Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Lætur af störfum hjá Gæslunni eftir 43 ára starf - 30.4.2007

Vaktstöð siglinga Ásgrímur og Leif
Mánudagur 30. apríl 2007.
Leif K. Bryde, varðstjóri í Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, tekur vaktina í síðasta skipti í dag en hann hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í 43 ár.

Bílstjóri flutningabíls slasaðist í bílveltu við brúna yfir Hrútafjarðará - Björgunarþyrlan Steinríkur flutti hann á sjúkrahús - 30.4.2007

Steinríkur björgunarþyrla
Mánudagur 30. apríl 2007.

Þyrlan Steinríkur flaug í dag að Brú í Hrútafirði til að sækja mann sem hafði slasast í bílveltu. Hann var bílstjóri flutningabíls sem lenti út af veginum og valt.

Æfing með danska sjóhernum - 18.4.2007

IMG_8721
Miðvikudagur 18. apríl 2007.
Landhelgisgæslan hefur löngum átt gott samstarf við danska sjóherinn. Stundum eru haldnar sameiginlegar æfingar þegar dönsku eftirlitsskipin eru innan íslenskrar lögsögu. Hafa þyrlur og skip danska sjóhersins margoft komið til bjargar þegar Landhelgisgæslan hefur kallað þau til aðstoðar.

Samstarfssamningur við bandarísku strandgæsluna - 18.4.2007

Þriðjudagur 17. apríl 2007.
Í fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir: Ákveðið hefur verið að gera samstarfssamning milli bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands um leit og björgun, samvinnu um reglubundna upplýsingamiðlun um vöktun skipaferða, þjálfun, æfingar og starfsmannaskipti.

Hafísinn á svipuðum slóðum - 17.4.2007

Hafís II 160407

Mánudagur 16. apríl 2007.
Guðmundur Emil Sigurðsson stýrimaður í flugdeild Landhelgisgæslunnar tók þessar myndir af hafís í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar.

Varðskipsmenn í félagsskap höfrunga er skipt var um öldumælisdufl undan Bakkafjöru - 12.4.2007

Höfrungur og léttbátur Ægis
Fimmtudagur 12. apríl 2007.
Höfrungar syntu umhverfis varðskipsmenn Ægis er þeir voru nýlega að skipta um öldumælisdufl undan Bakkafjöru.

Skipstjórinn sem leitað var að fannst látinn - 12.4.2007

Fimmtudagur 12. apríl.
Skipstjóri fiskibáts frá Vopnafirði, sem leitað var að frá því í gærkvöldi, fannst látinn fyrir hádegið í dag.

Leitað að skipstjóra frá Vopnafirði - bátur hans fannst mannlaus - 12.4.2007

Fimmtudagur 12. apríl 2007.

Þyrla og varðskip Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir frá Vopnafirði og nágrenni hafa leitað í nótt að trillusjómanni frá Vopnafirði og stendur leit enn yfir þegar fréttatilkynning er send út kl. 8.

Gaman að vinna hjá Gæslunni - Starfsmaður í 25 ár og bátsmaður í 10 ár - 11.4.2007

Gudmundur_St._Valdimarsson_2007

Miðvikudagur 11. apríl 2007.
Það virðist vera gott að starfa hjá Gæslunni ef marka má litla starfsmannaveltu og háan starfsaldur margra starfsmanna. Guðmundur St. Valdimarsson hefur verið hjá Gæslunni með stuttum hléum í 25 ár.

Trilluskipstjóri staðinn að meintum ólöglegum veiðum á friðuðu svæði í Faxaflóa - 10.4.2007

Sigurður Óskarsson stýrimaður les sjóræningjum pistilinn

Mánudagur 9. apríl 2007.

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í dag að handfærabáti að meintum ólöglegum veiðum inni á friðunarsvæði í Faxaflóa.

Björgunarþyrlan Líf sótti slasaðan mann eftir fjórhjólaslys - 10.4.2007

_DSC1018
Mánudagur 9. apríl 2007.
Björgunarþyrlan Líf sótti slasaðan mann eftir fjórhjólaslys á Meðallandssandi.

Sjúkraflug til Svíþjóðar - 10.4.2007

Kort_syn040309
Föstudagur 6. apríl 2007.
Flugvél Landhelgisgæslunnar, Syn, flutti í dag sjúkling frá Reykjavík til Malmö í Svíþjóð þar sem sjúkraflugvél var ekki tiltæk til að sinna verkefninu.

Djúpsprengja sett á land í höfninni á Rifi - Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar kallaðir til - 3.4.2007

Sprengja á Rifi í apríl 07 (1)
Þriðjudagur 3. apríl 2007.
Skipstjóri togbáts frá Rifi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að hann hafði sett djúpsprengju á land í höfninni á Rifi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu sprengjunni.

Grunnskólabörn í Neskaupstað heimsóttu varðskipið Tý - 3.4.2007

Grunnskólabörn heimsækja Tý (II) mars 2007

Þriðjudagur 3. apríl 2007.
Áhöfn varðskipsins Týs fékk skemmtilega heimsókn í Neskaupstað, en þar komu tveir hópar grunnskólabarna um borð og fræddust um varðskipið og starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Aðstoð við vélbilaðan bát frá Rifi - 3.4.2007

Sunnudagur 1. Apríl 2007.
Vaktstöð siglinga aðstoðaði línubátinn Þorlák ÍS sem var með bilaða vél. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar dró hann til hafnar á Ólafsvík.