Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Viðbúnaður vegna netabáts sem datt úr ferilvöktun Landhelgisgæslunnar - 31.3.2010

TYR_Akureyri44
Mikill viðbúnaður hófst síðdegis þegar tuttugu tonna netabátur með þrjá menn í áhöfn datt út úr ferilvöktun Landhelgisgæslunnar kl. 17:37 í NV- verðum Húnaflóa. Hófst þá eftirgrennslan hjá varðstjórum Landhelgisgæslunnar sem ekki bar árangur. Voru þá Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þau Húnabjörg frá Skagaströnd ásamt Gunnari Friðrikssyni frá Ísafirði kölluð út auk þess sem ferðaþjónustubátur frá Ingólfsfirði á Stöndum var beðinn um að stefna að síðasta þekkta stað netabátsins.

Nemar lögregluskólans við þjálfun um borð í v/s TÝR - 29.3.2010

Nýverið komu lögregluskólanemar um borð í v/s TÝ til þjálfunar.TY23-03-2010_206 Hópurinn taldi 27 nema, þar á meðal voru tveir nemar frá Noregi og tveir frá Finnlandi auk þriggja leiðabeinanda.

Æfð var notkun björgunarbúnaðar og sjóbjörgun bæði frá skipi og léttbátum, fjörulending, sigling og umgengni léttbáta og uppganga í skip, ferðlaust og á ferð.

Starfsmannafundur í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 27.3.2010

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í dag saman í flugskýlinu við Nauthólsvík þar sem farið var yfir ýmis mál varðandi reksturinn og það sem framundan er í starfseminni.

Línubátur strandar við Héðinshöfða á Skjálfanda - 26.3.2010

Hedinshofdi
Vaktstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar fengu kl. 01:56 aðstoðarbeiðni á rás 16 frá línubát sem strandaður var við Héðinshöfða, um 3 sjómílur norður af Húsavík. Tveir menn voru um borð í bátnum og sakaði þá ekki. Enginn leki virtist kominn að bátnum. Samstundis voru tveir nærstaddir línubátar kallaðir til aðstoðar, Karolína og Háey II sem héldu á strandstaðinn. Einnig var björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Húsavík kölluð út. Auk þess var bakvakt SL og lögreglu gert viðvart.

Gossvæðið í gegnum linsu þyrluáhafnar - 25.3.2010

Eldgos_i_Fimmvorduhalsi_280
TF-LÍF fór í gærkvöldi í æfingu með nætursjónauka og miðunarbúnað þar sem flogið var inn í Þjórsárdal og þyrlunni lent í námunda við hraunfoss sem rennur niður frá gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi. Tók áhöfnin nokkrar myndir af eldsumbrotunum. Var síðan farið í fjallaæfingu við Hattfell þar sem stýrimaður og og læknir sprönguðu niður.

Gögn úr eftirlitsbúnaði TF-SIF bylting fyrir vísindamenn - 24.3.2010

12mb__IB_7676
TF-SIF flaug í dag yfir gossvæðið á Fimmvörðuhálsi með jarðvísindamenn og veðurfræðinga. Auk þeirra komu þingmenn Suðurkjördæmis í flugið ásamt Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kynntu þau sér eftirlitsbúnað í TF-SIF og hvernig gögn vélarinnar styðja við vinnu jarðvísindamanna. Að sögn jarðvísindamanna hefur nákvæm kortlagning við útbreiðslu hrauna ekki verið möguleg hér á landi fyrr nú með gögnum úr eftirlitsbúnaði TF-SIF.

Þróun eldsumbrota á Fimmvörðuhálsi kortlögð. Styður við rannsóknir vísindamanna - 22.3.2010

SIF220310
TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi í dag þar sem aðstæður á svæðinu voru bornar saman við fyrri mælingar eftirlits og leitarratsjár flugvélarinnar. Með í för voru vísindamenn en einnig Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins sem og Guðmundur Guðmundsson upplýsingafulltrúi, Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Þórunn Hafstein, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu auk Kjartans Þorkelssonar sýslumannsins á Hvolsvelli.

Gögn frá eftirlitsflugvélinni TF-SIF sýna að virkni gosstrókanna hefur nokkuð breyst frá í morgun - 21.3.2010

SIF_eftirlit
Eftirlitsflugvélin TF-SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 21:50 í kvöld eftir að hafa flogið í um klukkustund yfir gossvæðið á Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Notuð var eftirlits- og leitarratsjá flugvélarinnar til að mæla hvort breytingar hafi orðið á yfirborði svæðisins frá flugi TF-Sifjar í morgun. Að sögn jarðvísindamanna sem voru með í för hefur virkni gossins nokkuð breyst frá því í morgun en þá voru um 15 minni gosstrókar í sprungunni en nú er um er að ræða sex aðalstróka og fjóra minni sem virðast kraftmeiri.

