Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Aníta Líf komin til hafnar - 31.3.2011

AnitaLif9

Baldur, sjómælinga- og eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar ásamt Fjölva, pramma Köfunarþjónustunnar komu til Reykjavíkur síðdegis með fiskibátinn Anítu Lif sem sökk norður af Akurey á laugardag. Með í för voru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafélags. Björgunaraðgerðir stóðu yfir frá því snemma i morgun.

Fundur European Patrol Network haldinn í Reykjavík - 30.3.2011

IMG_3322

Nú stendur yfir á Grand hótel fundur European Patrol Network sem haldinn er í samvinnu við Landhelgisgæslu Íslands. Fundinn sitja fulltrúar Evrópuþjóða og alþjóðlegra samtaka sem koma að landamæraeftirliti á sjó og landi. Landhelgisgæslu Íslands var falið að skipuleggja fundinn ásamt Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins .

Kanada sér um loftrýmisgæslu við Ísland - 30.3.2011

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný með komu flugsveitar Kanadíska flughersins sunnudaginn 3. apríl. Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland.

Vélarvana bát komið til aðstoðar - 28.3.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:09 aðstoðarbeiðni frá skemmtibát, með tvo menn í áhöfn,  sem var vélarvana norðan við hafnargarðinn í Vogum, þar sem miklar grynningar eru.  Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk þess sem björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu, sem og nærstaddir bátar voru beðnir um að fara til aðstoðar.

Náðu að senda neyðarkall skömmu áður en báturinn sökk - 26.3.2011

1882.-Abbaa-SH-82

Ekki mátti miklu muna síðdegis í dag þegar bátur sökk skyndilega norðan við Akurey, á Sundunum við Reykjavík. Áhöfn bátsins náði til talstöðvar og sendi neyðarkall á rás 16 kl. 17:06 eða rétt áður en báturinn sökk. Varðstjórar Landhelgisgæslunnar í vaktstöð siglinga heyrðu kallið og ræstu samstundis út allar tiltækar björgunareiningar,

Siglingaviðvörun send út vegna hvalhræs - 25.3.2011

Hvalur5

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá togara um hvalhræ sem kom í veiðarfærin um 6 sml. suður af Selvogsvita. Kom hræið í trollið sem rifnaði og varð að sleppa því í sjóinn. Siglingaviðvaranir voru í kjölfarið sendar út en hræið getur verið hættulegt minni bátum.

Landhelgisgæslan fylgist með siglingu kajakræðara - 25.3.2011

Landhelgisgæslan mun á næstu vikum fylgjast reglulega með siglingu kajakræðarans Riann Manser  sem ásamt Dan Skinstad ætlar sér að róa tveggja manna kajak í kringum Ísland en ferðin hefst á sunnudag frá Húsavík.

Ískönnunarflug með þyrlu Landhelgisgæslunnar - 23.3.2011

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Í dag fór þyrla Landhelgisgæslunar í ísleiðangur og var flogið norður með Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni út af Látrabjargi og henni fylgt til norðausturs.
Var ísröndin næst landi: 56 sml frá Látrabjargi, 38 sml frá Barða, 38 sml frá Kögri og 50 sml frá Hornbjargi.

TF-LÍF kölluð út vegna vélsleðaslyss á Fjarðarheiði - 23.3.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:33 beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla yrði kölluð út vegna vélsleðaslyss sem varð á Fjarðarheiði við Vestdalsvatn. Upplýst var að björgunarsveitarmenn væru á leið á slysstaðinn með lækni. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:05 og var flogið beint á slysstað

Varðskipið Týr heimsækir Tálknafjörð - 23.3.2011

TYR_Akureyri44

Varðskipið Týr lagðist í vikunni að bryggju á Tálkafirði og var nemendum og kennurum grunnskólans á Tálknafirði boðið í heimsókn um borð. Vakti heimsóknin almenna lukku og fróðleik. Á morgun fimmtudag eru 36 ár síðan varðskipið Týr kom fyrst til landsins.

Árlegur fundur viðbragðsaðila um leit og björgun sjófarenda og loftfara - 16.3.2011

Lif_kemur_ad_Bruarfossi

Nýverið var haldinn árlegur fundur Landhelgisgæslunnar með viðbragðsaðilum sem hlutverk hafa við leit og björgun sjófarenda og loftfara. Á fundinum var fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2010 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og loftfara. Einnig var kynnt ný reglugerð um stjórnun leitar og björgunar sjófarenda og loftfara.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar á námskeiði hjá Isavia - 14.3.2011

Nýlega sóttu um 20 starfsmenn frá Landhelgisgæslunni tveggja daga námskeið hjá Isavia. Námskeiðið var haldið á grundvelli samstarfssamnings Isavia og Landhelgisgæslunnar um leitar- og björgunarþjónustu en Landhelgisgæslan starfrækir björgunarmiðstöðina JRCC Ísland fyrir sjófarendur og loftför. 

Nýjar myndir af Þór - 14.3.2011

S5000670

Varðskipið Þór, sem hefur legið við bryggju í bænum Talcuahano í Chile, er óskemmt eftir að þrjár flóðbylgjur gengu yfir svæðið aðfaranótt laugardags. Hæsta flóðbylgjan mældist 2,4 metrar á hæð. 

Varðskipið Þór dregið úr höfn í Chile - 11.3.2011

Thor_a_sjo2

Fyrir skömmu síðan bárust fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile um að í dag, milli kl. 17:00-20:00 að íslenskum tíma, mun varðskipið Þór verða dregið út í flóann sem liggur að bænum Conception þar sem  þar sem ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Chile er staðsett. Búist er við að flóðbylgja gangi yfir svæðið um kl. 20:00 í kvöld

Varðskipið Týr kemur með stálprammann til hafnar - 10.3.2011

IMG_3266

Týr varðskip Landhelgisgæslunnar kom til Reykjavíkur kl. 18:00 í kvöld með stálpramma í togi sem Landhelgisgæslan hefur svipast  eftir um nokkurt skeið.

Bátur vélarvana á Breiðafirði - 9.3.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:01 aðstoðarbeiðni frá fiskibát sem var vélarvana um ½ sjómílu austur af Elliðaey á Breiðafirði. Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Stykkishólmi var kölluð út auk þess sem fiskibáturinn Þórsnes II fór frá Stykkishólmi. Einnig var TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar beðin um að stefna á staðinn.

Síða 1 af 2