Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Námskeið og björgunaræfing um borð í varðskipinu TÝR - 29.10.2010

Æfing í flutningi slasaðra var nýverið haldin fyrir áhöfn varðskipsins Týs í framhaldi af skyndihjálparnámskeiði varðskipsmanna. Umsjón með og skipulagning námskeiðisins var í höndum Marvins Ingólfssonar sjúkraflutningamanns með meiru frá Landhelgisgæslunni og Ólafs Sigurþórssonar bráðatæknis frá frá slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins. Í björgunaræfingunni voru tveir slasaðir sóttir um borð í togarann Sónar í Hafnarfjarðarhöfn og þeir fluttir um borð í varðskipið.

Fagnaðarfundir við komu Ægis í gærkvöldi - 28.10.2010

Aegir_Midjjaf15102010

Varðskipið Ægir kom til Reykjavíkur kl. 19:00 í gærkvöldi eftir rúmlega sex mánaða fjarveru. Kom Ægir úr lengstu ferð sem frá upphafi hefur verið farin með íslensku varðskipi. Á tímabilinu hefur Ægir reglulega komið til hafnar og skipt hefur verið um áhafnir. Þó eru nokkrir áhafnarmeðlimir sem völdu að sigla allt tímabilið og voru því innilegir fagnaðarfundir á Faxagarði í gærkvöld.

Ægir og Sif koma til landsins eftir langa fjarveru - 26.10.2010

SIF_Perlan
Fagnaðarfundir voru við flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar TF-SIF lenti á Reykjavikurflugvelli eftir um tveggja sólarhringa ferðalag frá Dakar í Senegal. Flugvélin hefur frá 23. ágúst sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Á morgun, miðvikudag er von á varðskipinu Ægi til Reykjavíkur.

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar óhapp - 25.10.2010

EXI_MG_1780
Landhelgisgæslunni barst á sunnudag kl. kl. 18:28 tilkynning um að þyrla hafi brotlent í Esjunni. Tveir menn voru um borð í þyrlunni og voru þeir heilir á húfi. Gengu þeir frá slysstað niður af Esjunni (staðsetning 64°15,362N 021°35,431V).

TF-LÍF flytur slasaðan mann frá Hafradal í Nesjum - 24.10.2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á laugardag kl. 16:44 eftir að fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði eftir aðstoð hennar við að sækja fótbrotinn mann sem féll af fjórhjóli í Hafradal við Laxárdal í Nesjum. Þar sem erfitt var að nálgast manninn með öðrum farartækjum óskaði lögregla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.

77,6% bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar - 23.10.2010

Sif_Lif_BaldurSveinsson
MMR-Markaðs og miðlarannsóknir, birtu í vikunni niðurstöður könnunar varðandi traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Stór hluti svarenda eða (77,6%) bera mikið traust til Landhelgisgæslunnar sem er nákvæmlega sama hlutfall og í síðustu könnun (í október 2009).

Atvinnukafarar Landhelgisgæslunnar við æfingar með samstarfsaðilum - 17.10.2010

Baldur_2074.__7._agust_2007
Kafarar Landhelgisgæslunnar tóku nýverið þátt í símenntun atvinnukafara ásamt köfurum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Kafað var á 30-40 metra dýpi niður að flaki fraktskipsins Vestra sem staðsett er norð vestur af ljósdufli nr. 11 vestur af Akranesi.

Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og Isavia - 14.10.2010

Í dag gerðu Landhelgisgæslan og Isavia ohf. samstarfssamning þar sem Isavia sér um flugleiðsöguþjónustu þar með talið viðbúnaðarþjónustu vegna loftfara og kemur boðum til Landhelgisgæslunnar þegar loftfar er í hættu statt eða þess er saknað. Er samningurinn gerður í framhaldi af reglugerð sem gefin var út þann 5. október sl. um stjórnun leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði Íslands vegna sjófarenda og loftfara.

