstarfi við fleiri viðbragðsaðila.

Útköll vegna slasaðrar konu í Víti, ferðamanns í sjálfheldu í Tungnaá, og leit að þýskum ferðamönnum - 23.8.2007

Tungnaá - útkall v. þýskrar ferðakonu í sjálfheldu 180807
Sunnudagur 19. ágúst 2007.
Tvær hjálparbeiðnir bárust Landhelgisgæslunni í dag, annars vegar vegna tveggja þýskra ferðamanna sem saknað er og hins vegar vegna konu sem lent hafði í grjóthruni í Víti við Öskjuvatn.

Þrjár vélar Landhelgisgæslunnar á lofti á sama tíma vegna þriggja útkalla - 18.8.2007

Gná sjúkraflug í skemmtiferðaskipið Saga Rose 170807
Föstudagur 17. ágúst 2007.
Áhöfn landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld og fór eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, til fylgdar.  Einnig sótti áhöfn þyrlunnar Eirar konu sem hafði fallið af hestbaki á Kjalvegi.

Mælingar við Surtsey frá 1967 - 2007 - 8.8.2007

Surtsey2

Miðvikudagur 8. ágúst 2007

Nýverið var mælingabáturinn Baldur við mælingar umhverfis Surtsey og eyjarnar norðaustur af henni en í ár eru 40 ár liðin frá fyrstu mælingum við eyjuna.