Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


400 sprengjusérfræðingar æfa viðbrögð við hryðjuverkum - 26.9.2022

Sprengjuserfraedingur-a-aefingu

Um 400 sprengjusérfræðingar frá 14 löndum eru staddir hér á landi vegna Northern Challenge sem er árleg æfing sprengjusérfræðinga. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar skipuleggur.

Ráðstefna um siglingar og grænar lausnir - 21.9.2022

Siglingaradstefna_2022

Markmið ráðstefnunnar er að kynna nýsköpun og nýjar lausnir í sjósókn og siglingum sem draga úr umhverfisáhrifum og/eða auka öryggi sjófarenda, þ.m.t. orkuskipti, bætta orkunýtingu og siglingaöryggi. Fjölmörg fyrirtæki munu halda fyrirlestra um lausnir sínar og framtíðarsýn.

Fjögur útköll þyrlusveitar í dag - 16.9.2022

Thyrla-vid-Sjukrahusid-a-Akureyri

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar annaðist fjögur útköll í dag, bæði á sjó og á landi. Í morgun var óskað eftir aðstoð sveitarinnar vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem var statt 80 sjómílur norður af Grímsey. Vegna fjarlægðar frá landi voru tvær þyrlur sendar norður, önnur annaðist útkallið sjálft á meðan hin var til taks í Grímsey.

Áhöfnin á TF-GNA sótti veikan skipverja - 16.9.2022

TF-GNA-1_1628172909512

Áhöfnin á TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út fyrir hádegi í dag vegna veikinda um borð í fiskiskipi sem statt var um 80 sjómílur norður af Grímsey. 

Olíumengun frá fiskiskipi reyndist vera sprungið hvalshræ - 16.9.2022

Beitir-med-hvalshraeid-a-perunni-2

Nýverið barst Landhelgisgæslunni gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, sem gaf til kynna að olía væri að koma frá fjölveiðiskipinu Beiti TFES sem var að veiðum djúpt austur af landinu. Landhelgisgæslan fær gervitunglamyndir reglulega sendar bæði til að greina mengun og skipaumferð í efnahagslögsögunni.

Freyja máluð í Noregi - 12.9.2022

306724236_450367490455840_619561573320256730_n

Varðskipið Freyja er búið að fá kærkomna yfirhalningu í Noregi og er glæsilegt í litum Landhelgisgæslunnar. Skipið leggur af stað frá Noregi á miðvikudag og er væntanlegt til landsins um helgina.

Þyrludróni gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar - 9.9.2022

Dronaeftirlit-8-

Undanfarna mánuði hefur þyrludróni verið gerður út frá varðskipum Landhelgisgæslunnar. Um tilraunaverkefni er að ræða í samstarfi við Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA. Tilgangurinn með verkefninu er að kanna hvort og hvernig tæki sem þetta gagnist Landhelgisgæslunni við leit, björgun og eftirlit á hafinu.

Grjót flutt í Grímsey - 6.9.2022

Vardskipid-Thor-2022

Áhöfnin á varðskipinu Þór flutti í morgun 16 bretti af grjótskífum í landi á Grímsey. Alls er um 11 tonn af grjóti að ræða sem notað verður vegna byggingar á nýrri kirkju í eynni.

Áhöfnin á TF-SIF farin til eftirlits í Evrópu - 5.9.2022

TF-SIF_1662387036247

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hélt af landi brott í hádeginu og mun næstu vikur annast landamæraeftirlit við Ermasund á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópu. 

Hálf öld frá 50 mílna útfærslunni - 1.9.2022

36-F-99-keyrir-fyrir-AEGIR-II

Í dag er hálf öld liðin frá því að íslensk stjórnvöld færðu fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur. Með útfærslunni hófst annað þorskastríðið og togvíraklippunum var beitt í fyrsta sinn með góðum árangri.