Fundur með danska sjóhernum varðandi öryggismál og áframhaldandi samstarf - 12.10.2010

Per Frank Hansen, sjóliðsforingi og yfirmaður 1. deildar danska sjóhersins átti í gær fund með Georg Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar. Á fundinum var fjallað var um öryggismál, áframhaldandi samstarf og upplýsingamiðlun danska sjóhersins og Landhelgisgæslu Íslands á Norður Atlantshafi.

Björgunarhylki í Chile smíðað af ASMAR sem annast smíði varðskipsins Þórs - 11.10.2010

Sjosetn22
Björgunarhylki sem notað verður við björgun námamannanna 33 í Chile næstkomandi miðvikudag er smíðaður af ASMAR, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile en þar hefur Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar verið í smíðum sl. þrjú ár eða frá 16. október 2007. Hylkið er úr stáli og um 2,5 metrar á hæð og 250 kg. að þyngd.  Verður hylkið með fjarskiptasamband við námuna og yfirborðssvæðið.

Fjölþjóðlegu æfingunni Northern Challenge lokið - 11.10.2010

NC2010_IB_8262
Fjölþjóðlegri æfingu sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge, lauk sl. fimmtudag eftir tveggja vikna æfingaferli. Landhelgisgæsla Íslands og NATO stóðu fyrir æfingunni  sem var haldin á Keflavíkurflugvelli og á fyrrum varnarsvæðum utan hans,  svo sem í höfninni í Helguvík og Patterson svæðinu. Alls tóku 15 sprengjueyðirnarsveitir frá sjö þjóðum þátt í æfingunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann bifreiðina í Kleifarvatni - 5.10.2010

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNA fann í gær bifreiðina sem leitað hafði verið að frá því um helgina. Fannst bifreiðin í Kleifarvatni, um 30 metra fjarlægð frá strönd og á ca. 5 metra dýpi. Sá áhöfnin ljósan blett í vatninu og var þá kallað á björgunarsveitina Þorbjörn, sem var á staðnum, til aðstoðar. Skömmu síðar kom bátur björgunarsveitarinnar á staðinn og staðfesti að um var að ræða bifreið í vatninu.

Þrjú þyrluútköll um helgina - 3.10.2010

TFLIF_2009
Þyrla Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út um helgina, tvisvar sinnum  til bráðaflutninga og einu sinni til leitar sem fór fram á Reykjanesi.  Á laugardag Kl. 11:08 barst beiðni um þyrlu vegna alvarlega veiks sjúklings sem var í sjúkrabifreið við Vík í Mýrdal á leið til Reykjavíkur.

Þór nýmálaður í höfn Asmar skipasmíðastöðvarinnar - 1.10.2010

IMG_1044

Síðdegis bárust þær fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile að Þór, nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar flaut fyrr í dag nýmálað og stórglæsilegt úr dokk ASMAR skipasmíðastöðvar sjóhersins í Chile. Er nú stórum áfanga náð í smíði skipsins.

Spænskir ráðamenn heimsækja varðskipið Ægi - 1.10.2010

AegirAlmeria7707
Fulltrúar spænskra aðila komu nýverið í vettvangsheimsókn í varðskipið Ægi þar sem það var staðsett í borginni Almería vegna starfsemi FRONTEX, landamærastofnunar Evrópu á svæðinu.Fóru gestirnir ánægðir frá borði eftir stutt stopp, lýstu þau yfir ánægju og þakklæti yfir þáttöku Landhelgisgæslu Íslands í verkefninu.

Færeyskum línubáti fylgt til hafnar á Djúpavogi - 1.10.2010

Landhelgisgæslunni barst um hádegi á föstudag tilkynning frá færeyska línubátnum Polarstjörnan/XPYS um að báturinn sé með laskað stýri um 16 sml SA af Ingólfshöfða, var stjórn bátsins takmörkuð en sögðust geta keyrt hæga ferð. Skipinu var beint til Hornafjarðar en vegna versnandi veðurs og sjólags var ákveðið að skipið færi til hafnar á Djúpavogi, í fylgd Ingibjargar björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.