Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Síðasta vaktin á 27 ára starfsferli hjá LHG - 29.9.2012

2012-09-27,-Jon-Ebbi-aa
Jón Ebbi Björnsson varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni stóð sína síðustu vakt á stjórnstöðinni sl. fimmtudag en hann hefur í 27 ár verið í starfi hjá Landhelgisgæslunni. Hann hóf störf árið 1985 og var fyrst loftskeytamaður um borð í varðskipunum en fyrir þann tíma hafði hann verið um árabil loftskeytamaður á íslenskum skipum víða um heim.

Ægir kom að björgun 130 flóttamanna í Miðjarðarðarhafi - 26.9.2012

Agir_Midjhaf

Viðtal við Einar Valsson skipherra á varðskipinu Ægi birtist nýlega í september útgáfu „The Border Post“ sem er fréttabréf Frontex, landamærastofnunar EvrópusambandsinsÍ viðtalinu segir Einar frá verkefnum varðskipsins sem nýverið sneri aftur til Íslands eftir sex vikna verkefni í Miðjarðarhafi fyrir Frontex.

Skipulagsskrá undirrituð fyrir Þyrlukaupasjóð - 24.9.2012

Thyrlusjodur_undirskrift

Nýverið var undirrituð skipulagsskrá fyrir Þyrlukaupasjóð en stofnandi sjóðsins er Öldungaráðið (félag fyrrverandi starfsmanna Landhelgisgæslunnar og Sjómælinga Íslands). Stofnfé sjóðsins gaf Ásatrúarfélagið þann 12. maí sl. í söfnun til kaupa/leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæslu Íslands eða búnaðar í björgunarþyrlu.

Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann - 22.9.2012

TF-LIF_8434_1200
Landhelgisgæslunni barst síðdegis í dag beiðni um aðstoð þyrlu eftir að óhapp varð um  borð í íslensku rannsóknaskipi þar sem það var statt um 95 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Eftir að hafa rætt við skipstjóra mat þyrlulæknir að nauðsynlegt væri að sækja manninn. Hann væri ekki í lífshættu en þyrfti engu að síður að komast undir læknishendur. 

Þyrla LHG sækir slasaða eftir bílslys - 20.9.2012

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 16:00 í dag beiðni um þyrlu í gegnum 1-1-2 eftir að bílslys varð í Vatnsfjarðardal við Ísafjarðardjúp. TF-GNA fór í loftið frá Reykjavík kl. 16:35 og lenti við slysstað kl. 17:31. Tveir slasaðir voru fluttir um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 17:51. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:47.

Fjörutíu ár í starfi hjá Landhelgisgæslunni - 20.9.2012

IMG_4878

Síðdegis í dag hittust nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar í kaffi og fögnuðu nýlegum tímamótum. Þar á meðal var fjörutíu ára starfsafmæli Halldórs B. Nellett skipherra en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni árið 1972 og þá sem messi á varðskipinu Ægi með Guðmund Kærnested skipherra.

Ánægja með þátttöku Íslendinga í björgunaræfingu við Grænland - 20.9.2012

Nyhavn1

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 var haldin dagana 10.-14. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Æfingin var haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Um 80-100 fulltrúar Íslands tóku með einum eða öðrum hætti þátt í æfingunni.

Nætursjónaukar auka öryggi og magna ljós í myrkri - 18.9.2012

Snapshot-2-(18.3.2012-16-10)

Á haustin taka taka við hjá þyrluáhöfnum reglubundnar æfingar með nætursjónauka en Landhelgisgæslan hefur frá árinu 2002 verið með búnaðinn í Super Puma þyrlunum TF-GNA og TF-LIF. Að sögn flugstjóra auka nætursjónaukar notkunargetu þyrlanna um 90% og skipta sköpum við björgunarstörf.

Tvö þyrluútköll á laugardag - 16.9.2012

TF-LIF_8434_1200

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út tvisvar sinnum á laugardag eftir að óhöpp urðu á landsbyggðinni. Fyrri aðstoðarbeiðnin barst kl. 10:40 eftir að karlmaður á fertugsaldri slasaðist við smalamennsku í nágrenni Fellastrandar í Hvammsfirði. Farið var í loftið kl. 11:12 og haldið beint á staðinn.

Leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 hafin - 10.9.2012

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Í dag hefst við austurstönd Grænlands fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 sem haldin er í tengslum við samning Norður Heimskautsráðsins vegna leitar og björgunar. Takmark æfingarinnar er að þjálfa raunveruleg leitar- og björgunarviðbrögð Norðurskautsþjóðanna.

Slasaður skipverji sóttur um borð í togskip - 7.9.2012

LHG_utkall03052012-(7)

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út um klukkan 06:35 í morgun eftir að slys varð um borð í íslensku togskipi sem staðsett var um 50 sjómílur vestur af Snæfellsnesi.  Fór þyrlan í loftið kl. 07:11. Flogið var beint á staðinn þar sem sigmaður og læknir sigu niður í skipið og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning.

Togvíraklippunum fyrst beitt fyrir 40 árum síðan - merk tímamót í sögu landhelginnar - 5.9.2012

Klippurnar2

Í dag eru 40 ár liðin síðan hinum þekktu togvíraklippum var fyrst beitt en þær voru helsta vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum árin 1972 og 1975. Var þar á ferð varðskipið Ægir með Guðmund Kjærnested skipherra í brúnni, norður af Horni.

Áhöfn skútunnar bjargað um borð í færeyska varðskipið Brimil - 4.9.2012

Brimil_batur

Þær fregnir bárust Landhelgisgæslunni upp úr kl. 19:00 að danska varðskipinu Brimil tókst að bjarga um borð áhöfn pólsku skútunnar RZESZOWIAK sem sendi út neyðarkall rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Aðgerðin reyndi mjög á hæfni þyrluáhafnar - 4.9.2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:08 í gærkvöldi frá 1-1-2 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að maður féll í Jökulsá í Lóni. Takmarkaðar upplýsingar fengust frá staðnum aðrar en að fólk í hestaferð var að fara yfir ána og féll þá einn úr hópnum af baki og hvarf sjónum samferðamanna. Fimm manns voru í sjálfheldu á eyri úti í ánni.

Kiwanisklúbburinn Eldfell afhendir Landhelgisgæslunni veglegan styrk - 3.9.2012

MEldingafhendingIMG_3886

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar veitti í morgun viðtöku, um borð í varðskipinu Þór,  ávísun á 2,7 milljónir króna frá félögum Kiwanisklúbbsins Eldfells. Þessi veglegi styrkur er afrakstur söfnunarátaks Eldfells  og var markmið þess að búa sjúkraklefa varðskipsins Þórs sambærilegum tækjum og eru um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Fjörutíu ár liðin frá útfærslu lögsögunnar í 50 sml - 1.9.2012

Í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur.  Á þeim tíma voru Íslendingar komnir með nýtt vopn gegn landhelgisbrjótum, svokallaðar togvíraklippur sem skorið gátu botnvörpur aftan úr breskum togurum með tilheyrandi tilkostnaði fyrir útgerðina.