Í tilefni af 50 ára afmæli varðskipsins Óðins var Sjóminjasafnið við Grandagarð með frítt fyrir alla um borð í skipið og á safnið um helgina. Fyrrverandi Óðinsmenn voru um borð í skipinu og fræddu gesti um lífið um borð. Lögðu fjölmargir leið sína í Grandagarðinn og skoðuðu varðskipið sem á sér langa og merkilega sögu.
Fyrir hádegi í dag, sunnudag hvarf 12 tonna línubátur úr fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar. Var báturinn síðast staddur um 18 sjómílur NV af Garðskaga. Landhelgisgæslan boðaði út björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði og Jón Oddgeir frá Njarðvík til leitar. Einnig var þyrla Landhelgisgæslunnar Líf kölluð út og nærstaddir bátar og skip voru beðin um að hætta veiðum og halda til leitar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 13:00 í dag þegar tilkynning barst frá Neyðarlínunni um að tveir einstaklingar hefðu fallið í sprungu á Langjökli vestanverðum. Einnig voru Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu kallaðar út.
Varðskipið Ægir kom á þriðjudag til hafnar í Reykjavík en skipið var við eftirlit og löggæslu á Íslandsmiðum fra 7. janúar. Varðskipsmenn fóru í ferðinni til eftirlits í tuttugu og tvö skip og báta þar sem farið var yfir veiðarfæri, afla og réttindi áhafna.
Landhelgisgæslan hefur síðastliðinn sólarhring fylgst með siglingu norska gasflutningaskipsins Arctic Princess sem er 288 metrar að lengd og kom inn í eftirlitskerfi stjórnstöðvar um 100 sjómílur A-af landinu en skipið er á siglingu yfir N-Atlantshaf frá Noregi til Bandaríkjanna. Stýrimaður eftirlitsflugvélarinnar Sifjar hafði samband við skipið og spjallaði við rússneskan skipstjóra þess.
Landhelgisgæslunni barst kl. 14:57 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð við leit að ísbirni sem sást til í Þistilfirði. Sif, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar var við eftirlit á miðunum undan Norð-Austurlandi þegar beiðnin barst og hélt á svæðið til leitar. Kl. 15:47 upplýsti lögreglan á Húsavík að ekki væri þörf á frekari aðstoð þar sem búið væri að fella dýrið.
Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Víkin Sjóminjasafnið fagna í dag 50 ára afmæli varðskipsins Óðins en skipið er nú hluti af Sjómannasafninu Grandagarði 8. Varðskipið Óðinn kom til landsins 27. janúar 1960 en hann var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1959. Síðasta sjóferð Óðins í þágu Landhelgisgæslunnar var farin í júní 2006 en þá stóð Óðinn færeyskan togara að því að sigla inni í íslenskri efnahagslögsögu án þess að tilkynna sig eða hafa veiðileyfi.
Þrjú erlend olíuskip voru innan íslensku efnhagslögsögunnar síðastliðinn föstudag, djúpt S og SA af Íslandi. Reynt var að ná sambandi við skipin og þeim tilmælum beint til skipstjóra að senda upplýsingar um farm og siglingu skipanna meðan þau væru innan íslensku lögsögunnar.
Landhelgisgæslunni barst kl. 10:04 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð kafara Landhelgisgæslunnar við leit að manni í Hvalfjarðarbotni . Fóru þrír kafarar til leitar ásamt þremur köfurum frá lögreglunni en án árangurs. Beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitin barst frá lögreglunni kl.14:05.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 20:32 á þriðjudagskvöld þegar beiðni um aðstoð hennar barst í gegn um Neyðarlínuna eftir að ungur maður lenti í flugeldaslysi í Hveragerði. Slysið varð þegar maðurinn var að setja saman rörasprengju ásamt félaga sínum, við það sprakk sprengjan. Var hún feiknalega öflug og olli miklum skaða. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir rörasprengjur í raun hættulegri en handsprengjur sem notaðar eru í hernaði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:58 eftir að beiðni kom frá Neyðarlínunni um aðstoð hennar við að flytja tvo einstaklinga sem slösuðust í bílslysi vestan við Grundarfjörð. Þyrla og sjúkrabíll mættust kl. 17:38 á Kaldárbakkaflugvelli sem er vestan við Eldaborgarhraun. Voru hinir slösuðu fluttir um borð í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi 18:30.
Í ískönnunarflugi þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag kom í ljós

hafís við Hornbjarg sem hefur nánast náð landi við Hornbjargsvita. Ísinn liggur til austurs í áttina að Óðinsboða, talsverður rekís og spangir en þó er fært gegnum ísinn með aðgát. Eitt skip fór í gegn um ísinn meðan flogið var yfir en Landhelgisgæslan varar sjófarendur við aðstæðum og mælir með að skip sem eiga leið um svæðið fylgist vel með sjávarhita.
Landhelgisgæslunni og Neyðarlínunni bárust um kl. 14:23 tilkynningar um neyðarblys sem sást í stefnu milli Holtagarða og Úlfarsfells. Eir þyrla Landhelgisgæslunnar var á flugi og fór strax á svæðið til að grennslast fyrir um neyðarblysið. Kom í ljós að neyðarblysinu var skotið upp af landi og var því ekki ástæða til frekari aðgerða.
Um síðastliðna helgi höfðu varðstjórar Landhelgisgæslunnar

samband við olíuskipið Futura sem er 16 þúsund brúttótonn að stærð og var komið á innri siglingaleiðina fyrir Reykjanes.
Var skipið upplýst um að það hefði átt að
fara ytri siglingaleiðina fyrir Reykjanes vegna stærðar skipsins og farms.
Dagana 4.-8. janúar sóttu skipstjórnar- og vélstjórnarmenn
þjálfun vegna nýja varðskipsins Þór hjá Rolls-Royce í Álasundi og Bergen í Noregi.Almenn ánægja var meðal þátttakenda með námskeiðin og alveg ljóst að miklar framfarir fylgja komu þessa nýja varðskipsins Þór.
Undanfarið hafa varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar æft

notkun dælubúnaðar fyrir þyrlueldsneyti (HIFR), með notkun hans er mögulegt fyrir varðskip að gefa þyrlum á flugi eldsneyti. Slíkt er afar mikilvægt þegar verið er í aðgerðum og langt er fyrir þyrlu að sækja eldsneyti. Um borð í varðskipinu geta verið 2500 lítrar eldsneytis.