Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Tvö íslensk skip á sjó í morgun - 31.1.2017

Aðeins tvö skip skráð hérlendis voru á sjó á Íslandsmiðum klukkan sjö í morgun. Bræla og sjómannaverkfall eru helstu skýringarnar. Annað þessara skipa er varðskipið Týr.

Köstuðu gullpeningi í sjóinn úr TF-GNA - 30.1.2017

Í gær var þess minnst að 75 ár eru liðin frá því bandaríska varðskipið Alexander Hamilton varð fyrir árás þýsks kafbáts úti fyrir Garðskaga. Afkomandi eins skipverjanna kastaði peningi í sjóinn úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Togarinn Gullver fylltur af reyk - 26.1.2017

Skipverjar á varðskipinu Þór efndu í síðustu viku til velheppnaðrar eldvarnaræfingar um borð í togaranum Gullver NS-12 á Seyðisfirði. Reykvél var notuð til að fylla afturskipið af þykkum reyk.

Sjúkraflug í svartaþoku - 24.1.2017

TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gær sjúkling til Vestmannaeyja. Þar var svo mikil þoka að ákveðið var að lenda þyrlunni á vegi vestan við flugbrautina.

Vegna leitar að Birnu Brjánsdóttur - 22.1.2017

Um klukkan eitt í dag fann áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, lík í fjörunni rétt vestur af Selvogsvita.Talið er að líkið sé af Birnu Brjánsdóttur.

Aldarfjórðungsafmæli ratsjárstöðvanna - 19.1.2017

Ratsjárstöðvarnar á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli voru teknar í notkun um þetta leyti fyrir 25 árum. Stöðvarnar eru hluti af íslenska loftvarnarkerfinu. Landhelgisgæslan annast rekstur þess. 

TF-SIF farin til Miðjarðarhafsins - 16.1.2017

TF-SIF hélt á laugardaginn til Grikklands. Flugvélin sinnir á næstu vikum landamæraeftirliti á austanverðu Miðjarðarhafi fyrir Frontex.

Villakaffi í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 13.1.2017

Vilhjálms Óla Valssonar yfirstýrimanns minnst í flugskýli LHG í morgun en hann hefði orðið 45 ára 14. janúar.  

TF-GNA kölluð til vegna slyss í Kirkjufjöru - 9.1.2017

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst laust fyrir klukkan eitt í dag beiðni frá Neyðarlínu um aðstoð þyrlu vegna konu sem fallið hafði í sjóinn í Kirkjufjöru við Dyrhólaey. Tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. 

Þyrlan kölluð út vegna neyðarblysa - 9.1.2017

neydablys

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út gærkvöld eftir að tvær neyðarsólir sáust á lofti nærri Höfnum á Suðurnesjum. Allt bendir til að blysunum hafi verið skotið upp af landi. 

Benóný sæmdur fálkaorðunni - 4.1.2017

Benóný Ásgrímsson, fyrrverandi flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, var á meðal þeirra sem forseti Íslands sæmdi fálkaorðu á nýársdag.