Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Samningur um verkefni í öryggis- og varnarmálum - 30.7.2014

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirrituðu í dag samning sem felur Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands að sinna framkvæmd verkefna á grundvelli varnarmálalaga nr. 34/2008.

Áhöfn varðskipsins Þórs aðstoðaði vísindamenn í Surtsey - 25.7.2014

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Varðskipið Þór aðstoðaði vísindamenn í síðustu viku við að komast til og frá Surtsey sem er friðuð en vöktuð af vísindamönnum frá þeim degi sem hún myndaðist í eldgosi árið 1963.  Varðskipsmenn lentu í eyjunni á zodic bátum og voru tólf manns flutt frá eyjunni til Vestmannaeyja ásamt 400 kg af búnaði. 

Fjallað um verkefni TF-SIF í frétt Al Jazeera - 23.7.2014

Nýverið birtist í fjölmiðlinum Al Jazeera frétt sem fjallar um björgun flóttamanna á Miðjarðarhafi sem oft á tíðum þróast yfir að verða umfangsmiklar björgunaraðgerðir. Í aðgerðunum taka þátt fjöldamargar þjóðir sem starfa undir merkjum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Þar á meðal er flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF sem hefur komið að verkefnunum sl. fjögur ár. Fréttamenn Al Jazeera fengu leyfi til að fylgja TF-SIF í eftirlitsflug.

Leki kom að skipi undan Dritvík - 19.7.2014

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 1414 aðstoðarbeiðni frá fiskiskipinu Valþóri NS-123 þar sem leki hafði komið að vélarrúmi þess þar sem skipið var statt skammt undan Dritvík á Snæfellsnesi.  Um borð í Valþóri er 3 manna áhöfn en skipið er 60 tonn að stærð. Þyrla Landhelgisgæslunnar, ásamt björgunarskipinu Björg frá Hellisandi, sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og varðskipinu Þór voru kölluð út og beint á svæðið.  Slökkviliðsmenn í Reykjavík voru einnig settir í viðbragðstöðu með dælur ef á þyrfti að halda.

Kristina EA-410 strandaði úti fyrir Grundarfirði - 17.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:29 eftir að tilkynning barst um að skuttogarinn Kristina EA-410, stærsta skip íslenska fiskiskipaflotans, væri strandaður um sjö sjómílur úti fyrir Grundarfirði. Varðskipið Þór var auk þess kallað út ásamt björgunarsveitum á Snæfellsnesi og komu fljótlega björgunarskip og bátar með kafara á vettvang.

Þyrla Landhelgisgæslunnar aðstoðar við verkefni á Grænlandsjökli - 16.7.2014

Landhelgisgæslan mun í sumar halda áfram sérverkefni sem felst í aðstoð við að bjarga líkamsleifum áhafnar bandarískrar björgunarflugvélar sem fórst fyrir 70 árum á Grænlandsjökli. Til viðbótar við þyrlu Landhelgisgæslunnar eru notuð skip og grænlenskar þyrlur en að verkefninu standa bandaríkjaher, bandaríska strandgæslan og skyldar stofnanir.

TF-SIF flaug yfir Sigurð VE á Miðjarðarhafi - 15.7.2014

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar sem nú er staðsett við Miðjarðarhaf flaug í dag yfir Sigurð VE, nýtt skip Vestamannaeyinga sem er á leið til landsins frá Tyrklandi þar sem skipið hefur verið í smíðum. Áhöfn TF-SIF tók mynd af skipinu úr eftirlitsbúnaði flugvélarinnar.

Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar, fór til aðstoðar bát á Breiðafirði - 15.7.2014

Leiftur3

Landhelgisgæslunni barst eftir hádegi í dag beiðni um aðstoð frá fiskibát sem var staðsettur um 15 sjómílur norður af Rifi. Engin hætta var á ferðum en drif bátsins hafði brotnað og var óskað eftir aðstoð við að komast til hafnar. Leiftur, harðbotna bátur Landhelgisgæslunnar var við fiskveiðieftirlit á svipuðum slóðum og fóru þeir bátnum til aðstoðar og komu með bátinn til hafnar á Grundarfirði kl. 18:00.

