Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Óðinn verður hluti af Sjóminjasafninu í Reykjavík - 30.5.2008

odinn
Föstudagur 30.maí 2008

Í dag var varðskipið Óðinn formlega afhent Hollvinasamtökum Óðins til eignar. Hollvinasamtökin fela Víkinni – Sjóminjasafninu í Reykjavík, varðveislu skipsins. Skipinu hefur verið lagt við bryggju utan við sjóminjasafnið þar sem það verður hluti af safninu.

Mikið magn skotfæra frá stríðsárunum fannst í Öskjuhlíð - 27.5.2008

Sprengiefni_Oskjuhl_230508_2
Þriðjudagur 27.maí 2008

Nýverið rakst maður á göngu í Öskjuhlíð á gömul skot við göngustíg. Hann tilkynnti fundinn til Lögreglu sem fór strax á staðinn. Lögreglan kallaði til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Í ljós kom að þar var um að ræða umtalsvert magn af riffil- og skambyssuskotum, allt merkt ártalinu 1941 auk þess sem þarna voru forsfórblys sem geta verið mjög varasöm í höndum ókunnugra. Svo lítur út sem skotfærin og blysin hafi verið urðuð þarna á stríðsárunum, en þá voru sem kunnugt er, mikil hernaðarumsvif við Reykjavíkurflugvöll. Allt efnið var grafið upp, fjarlægt og því eytt af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar.

Rétt er að beina þeim tilmælum til almennings sem kynnu að rekast á skotfæri eða sprengjur að hreyfa ekki við hlutunum heldur hafa tafarlaust samband við lögreglu eða stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, í síma 112.

Lok flugvikunnar - flugæfingar við Reykjavíkurflugvöll - 27.5.2008

Flugd_240508_syn_lif_gna
Þriðjudagur 27.maí 2008

Síðastliðinn laugardag lauk flugviku Flugmálafélags Íslands með flugdegi á Reykjavíkurflugvelli. Sýndar voru flugvélar af öllum stærðum og gerðum á vellinum auk þess sem að loftför af ýmsu tagi sýndu listir sínar. Flugvél og þyrlur Landhelgisgæslunnar sýndu hvað í þeim býr.

Togbátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbug - 26.5.2008

Mánudagur 26.maí 2008

Laugardaginn 24.maí sl. stóð þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF togbát að meintum ólöglegum veiðum á Lónsbug við SA-vert landið. Skipstjóra var tilkynnt að hann hefði verið staðinn að meintum ólöglegum veiðum og skipinu tafarlaust vísað til Hafnar í Hornafirði. Á Höfn aðstoðaði stýrimaður þyrlunnar lögreglu við rannsókn málsins.
Málið er í rannsókn.

Flugsprengja fannst í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi, gerð óvirk - 22.5.2008

Flugsprengja_210508
Fimmtudagur 22.maí 2008

Um klukkan 14:00 í gær barst sprengjusveit Landhelgisgæslunnar boð um að sprengja hefði komið upp við gröft í húsgrunni við Furugrund í Kópavogi. Eftir fyrirspurnir virtist sprengjusveitarmönnum ljóst að um væri að ræða flugvélasprengju. Fór sveitin þá tafarlaust á staðinn og hófst strax handa við að gera sprengjuna óvirka.

Landhelgisgæslan tekur þátt í sameiginlegri æfingu viðbragðs- og björgunaraðila á N-Atlantshafi, á vegum NATO - 22.5.2008

BoldM_08_bjorgunarb
Fimmtudagur 22.maí 2008

Á dögunum tóku varðskipið Týr og björgunarmiðstöðvar fyrir sjó- og flugatvik, sem eru Landhelgisgæslan og Flugstoðir, þátt í björgunaræfingu skammt frá Færeyjum. Æfingin, sem nefndist „Bold Mercy“ var haldin á vegum NATO. Æfingin er hluti af verkefni bandalagsþjóða NATO sem staðið hefur í mörg ár.

Flugvikan stendur yfir - 20.5.2008

Flugdagur_200508
Þriðjudagur 20.maí 2008 - uppfært með myndum 22.maí 2008

Nú, dagana 18. - 24.maí, stendur yfir flugvika á vegum Flugmálafélags Íslands. Landhelgisgæslan tekur þátt í flugdögunum og í dag, milli kl. 17:00 - 19:00, mun flugdeild LHG standa fyrir opnu húsi í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll þar sem starfsemin verður kynnt.

Um kl. 17:00 verður sýnt samflug flugvélar Landhelgisgæslunnar,
TF-SYN og þyrlu, TF-LIF við Reykjavíkurflugvöll.

Klukkan 18:15 verður þyrlubjörgun sýnd við flugskýli LHG við Reykjavíkurflugvöll.

Um dagskrá Flugvikunnar sjá nánar á: http://www.flugmal.is/

Ekkert amar að starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Líbanon - 10.5.2008

Laugardagur 10.maí 2008

Ekkert amar að starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem staddir eru í Líbanon. Þeir halda kyrru fyrir undir verndarvæng Sameinuðu þjóðanna og munu verða fluttir burtu ef þurfa þykir.

Samgönguráðherra opnar nýtt rafrænt komutilkynningakerfi skipa, Safe Sea Net - 8.5.2008

Safe_Sea_Net_opnun_KristjanM_sending
Fimmtudagur 8.maí 2008

Í dag opnaði samgönguráðherra, Kristján Möller, formlega nýtt rafrænt tilkynningakerfi fyrir skipakomur í Vaktstöð siglinga/ stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Kerfið hefur verið nefnt Safe Sea Net og er notendaviðmótið að finna á vefsíðunni www.safeseanet.is . Þetta rafræna tilkynningakerfi tengist inn í upplýsingakerfi siglingaöryggisstofnunar Evrópusambandsins, sem er miðlægur gagnagrunur, þannig að hægt er að sækja, milli landa, upplýsingar, um ferðir og farm skipa. Auk þess munu viðeigandi stofnanir og hafnir á Íslandi fá upplýsingar sendar sjálfvirkt til sín.

Landhelgisgæsluáætlun 2008 - 2010 kynnt - 6.5.2008

LHG_aaetl_kynning_Plagg_060508

Þriðjudagur 6.maí 2008

Í dag var Landhelgisgæsluáætlun fyrir árin 2008 – 2010 kynnt á fundi sem haldinn var í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll. Áætlunin fjallar ítarlega um markmið og áherslur í starfsemi Landhelgisgæslunnar næstu þrjú árin. Farið var yfir áætlunina, breytingar á starfsumhverfi Landhelgisgæslunnar og breyttar áherslur í kjölfar þeirra.