TF-SIF er nú á flugi yfir gossvæðinu - búnaður vélarinnar nýttur til að meta aðstæður - 21.3.2010

Nú fyrir stuttu eða kl. 20:15 í kvöld tók eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF á loft frá Reykjavíkurflugvelli áleiðis að gossvæðinu milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Með í för eru Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri og Jón Bjartmars yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Þá eru um borð jarðvísindamenn og fulltrúar Veðurstofu Íslands. Tilgangur ferðarinnar er að meta aðstæður svo unnt sé að taka ákvörðun um framhaldið. Notkunarmöguleikar flugvélarinnar á sviði almannavarna eru gríðarlegir þar sem unnt er að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum með búnaði vélarinnar.

Eftirlitsflugvélin TF-SIF sannar getu sína við eldsumbrotin á Fimmvörðuhálsi - 21.3.2010

Eyjafjradar3
Við eldgosið á Eyjafjallajökli sl. nótt sýndi og sannaði eftirlitsflugvélin TF-SIF hversu nauðsynlegt er fyrir Landhelgisgæsluna að hafa yfir að ráða öflugri flugvél þegar íslensku náttúruöflin láta á sér kræla. TF-SIF er búin mjög öflugri eftirlits og leitarratsjá en við eldgos og aðrar rannsóknir á yfirborði lands og sjávar er notuð virkni sem kallast „Spot SAR mode“ en þá er loftneti radarsins beint að viðkomandi svæði og á nokkrum sekúndum teiknar hann upp útlínur viðfangsefnisins að yfirborði þess svæðisins.

Hraungossprungan á Fimmvörðuhálsi - 21.3.2010

Lif1
Samkvæmt upplýsingum frá jarðvísindamönnum um borð í TF-LÍF er gosið norðarlega í Fimmvörðuhálsi, á milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Gossprungan virðist vera um 1 km að lengd og liggur í norðaustur – suðvestur. Lágir gosstrókar koma úr sprungunni og lítil aska sjáanleg.

Jarðvísindamenn skoða eldsumbrot við Eyjafjallajökul úr þyrlu og eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar - 21.3.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF fór frá Reykjavík kl. 01:40 með jarðvísindamenn til að kanna eldsumbrot við Eyjafjallajökul úr lofti. Flugvélin TF-SIF fer í loftið um kl. 04:00 og verður jökullinn kannaður úr eftirlitsbúnaði vélarinnar, eru jarðvísindamenn einnig um borð í flugvélinni. Varðskip er á svæðinu og verður það til taks ef þörf er á en um borð er eldsneyti fyrir þyrluna.

TF-SIF við eftirlit á suðausturmörkum lögsögunnar - Eyjafjallajökull skoðaður með jarðvísindamönnum - 19.3.2010

sif_LANDEHOFN-003
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hefur í vikunni flogið reglulega yfir Eyjafjallajökul vegna jarðhræringa á svæðinu. Jarðvísindamenn hafa verið með í för, jökullinn skoðaður og myndir teknar.  Ennþá er í gildi óvissustig sem Almannavarnir gáfu út föstudaginn 4. mars. Í einu fluginu var flogið yfir Landeyjahöfn (Bakkafjöruhöfn)  og hún skoðuð úr 1048 feta hæð.

Útkall vegna fiskibáts á Skerjafirði - 18.3.2010

AsgrimurSBjornsson
Varðstjórar Landhelgisgæslunnar urðu í fjareftirlitskerfum vaktstöðvar siglinga varir við óvenjulega siglingu fiskibáts kl. 16:37.  Var báturinn staðsettur á Skerjafirði. Höfðu þeir samband við bátinn og kom þá í ljós að hann var stýrislaus en með vélarafl. Björgunarbáturinn Fiskaklettur fór frá Hafnarfirði innan 10 mínútna frá útkalli og var kominn að fiskibátnum kl. 17:08, eða um 23 mínútum eftir útkall,

Viðbúnaður og björgun vegna slysa á fjöllum eða í strjálbýli - 16.3.2010

Fjallamennskunamsk_styrim_laeknar23_24112007
Málþingið „Hópslys í strjálbýli – viðbúnaður og björgun“ hefst á Akureyri á morgun miðvikudaginn 17. mars. Málþingið er hluti af verkefnafundi Norðurslóðaverkefnisins Cosafe - Cooperation for safety in sparsely populated areas. Á málþinginu verður boðið upp á ýmsa fyrirlestra varðandi viðbúnað og björgun vegna slysa á fjöllum eða í strjálbýli og mun Friðrik Höskuldsson stýrimaður flytja fyrirlestur um hlutverk Landhelgisgæslunnar í fjallabjörgun og slysum í dreifbýli.

Æfingar Ægis með danska varðskipinu Ejnar Mikkelsen - 12.3.2010

Afing_med_p_571_28022010_(18)
Nýlega var haldin sameiginleg æfing varðskipsins Ægis og danska varðskipsins Ejnar Mikkelsen við Færeyjar. Var æfingin liður í samkomulagi sem undirritað var við danska sjóherinn árið 2007 um nánara samstarf er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi. Í því felst m.a. sameiginlegar æfingar og þjálfun með einingum danska sjóhersins við Færeyjar og Grænland.
Síða 1 af 2