Þyrla sótti slasaðan fjórhjólamann og göngumann sem fannst illa haldinn á Hornströndum - 13.7.2014

Mikið annríki hefur verið hjá Landhelgisgæslunni í dag og var þyrla kölluð ásamt björgunarsveitum vegna fjórhjólaslyss í Seljadal og göngumanns sem fannst illa haldinn nærri Hesteyri á Hornströndum. Þegar þyrlan kom á vettvang höfðu björgunarsveitarmenn hlúð og mönnunum sem voru síðan fluttir á sjúkrahús með þyrlunni.

Þyrla danska varðskipsins Triton flutti sjúkling til Reykjavíkur - 13.7.2014

_MG_7183

Þyrla danska varðskipsins Triton lenti í Reykjavík um kvöldmatarleitið með skipverja sem veiktist alvarlega í gær um borð í rannsóknaskipi sem var statt 187 sjómílur austsuðaustur af Hvarfi eða um 500 sjó­míl­ur SV af Reykja­vík, inni í leit­ar- og björg­un­ar­svæði Íslands en þó utan dræg­is þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Triton kom að rannsóknaskipinu um miðnætti í gær og var þá siglt áleiðis til Reykja­vík­ur.

Sjúklingur sóttur um borð í farþegaskip S - af Reykjanesi - 10.7.2014

Landhelgisgæslunni barst í gær beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda frá farþegaskipinu Boudicca sem var staðsett um 20 sjómílur suður af Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var þyrluáhöfn kölluð út kl. 23:23 og fór TF-SYN í loftið kl. 23:50.

Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann - 9.7.2014

GNA2

Þegar þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN var á leið í gæslu og eftirlitsflug rétt fyrir hádegi í dag barst beiðni um aðstoð þyrlu eftir að slys varð um borð í íslensku fiskiskipi sem var staðsett á Hvalbakshalla, 50sml SA af Berufirði.

TF-SYN flaug með vísindamenn til að kanna aðstæður við  Sólheimajökul og Kötlujökul - 8.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN flaug síðdegis í dag með vísindamenn frá Almannavörnum og Veðurstofu Íslands að  til að kanna aðstæður við Sólheimajökul og Kötlujökul í framhaldi af því að í dag var lýst yfir óvissustigi á svæðinu vegna vatnavaxta í Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Engar vísbendingar eru um gosvirkni í Kötlu.

Þór við æfingar með björgunarsveitinni á Ísafirði - 8.7.2014

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði nýverið björgun með fluglínutækjum og björgunarstól ásamt björgunarsveitinni á Ísafirði. Er þá línu komið á milli strandaðs skips og lands og skipverjar síðan dregnir í björgunarstól sem festur er á líflínuna. Þessi björgunaraðferð var mikið notuð áður fyrr og er afar mikilvægt er að viðhalda þekkingunni.

Varðskipið Þór tók þátt í minningarathöfn við Bolungarvík - 7.7.2014

Varðskipið Þór tók á laugardag þátt í minningarathöfn við Stigahlíð í nágrenni Bolungarvíkur þar sem afhjúpað var minnismerki um nærri 240 manns, konur og börn, sem fórust í sjóslysi fyrir 72 árum síðan. Slysið varð þegar skipalestin QP-13, með sex erlendum skipum á leið til Hvalfjarðar, sigldi inn í tundurskeytabelti undan Straumnesi á Vestfjörðum, með hörmulegum afleiðingum.

TF-SYN kölluð út í sjúkraflug - 5.7.2014

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 03:21 í nótt til að sækja alvarlega veikan sjúkling á Blönduós. Vegna veðurs var ekki hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda á flugvellinum þar og var því óskað eftir aðstoð Gæslunnar.

Síða 1 af 2