Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Cospas Sarsat hættir hlustun neyðarsendinga á tíðninni 121,5 MHz og 243 MHz - 30.1.2009

Eir björgunaræfing með Ægi sumarið 2007
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vill vekja athygi á að þann 1. febrúar hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla. Aðeins ein af 50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz er raunverulegt neyðartilvik. Þetta hefur í för með sér veruleg áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva (SAR).

Nýjar siglingaleiðir opnast á norðurslóðum - 29.1.2009

FundurNATO1
Málstofa um öryggishorfur á norðurslóðum undir heitinu „Security Prospects in the High North“ fór fram í dag á Nordica hótelinu. Um þrjúhundruð manns frá tuttugu og sex ríkjum NATÓ tóku þátt í málstofunni. Í málstofunni var fjallað um þær breytingar sem eiga sér stað á norðurslóðum með hlýnandi loftslagi og bráðnun íshellunnar.

Viðbúnaður vegna eins hreyfils flugvélar - 28.1.2009

Í dag klukkan 15:35 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá Flugstjórn um eins hreyfils flugvél í vandræðum vegna ísingar. Flugvélin var á leið frá Grænlandi og átti eftir um 275 sjómílur til Reykjavíkurflugvallar. Sett var af stað viðbúnaðarstig.

Bátur tekinn við meintar ólöglegar veiðar - 26.1.2009

Í gær stóð varðskip Landhelgisgæslunnar línubát að meintum ólöglegum veiðum inni á skyndilokunarsvæði út af Vatnsleysuströnd. Um er að ræða skyndilokun nr. 8 sem auglýst var 21. janúar sl. eftir að Hafrannsóknastofnun hafði fengið upplýsingar um of hátt hlutfall smáfisks í afla báta á svæðinu.

Tvö þyrluútköll eftir hádegi - 25.1.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti kl. 18:15 við Landspítalann í Fossvogi með ökklabrotinn mann sem sóttur var í Esju, við Þverfellshorn. Mjög erfiðar aðstæður voru á staðnum og var maðurinn hífður á börum um borð í þyrluna.

 

Var þetta annað útkall þyrlunnar í dag en kl. 15:00 barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð við að sækja slasaðan vélsleðamann í Landmannalaugar, sem fallið hafði af barði niður í gil. Var þyrlan nýlent með þann slasaða við Landspítalann þegar seinna útkallið barst.

Annasamur dagur hjá Aðgerðasviði LHG - 25.1.2009

TF-LIF.Langjokull
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast í dag því kl. 15:01 barst beiðni í gegn um Neyðarlínuna um aðstoð þyrlu við að sækja slasaðan mann í Landmannalaugar. Að sögn félaga mannsins féll hann fram af barði ofan í gil og illmögulegt var að komast að staðnum.

Eftir aðeins tíu daga hætt að hlusta eftir neyðarsendingum á 121,5 MHz - 22.1.2009

Neydarsendar
Eftir aðeins tíu daga hættir Cospas-Sarsat gervihnattakerfið hlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz sem koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla. Talið er að aðeins þriðjungur íslenska flotans sé með nýja neyðarsenda. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar minnir á að mjög mikilvægt er að yfirfara og skipta út gömlum neyðarsendum.

Uppsögnum hjá LHG frestað um óákveðinn tíma - 21.1.2009

Neðangreind tilkynning barst starfsmönnum Landhelgisgæslunnar nú fyrir stundu frá Georgi Kr. Lárussyni, forstjóra.

„Kæru samstarfsmenn

Ég hef ákveðið að fresta fyrirhuguðum uppsögnum hjá Landhelgisgæslu Íslands um óákveðinn tíma...

Fylgjumst vel með eldsneytisflutningum - 21.1.2009

Torm+Horizon_Mynd_Marcel
Fjöldi erlendra flutningaskipa flytja í mánuði hverjum eldsneyti milli Norður Evrópu og Norður Ameríku og sigla þá í gegn um íslenska hafsvæðið. Í dag er eitt þessara skipa á siglingu um 20 sjómílur suður af Surtsey. Skip þetta heitir Torm Horizon og er skráð í Danmörku. Skipið er 180 metra langt, 29 þúsund tonn að þyngd og flytur bensín frá Mongstad í Noregi til New York. Reiknað er með, miðað við hraða þess nú, að það verði um 39 tíma á siglingu í gegn um íslensku efnahagslögsöguna.

Þrjú þyrluútköll um helgina - 18.1.2009

TF-EIR
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í þrjú útköll um helgina. Sóttur var hjartveikur maður í Stykkishólm, slasaður sjómaður um borð í togara sem staddur var um 40 sjómílur VNV af Garðskaga og slasaður vélsleðamaður var sóttur á Lyngdalsheiði.

TF-GNÁ komin með nætursjónauka - 14.1.2009

TF_LIF_naetursjonauki
Nýlega var lokið við að setja nætursjónauka í TF-GNÁ þyrlu Landhelgisgæslunnar og var hún tekin í notkun nú í vikunni. Unnið hefur verið að ísetningunni undanfarið eitt og hálft ár en það er umfangsmikið verkefni en til þess að gera notkun þeirra mögulega þarf að  vera sérstök lýsing í þyrlunni sjálfri.

Sjómaður sóttur með TF-GNÁ - 14.1.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, sótti í kvöld veikan sjómann um borð í íslenskt fiskiskip sem statt var um 50 sml norður af Horni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út þyrluáhöfn kl. 16:53 eftir að læknir í áhöfn TF-GNÁ hafði fengið upplýsingar um líðan skipverjans. Fór þyrlan í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 18:00.

Njóta minna öryggis ef ekki er réttur búnaður um borð - 12.1.2009

Uppsetning nýs fjarskiptakerfis til talviðskipta við skip og báta umhverfis Ísland er nú á lokastigi. . Endurnýjunin felur í sér talsverðar breytingar fyrir fjarskipti skipa . Þess vegna hvetur Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/Vaktstöð siglinga sjófarendur til að huga að öryggi sínu, endurnýja eða uppfæra gömul tæki auk þess að skipta út neyðarsendum ef á þarf að halda.

Viðbragðsgeta TF-LÍF var 92 prósent árið 2008 - 8.1.2009

TF-LIF-140604
Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar hefur gefið út skýrslu yfir viðbragðsgetu “availability” flugflota LHG á árinu 2008 og eru niðurstöðurnar eftirfarandi:

Tilkynningarskylda fiskiskipa - 5.1.2009

Nýjar tilkynningareglur fyrir öll íslensk fiskiskip tóku gildi þann 1. september 2008. Þær taka til allra íslenskra fiskiskipa sem hafa leyfi Fiskistofu til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni innan sem utan fiskveiðilögsögu Íslands. Skip sem stunda fiskveiðar skulu búin fjarskiptabúnaði, sem sendir staðsetningar með sjálfvirkum hætti á að minnsta kosti klukkustundar fresti til Landhelgisgæslunnar.

Bátur strandar við Garð - 4.1.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í kvöld kl. 20:07 tilkynning frá mótorbátnum Moniku GK-136 um að báturinn væri strandaður með þrjá menn um borð við sjóvarnargarðinn í Innri-Njarðvík. Samkvæmt skjám STK-kerfisins (sjálfvirka tilkynningakerfisins) í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar virtist báturinn hins vegar vera staddur við sjóvarnargarðinn í Garði.
Síða 1 af 2