Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


TF-SIF kölluð út vegna hugsanlegrar mengunar SV af Reykjanesi - 30.4.2020

TF-SIF

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rauð olíumengunarviðvörun með gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu í gærmorgun. TF-SIF var kölluð út og við skoðun áhafnar flugvélarinnar kom í ljós að um mengunin var minni en óttast var í fyrstu. Olíuslikja var þó sjáanleg. 

Æft í Húnaflóa og í Skagafirði. - 29.4.2020

Tyr_1588175374088

Áhöfnin á varðskipinu Tý og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar héldu sameiginlegar æfingar í Húnaflóa í gær og í Skagafirði í morgun. Guðmundur St. Valdimarsson og Garðar Nellett voru með myndavélarnar á lofti og tóku þessar skemmtilegu myndir og myndskeið af æfingunum.

Plokkað á Reykjavíkurflugvelli - 28.4.2020

IMG_4331

Í gær fékk Landhelgisgæslan áskorun um að full þörf væri á að plokka upp rusl í kringum flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli eftir veturinn. Okkur þótti sjálfsagt að verða við áskoruninni og tíndum ruslið í hádeginu í dag.

Þór lagðist að Miðbakka eftir fimm vikna ferð - 27.4.2020

IMG_3030_1588002135480

Varðskipið Þór kom til Reykjavíkur í morgun eftir fimm vikna ferð umhverfis landið og lagðist að Miðbakka.

Tvö útköll þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í gær og í nótt - 27.4.2020

IMG_0171

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gær og kom honum undir læknishendur í Reykjavík. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til leitar í nótt að tveimur göngumönnum sem höfðu ekki skilað sér til byggða.

Þór í fyrsta sinn í Vopnafjarðarhöfn - 24.4.2020

Capture_1587742984637

Það vakti töluverða athygli þegar varðskipið Þór sigldi inn í Vopnafjarðarhöfn í vikunni. Áhöfnin var á æfingu og fór tvær ferðir inn höfnina en lagðist ekki að bryggju. Þetta var í fyrsta sinn sem varðskipið Þór sést í höfninni á Vopnafirði.

Fjallaæfing með þyrlusveit - 24.4.2020

Sigmadur

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega á landi og á sjó. Á dögunum var sveitin á ferðinni í Jökulgiljum á Fjallabaki þar sem hefðbundin fjallaæfing fór fram í rjómablíðu. Kolbeinn Guðmundsson, stýrimaður og sigmaður, Landhelgisgæslunnar var með 360 gráðu myndavél á æfingunni sem veitir sérstaklega skemmtilegt sjónarhorn og sýnir vel hvernig æfing sem þessi fer fram.

Áhöfnin á varðskipinu Þór bjargaði hval úr veiðarfærum fiskibáts - 22.4.2020

Mynd-hvalur

Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hval sem festist í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um málið á ellefta tímanum og var Matvælastofnun strax gert viðvart.

Áhafnir fiskibáta brugðust skjótt við þegar leki kom að bát á Skagafirði - 21.4.2020

Stjornstod-LHG

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá bátverja tíu metra langs fiskibáts á Skagafirði á fimmta tímanum í dag. Einn var um borð og var talsverður leki kominn að bátnum

Handagangur í öskjunni eftir páskastopp - 21.4.2020

Handagangur-i-oskjunni

Eftir svokallað páskastopp sem hefur verið í gildi suðvestan- og vestanlands frá byrjun apríl var handagangur í öskunni þegar sum veiðisvæði voru opnuð á slaginu 10 í morgun. Flotinn brunaði á miðin eins og sjá má á þessu skjáskoti sem tekið var í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Færanleg ratsjá kanadíska flughersins sett upp á Stokksnesi - 20.4.2020

20200418_175912

Í ár standa yfir umfangsmiklar endurbætur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins hér á landi. Verkefnið hófst á Miðnesheið í febrúar og heldur áfram á Stokksnesi í vikunni. Meðan verið er að breyta ratsjánum er notast við færanlega ratsjá sem kanadíski flugherinn kom með til landsins í febrúar. Kanadíska ratsjáin hefur nú verið flutt á Stokksnes og sett þar upp.

Fyrsti Covid-19 sjúkraflutningur Landhelgisgæslunnar - 19.4.2020

Flutningur

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti Covid-19 sjúkling frá Ísafirði til Reykjavíkur í gærkvöld. Þetta var fyrsta sjúkraflug Landhelgisgæslunnar af þessum toga. Upphaflega stóð til að sjúkraflugvél annaðist flutninginn en sökum þoku reyndist ekki unnt að lenda á flugvellinum á Ísafirði. Því varð að kalla þyrlusveit Landhelgisgæslunnar út.

Áhöfnin á Þór fjarlægði hvalshræ - 18.4.2020

IMG_1655_1587223321188

Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalshræ sem lá í fjörunni fyrir neðan flugvöllinn á Þórshöfn á Langanesi í morgun. Hvalrekinn varð við bæinn Syðra Lón í Langanesbyggð um páskana og óttast var að ólyktin sem stafaði af hræinu gæti haft áhrif á æðavarp í grenndinni. 

Slasaður vélsleðamaður fluttur með TF-GRO til Akureyrar - 17.4.2020

20200417_202630

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, kom slösuðum vélsleðamanni undir læknishendur á Akureyri á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Norðurlandi eystra óskaði eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og björgunarsveita vegna vélsleðaslyss í Eyjafirði fyrr í kvöld. 

Skorið úr skrúfu grásleppubáts - 16.4.2020

20200416_140051_051_saved_resized_1587052161437

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út vegna Grásleppubáts sem hafði fengið tóg í skrúfuna út af Vatnsleysuvík í hádeginu.  Varðskipið var þá á Stakksfirði og áhöfn þess brást skjótt við og sendi kafara skipsins á staðinn til aðstoðar sem skáru tógið úr skrúfunni skömmu síðar. 

Týr tignarlegur úr lofti - 16.4.2020

Tyr-2

Varðskipið Týr hélt frá Reykjavík síðdegis í gær til fimm vikna eftirlits á Íslandsmiðum. Varðskipið Þór er einnig við eftirlitsstörf umhverfis landið og kemur ekki aftur til Reykjavíkur fyrr en Týr hefur verið í tvær vikur á sjó. 

Síða 1 af 2