Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 23.7.2018

Img_0732

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 300 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í báti á Héraðsflóa - 10.7.2018

Img_2937_1531260663211

Mannbjörg varð þegar eldur kom upp í bát á Héraðsflóa á þriðja tímanum í dag. 

Rétt rúmum hálftíma eftir að TF-SYN var kölluð út var var búið að hífa skipverjann, sem var einn í bátnum, um borð í þyrluna. Aðstæður til björgunar á Héraðsflóa voru góðar og var maðurinn við góða heilsu þegar honum var bjargað um borð í þyrluna.


Yfirmaður bandaríska sjóhersins heimsótti Keflavík - 10.7.2018

Img_7575_1531227945176

John Richardsson aðmíráll, yfirmaður bandaríska sjóhersins, kom hingað til Íslands á dögunum og kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar í Keflavík. Ricardsson skoðaði aðstöðuna á Keflavíkurflugvelli og hitti bandaríska flugsveit sem stödd er hér á landi. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og utanríkisráðuneytisins tóku á móti Richardsson við komuna til landsins.

TF-SYN sótti slasaða konu í Fljótavík - 9.7.2018

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna slasaðrar konu í Fljótavík. Þyrlan flutti konuna á Landspítalann í Fossvogi.

TF-SYN fengin til aðstoðar vegna grjótskriðu sem féll úr Fagraskógarfjalli - 7.7.2018

Screen-shot-2018-07-07-at-21.09.54

Áhöfnin á TF-SYN aðstoðaði lögreglu og jarðvísindamenn í Hítardal í dag vegna grjótskriðu sem féll úr Fagraskógarfjalli í nótt. Flogið var yfir svæðið og umfang skriðunnar metið.

TF-SIF í sjúkraflug til Árósa - 5.7.2018

Tf-sif-i-arosum-betri-gaedi

Í vikunni barst Landhelgisgæslunni beiðni frá Landspítalanum þar sem óskað var eftir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, myndi annast flug með sjúkling sem þurfti að komast með hraði til Árósa vegna alvarlegra veikinda. TF-SIF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið á þriðjudag áleiðis til Danmerkur.

Þrjú þyrluútköll í dag - 4.7.2018

Thyrla-ulfljotsvatn3

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa þrívegis verið kallaðar út vegna slysa eða veikinda í dag.

Viðhald á Hrollaugseyjum - 4.7.2018

Starfsmenn vitadeildar Vegagerðarinnar vinna nú að viðhaldi á vitanum á Hrollaugseyjum ásamt áhöfninni á varðskipinu Þór. Áætlað er að vinna við vitann taki um fjóra til fimm daga.

Myndband sem sýnir svipmyndir frá vel heppnaðri ráðstefnu sigmanna - 2.7.2018

Ljosmynd-2_1530541410173

Samtök evrópskra sig- og björgunarmanna gerðu frábært myndband sem sýnir svipmyndir af sjósundi sigmanna með forseta Íslands, sameiginlegri æfingu við ytri höfn Reykjavíkur og sundkeppni, svo eitthvað sé nefnt. Allt var þetta liður í vel heppnaðri ráðstefnu sem sigmenn Landhelgisgæslunnar skipulögðu og haldin var hér á landi í síðasta mánuði.