Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Mest traust borið til Landhelgisgæslunnar - 22.2.2021

IMG_6542

Við þökkum traustið! Landhelgisgæslan nýtur mest trausts almennings samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær. 86% þjóðarinnar ber mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Þetta er ellefta árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana og fyrir það erum við afar stolt og þakklát.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 19.2.2021

F-35-KEFLAVIK

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst formlega á næstu dögum með komu flugsveitar norska flughersins.

TF-SIF komið í skjól þegar Etna rankaði við sér - 18.2.2021

151314635_471552797197921_1332723515403423688_n

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar hafði hraðann á og kom vélinni í skjól í flugskýli á Sikiley síðdegis í dag þegar eldfjallið Etna minnti enn einu sinni á sig og byrjaði að gjósa.

Varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna eftirliti með loðnuveiði - 12.2.2021

Ahofnin-a-vardskipinu-Thor-med-grimur

Landhelgisgæsla Íslands og eftirlitsmenn Fiskistofu hafa að undanförnu sinnt víðtæku eftirliti á loðnumiðum með varðskipunum Tý og Þór. Einnig hefur þyrlusveit Gæslunnar sinnt eftirliti úr lofti. Þá hefur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar haft heildarsýn yfir veiðarnar, verið í reglulegu sambandi við skipin, móttekið frá þeim tilkynningar um afla og leiðbeint um ýmis atriði.

Týr kominn á þurrt - 11.2.2021

TYR-slipp

Varðskipið Týr er nú komið á þurrt. Í vikunni var skipið tekið í slipp í Reykjavík þar sem fram fara viðgerðir á skrúfubúnaði og hitakerfi skipsins. Eflaust hafa einhverjir vegfarendur í miðborginni orðið varir við skipið sem stendur tignarlegt við Mýrargötu. Varðskipið Týr var smíðað í Árósum árið 1975 og ber aldurinn nokkuð vel.

Kafað um borð í Tý - 11.2.2021

Image00021_1612882532778

Áhafnirnar á varðskipum Landhelgisgæslunnar æfa reglulega á meðan eftirlitsferðum þeirra stendur. Kafararnir um borð í Tý æfðu neðansjávar á dögunum. Meðfylgjandi myndir sýna frá æfingu áhafnarinnar.

Fjallaæfing með þyrlusveit - 1.2.2021

_O0A0624

Áhafnir þyrlna Landhelgisgæslunnar æfa reglulega, bæði á sjó og landi. Veðrið á suðvesturhorninu var einstaklega fallegt í dag og aðstæðurnar á fjallaæfingu dagsins voru góðar. Æfðar voru hífingar á Ingólfsfjalli og í Reykjadal í blíðskaparveðri eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.